Skagablaðið - 31.01.1991, Side 2
Skagablaðið
Til sölu Commodore tölva.
Selst ódýrt. Uppl. í síma
12076.
Til sölu fallegur eins árs
gamall tvíbreiður svefnsófi.
Selst á hálfvirði. Uppl. í síma
13398.
Til sölu fólksbílakerra með
Ijósum og loki. Uppl. í síma
12543.
Til sölu skíðaskór, stærð 39.
Uppl. í síma 12306 (Viktor)
eftir kl. 20.
Til sölu finnskur 150 sm
breiður vefstóll með
rakgrind. Lítið notaður. Selst
á 50 þús. Uppl. í síma
12717.
Þrílit læða með hvítar hosur
og blátt hálsband tapaðist frá
Höfðabraut 12 sl. fimmtudag.
Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar um afdrif hennar vin-
samlegast hringi í síma
13190.
Til sölu rimlarúm, leikgrind
og barnabílstóll fyrir 0-9
mánaða. Uppl. í síma
13168.
Fjögurra til fimm herbergja
íbúð eða einbýlishús óskast
til leigu sem fyrst. Uppl. í
síma 12120 eftir kl. 18.
Til sölu Hammond raf-
magnsorgel í góðu ástandi.
Uppl. í síma 11008.
Til sölu er sporöskjulagað
stækkanlegt eldhúsborð og 4
stólar. Uppl. í síma 12018.
Til sölu Toyota Corolla DX
árg. ’80. Uppl. í síma 11907.
Til leigu 3ja - 4ra herbegja
íbúð í bríbýlishúsi. Laus
strax. A sama stað er til sölu
gömul Rafha-eldavél. Uppl.
í síma 13224.
Til sölu Silver Cross barna-
vagnar, annar sem svala-
vagn. Seljast ódýrt. Uppl. í
síma 13115.
Til sölu Puch skellinaðra á
númeri og í mjög góðu
standi. Uppl. í síma 12690.
Til sölu tvenn skíði, 130 sm,
ásamt skóm, bindingum og
stöfum. Uppl. í síma 12612.
Til leigu 3ja herbergja íbúð.
Laus strax. Uppl. í síma
11705.
Til sölu skíðaskór nr. 43 -
44. Uppl. í síma 12867.
Vil kaupa snjódekk, 165 X
13. Uppl. í síma 12464.
Til leigu 4-5 herb. íbúð á
góðum stað. Uppl. í sima
11088 eða 91 - 676809.
FjáhagsáæUun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1991 lögð fram:
Rekstrarafgangur áætt
adur 110 milljónir kr.
t vrri umræða um fjárhagsáætlun Akranesbæjar og stofnana hans
fór fram í bæjarstjórn 29. janúar og seinni umræða mun fara fram 19.
febrúar. Alltaf breytast einhverjar tölur á milli umræðna en meiri lík-
ur eru nú en oft áður að full samstaða bæjarfulltrúa náist um aðal-
atriði fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt er stefnt að því, að leggja
fram við seinni umræðuna 3ja ára fjárhagsáætlun, sem er nýmæli.
Góð samvinna hefur náðst
meðal bæjarráðsmanna um
gerð þessarar áætlunar og þakka
ég þeim, svo og starfmönnum
bæjarskrifstofu gott samstarf.
Tekjur varlega metnar
Tekjuliður áætlunarinnar er
varlega metinn, vegna óvissu í
atvinnumálum hér á Akranesi.
Sameiginlegar tekjur 498,2 millj-
ónir, sem er 6% hækkun á milli
ára. Rekstrarútgjöld 389milljón-
ir, sem er 9.8% hækkun á milli
ára. Rekstrarafgangur er áætlað-
ur 110 milljónir, sem er22.1% af
tekjum, sem er nokkuð gott mið-
að við árferði.
