Skagablaðið - 14.10.1988, Side 12
5**] Skagablaóið
w*
KIRKJUBRAUT 4-6
Gremja á meðal eldri borgara
vegna samdráttar í þjónustu
-fé á fjárhagsaætlun nægir ekki til að halda úti óbreyttri starfsemi segir félagsmálastjóri
Talsverðrar gremju gætir nú á meðal eldri borgara bæjarins eftir að
ákveðið var að fækka „opnum húsum“, sem haldin hafa verið að Dval-
arheimilinu Höfða, úr fjórum í tvö á mánuði. Að sögn Sólveigar Reyn-
isdóttur, félagsmálastjóra, er hér ekki um að ræða neinn eiginlegan
„niðurskurð" heldur er fyrirsjáanlegt að það fjármagn sem ætlað var
til þjónustu við eldri borgara á þessu ári hrekkur ekki til að halda úti
áætlaðri þjónustu.
Sólveig sagðist hafa orðið vör væri við þessu að gera. Akveðinni
við óánægju á meðal eldri borgara upphæð hefði verið varið til þessa
vegna þessa en sagði að ekkert starfsþáttar á síðustu fjárhags-
áætlun en hún væri bersýnilega
ekki nógu há. Sólveig sagði að sér
sem félagsmálastjóra væri óljúft
að þurfa að grípa til breytinga sem
þessara en hart væri lagt að yfir-
mönnum bæjarins að gæta
aðhalds í rekstrinum.
Á móti fækkun á „opnu húsi“ úr
fjórum í tvö á mánuði koma
skemmtanir frjálsra félaga í
Samningar um akstur sjúkrabifreiða í strand:
Höfnuöu 1900 þúsund
króna fastagreiðslu
- peningar ekki aðalatriðið í þessu máli, segja lögreglumenn
Samningar á milli bæjaryfir-
valda og lögreglumanna um akst-
ur sjúkrabifreiða sigldu í strand
eftir að þeir síðarnefndu höfnuðu
boði um 210 þúsund króna
greiðslur á hvern lögreglumann á
ári fyrir þessa þjónustu. Lögreglu-
mennirnir lögðu fram gagntilboð
um að þessi upphæð yrði hækkuð
í 240 þúsund krónur á mann en því
Starfsemi
kleinugerð-
arkæro
Starfsemi kleinugerðar
Jónu Adolfsdóttur við Víði-
grund var kærð fyrir
skömmu. Tryggvi Bjarnason,
fulltrúi bæjarfógeta, staðfesti
þetta í samtali við Skagablað-
ið.
Tryggvi vildi hins vegar
ekki upplýsa frá hverjum
kæran hefði borist. Sam-
kvæmt heimildum Skaga-
blaðsins eru það bakarí
bæjarins sem hafa kært starf-
semina á þeim grundvelli að
Jóna sé að fara inn á lög-
verndað starfssvið þeirra.
Að sögn Tryggva er enn
verið að kanna skjöl og reglu-
gerðir varðandi þetta mál en
að öðru leyti vildi hann lítt
úttala sig um kæruna. Hann
staðfesti þó að einungis þessi
einu aðili væri tilnefndur í
kærunni.
var hafnað. Auk þessarar greiðsla
hefðu komið til greiðslur fyrir
útköll vegna aksturs utan bæjar-
markanna og dagpeningagreiðsl-
ur.
Bráðabirgðasamkomulag tókst
þó fyrir yfirstandandi mánuð og fá
9 lögreglumenn greiddar samtals
180 þúsund krónur fyrir akstur
sjúkrabifreiðanna.
Samningaviðræður bæjarins og
lögreglumanna komu til umræðu
á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag
og var ekki laust við að vonbrigða
gætti í máli bæjarstjóra er hann
skýrði frá því að viðræður hefðu
siglt í strand.
Pálmi Þór Ævarsson stóð við-
ræðunum fyrir hönd lögreglunnar
ásamt Gísla Björnssyni. Pálmi
sagði í samtali við Skagablaðið í
gær, að peningar hefðu ekki skipt
meginmáli í þessum viðræðum.
Það hefði verið sjónarmið dóms-
málaráðuneytisins að losa lögregl-
una við sjúkraakstur og væri að-
eins á mjög fáum stöðum á land-
inu sem lögreglumenn hefðu
þessa þjónustu enn með höndum.
