Skagablaðið - 31.01.1991, Side 1
Raggasópar
aðsér verð-
launagripum
Ragnheiður Kunóll'sdóttir,
sundkonan snjalla, hefur ver-
ið í miklum ham á mótum
vestanhafs að undanförnu.
Um helgina átti hún sinn þátt
í sigri Alabamaháskólans á
Auburn háskólanum en á
milli þeirra hefur jafnan ríkt
mikill rígur.
Ragnheiður sigraði bæði í
200 jarda bringusundi og
fjórsundi á góðum tímum. Þá
synti Ragnheiður 100 jarda
bringusundssprettinn í
4 X 100 m fjórsundi kvenna
og sigraði.
Kvennalið Alabamaháskóla
sigraði stúlkurnar frá Aub-
urn með 123 stigum gegn 120
en í karlaflokki vann Al-
abama 121 : 120.
Helgina áður keppti Ragn-
heiður með skólaliðinu gegn
Vanderbilt-háskólanum. Þar
vann hún 100 jarda bringu-
sund og 200 jarda fjórsund
en varð síðan í 3. sæti í 100
jarda skriðsundi.
Tímarnir sem Ragnheiður
hefur verið að synda á að
undanförnu benda til þess að
hún sé í betra formi en
nokkru sinni og því líkleg tii
frekari afreka.
Genrigras innan 3ja ára?
- „Ekki frálertt,“ segja Gytfi Þórðarson og Gunnar Sigurðsson hjá Knattspynufélagi ÍA
„Ef við ætlum okkur að hafa alla aðstöðu hér hjá okkur í hæsta
gæðaflokki, sem við stefnum að sjálfsögðu að, er alls ekki fráleitt að
ætla að gervigras verði komið í notkun hér innan tveggja til þriggja
ára,“ sagði Gylfi Þórðarson, formaður Mannvirkjanefndar Knatt-
spyrnufélags IA, í samtali við Skagablaðið.
Umræður um gervigras hafa mars. Danskir umboðsaðilar
1
Megið niðri um nokkurra ára
skeið en eru nú að komast upp á
yfirborðið að nýju. Skagablaðið
skýrði frá því haustið 1984 að
verið væri að kanna möguleikana
á lagningu gervigrass. Síðan hef-
ur lítið heyrst af þeim þreifingum
á opinberum vettvangi.
Við höfum nú þegar fengið til-
boð í lagningu á gervigrasi frá
þýsku fyrirtæki, sem gildir út
þessa fyrirtækis komu hingað í
nóvember sl. ásamt íslenskum
umboðsmanni og kynntu okkur
áætlanir þeirra. Það er komin
mikil reynsla á gervigras frá
þessu fyrirtæki og það þykir
fyrsta flokks.“
„Strax og bæjarfélagið er til-
búið að taka þátt í þessu með
okkur þá eru við tilbúnir," sagði
Gunnar Sigurðsson, formaður
knattspyrnufélags IA. „Það hafa
engar viðræður farið fram á milli
okkar og bæjarfélagsins enn sem
komið er, því erum við enn að
skoða þessi mál innan félagsins.“
Gunnar sagði ennfremur að
besta staðsetningin á slíkum
knattspyrnuvelli væri þar sem
malarvöllurinn er nú.
Skoðanakönnun á Sjúkrahúsi Akraness:
Reykingar leyfðar
í Iqallarahemergi
Reykingar starfsmanna
Sjúkrahúss Akraness verða ekki
bannaðar. Reykingafólki verður
hins vegar gert skylt að reykja í
sérstöku herbergi. Þetta er
niðurstaða skoðanakönnunar,
sem framkvæind var á meðal
starfsfólks sjúkrahússins fyrir
stuttu um hvort leyfa ætti reyk-
ingar eða ekki.
Sigríður Lister, hjúkrunarfor-
stjóri, sagði í samtali við
Skagablaðið að í kjölfar niður-
stöðunnar kæmi helst til greina
að úthluta reykingafólki aðstöðu
í kjallara hússins. Yrði þá útbúin
vistleg aðstaða með góðri loft-
ræstingu. Sigríður sagði tak-
markið að koma þessari aðstöðu
upp fyrir svokallaðan árlegan
reyklausan dag, sem verður í
byrjun apríl.
Hvað varðaði reykingar sjúkl-
inga sagði Sgiríður það ótengt
mál og að það yrði að skoða sér-
staklega og án samhengis við
niðurstöðu könnunarinnar.
Mjög harður árekshr
Mjög harður árekstur varð á
gatnamótum Stillholts og Kirkju-
brautar/Kalmansbrautar laust
fyrir hádegi á þriðjudag.
Þar ráust saman bifreið, sem
var að aka upp Stillholt og
önnur, sem talið er að hafi farið
yfir á rauðu ljósi á Kalmans-
braut.
Önnur bifreiðin var óökufær
eftir áreksturinn og er jafnvel tal-
in ónýt. Hin skemmdist minna en
tjón á henni varð engu að síður
talsvert.
Lionessur gefa
Lionessuklúbbur Akraness afhenti í gær Sjúkrahúsi Akraness
að gjöf sex útvarps- og snældutæki með heyrnartækjum. Tækin
voru keypt fyrir ágóða af árlegri plastpokasölu Lionessa.
Tækin eru ætluð til notkunar fyrir sjúklinga, þannig að þeir
geti t.d. hlustað á sögur, leikrit og fleira, sem boðið er upp á
hljóðsnældum.
Tækin, sem eru af Sanyo-gerð, voru valin í samráði við Blind-
rafélagið, sem m.a hefur lagt áherslu á að auka framboð efnis á
hljóðsnældum.
Myndin hér að ofan var tekin í gær þegar gjöfin var afhent. Á
henni eru Sigurður Ólafsson, forstöðumaður Sjúkrahúss Akra-
ness, Ásta Björg Gísladóttir, formaður Lionessuklúbbs Akraness
og þær Sigríður Árnadóttir og Margrét Guðbrandsdóttir úr líkn-
arnefnd Lionessa.
Bakmeiðsli Sigurðar Jónssonar úr sögunni?
Er hjá sérfræðingi
vegna bnóskloss
Sigurður Jónsson, knatt-
spyrnumaður hjá Arsenal, dvel-
ur um þessar mundir hjá bak-
meiðslasérfræðingi í Dússeldorf
til þess að freista þess að fá sig
góðan af þeim.
Sérfræðingurinn hefur kveðið
upp þann úrskurð að meiðsli
Sigurðar, sem hann hefur átt í
meira og minna í heilt ár, stafi af
brjósklosi í baki. Eftir því sem
Skagablaðið hefur fregnað undr-
aðist hann mjög hvers vegna sér-
fræðingar Arsenal komust ekki
að orsökinni.
Sigurður fór til Þýskalands í
síðustu viku og verður þar fram
yfir helgina. Sérfræðingurinn,
sem m.a. meðhöndlaði Atla Eð-
valdsson vegna sambærilegra
meiðsla, hefðu gefið Sigurði góð-
ar vonir um að hann nái sér að
fullu.
Sigurður Jónsson — verða
meiðslin loks að baki?