„í okkar huga skipti mestu
máli, að lögreglumenn yrðu send-
ir á námskeið í sjúkraflutningum
og að nauðsynleg leyfi til flutning-
anna yrði fengin auk þess sem tal-
ið var nauðsynlegt að hafa
aðstöðu fyrir sjúkrabifreið á nýju
lögreglustöðinni. Við höfum ekki
nein leyfi til sjúkraaksturs eins og
málum er háttað í dag,“ sagði
Pálmi. Sagðist hann halda að kraf-
an um að senda lögreglumenn á
námskeið, sem vissulega væri
nokkuð kostnaðarsamt, hefði
vegið þyngst í því að upp úr slitn-
aði.
bænum, sem verða mánaðarlega.
Sagðist Sólveig vonast til þess að
þær kæmu að einhverju leyti í stað
„opnu húsanna" sem felld verða
niður.
Að sögn félagsmálastjóra ber
bærinn nokkurn kostnað af „opn-
um húsum“. Um er að ræða 8 tíma
vegna starfsmanns auk þess sem
bærinn leggur til meðlæti með
kaffinu. Gestir hafa borgað mála-
myndagjald, lengstum 60 krónur
en nú 100, fyrir kaffið en sú upp-
hæð hefur runnið í ferðasjóð og
verið notuð sem greiðsla upp í
árlega ferð eldri borgara.
Þá hefur sú breyting orðið á, að
nú er boðið upp á fótsnyrtingu
fjórum sinnum á ári en var mán-
aðarlega áður. Sólveig sagði þessa
breytingu hafa m.a. verið gerða til
þess að spara, þar sem bærinn
bæri töluverðan kostnað af þess-
ari þjónustu. Þrátt fyrir að aðeins
væri boðið upp á fótsnyrtingu árs-
fjórðungslega sagði Sólveig að
slíkt væri almennt talið nægilegt.
Fótbrotn-
aðiíbif-
hjólaslysi
Óttast er að piltur á bifhjóli
hafi fótbrotnað eftir óhapp
sem hann varð fyrir á miðviku-
dagsmorgun.
Ohappið varð á lóð Brekku-
bæjarskóla. Ók pilturinn utan
í girðingu skólalóðarinnar og
meiddist illa á fæti. Var
sjúkrabifeið kvödd til og var
óttast að um fótbrot hefði
verið að ræða.
Faraldur
rúðubrota
Faraldur rúðubrota gekk
yfir bæinn um síðustu helgi og
er vitað um a.m.k. fjögur slík
tilfelli að sögn lögreglu.
Rúða var brotin hjá
umboði Brunabótafélags
íslands við Skólabraut og þá
var brotin rúða í húsnæði
Tónlistarskólans við Kirkju-
braut. Verslunin Piccadilly
varð einig fyrir barðinu á
skemmdarvörgum og þá var
brotin rúða í vörubifreið sem
stóð við Skarðsbraut.
Hin glæsilega húseign Hennes við Kalmansbraut varselt á uppboði í síðustu viku.
Húsnæði Hennes sleaið
Iðnlánasjóði á uppbooi
Iðnlánasjóður átti hæsta boð í
eignir Hennes á uppboði sem
fram fór sl. föstudag. Sjóðurinn,
sem jafnframt var langstærsti
kröfuhafinn ■ þrotabú fyrirtækis-
ins, bauð 15,5 milljónir króna og
var eignin slegin honum. Fyrir
þessa upphæð fékk sjóðurinn
húsnæðið svo og allan tækjakost
fyrirtækisins.
Að sögn Stefáns Melsteð hjá
Iðnlánasjóði liggur ekki fyrir hvað
sjóðurinn hyggst gera við húsnæð-
ið en almenna reglan hefur verið
sú að selja aftur eignir sem sjóður-
inn fær upp í hendurnar með þess-
um hætti.
Aðspurður sagði Stefán að ekki
hefðu borist nein tilboð í sjálfa
húseignina en hins vegar væru í
gangi þreifingar um sölu á tækja-
búnaðinum.
Stefán Melsteð sagði, að ekki
hefði verið venja að leigja út
húsnæði sem sjóðurinn hefði eign-
ast eftir nauðungaruppboð en
auðvitað yrði að skoða hvert til-
felli fyrir sig. Því væri ekki hægt að
segja á þessari stundu, að ekki
kæmi til greina að leigja húsið.