Rekstur bæjarfélagsins mun
ekki taka miklum breytingum á
milli ára, nema að rekstur nýrrar
dagvistunarstofnunar við Lerki-
grund tekur til starfa á árinu og
starf ferðamálafulltrúa er nýtt
embætti. Verulegum fjármunum
verður varið til endurbóta á
húsnæði í eigu bæjarins eða um
15 milljónum króna og stærsti
hluti þess fer í Bíóhöllina,
Bjarnalaug og Iþróttahúsið við
Vesturgötu.
Stærstu framkvæmdir
Stærstu framkvæmdaliðir á ár-
inu 1991 verða: Dagheimilið við
Lerkigrund, sem verður tekið í
notkun l.september, um 34,5
milljónir, Tónlistarskóli 21,2
milljónir, Hvalfjarðargöng —
Spölur hf. — 7,5 milljónir, Fjöl-
brautaskóli Vesturlands 44 mill-
jónir alls, en þar af 9 milljónir frá
Akranesbæ, Heilsugæslustöðin,
sem er áætlað að taka í notkun
nú í sumar, 21,1 milljón, en þar
af 3,2 milljónir frá Akranesbæ.
Áætlað er að í framkvæmdir
við götur, holræsi, lóðakaup,
tækjakaup og fleira fari 35.0 mill-
jónir króna. Helstu liðir þessa
flokks útgjalda eru undirbygging
fyrir varanlegt slitlag Þjóðbraut-
ar og nýrrar aðkeyrslu Sjúkra-
húss frá Vesturgötu, frágangur
Garðabrautar, hvoru tveggja
stofns og botnlanga, lagfæring
holræsis í Jörundarholti, frá-
gangur gangstétta við Heiðar-
braut og í Jörundarholti.
Frágangur
aðalhafnargarðs
Hafnarsjóður er eins og menn
vita sjálfstæður sjóður innan
bæjarkerfisins og eru áætlaðar
heildartekjur hans á þessu ári
43,2 milljónir. Áætlað er að
ljúka við frágang á aðalhafnar-
garði fyrir 29 milljónir króna.
Aðrar framkvæmdir við höfnina
á þessu ári verða m.a. lagfæring
löndunaraðstöðu fyrir smábáta
við bátabryggju og endurnýjun
raflagna á hafnasvæði.
V atns veitufr amkvæmdir
Áætlað hefur verið að leggja
fjármagn í vatnsveitufram-
kvæmdir á þessu ári og verður
hafist handa við að reisa miðlun-
argeymi til að tryggja góðan
vatnsþrýsting á Niður-Skaga.
Næstu mánuðir munu skera úr
um hvort sá stöðugleiki í efna-
hagsmálum þjóðarinnar og lækk-
un verðbólgu, sem verið hefur
undanfarandi mánuði, muni
haldast. Ef svo verður ekki
breytist margt í þessari áætlun.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á því stærsta. En fjárhagsáætlun-
in fyllir 66 vélritaðar blaðsíður.
Það er full ástæða til að hvetja
áhugamenn um að kynna sér
innihald hennar, því allir stjórn-
málaflokkar í bæjarstjórn munu,
ef af líkum lætur, vera með
kynningu og umræður um hana á
sínum fundum fram að 19. fe-
brúar.
Leiðrétting
Ranglega var sagt í frétt í síð-
ustu viku, að Svanborg Ey-
þórsdóttir í Blómahorninu hefði
keypt húsið að Skólabraut 22,
þar sem hún er að hefja rekstur.
Hið rétta er að hún leigir versl-
unarhúsnæðið af öðrum aðilum,
sem keyptu eignina. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Tölvupappír frá Odda. Diskettur — blekbönd. II BÓKASKEMMAN Stekkjartiolti 8 -10 — Akranesi — Sími 1 28 40 TÆKJALEIGA Nýleg og öflug tæki. Opið alla daga frá kl. 13-22. TÆKJALEIGAN AKRANESI Kirkjubraut 11 8 12950
Múrverk — Flísalagnir ARNARFELL SMIÐJUVÖLLUM 7 — SÍMI 13044 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhölc^. BYGGINGAHÚSIEL) SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044
FERDAÞJÓNUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 — Sími 11940 ^ Einstaklingsferðir — Hópferðir _ ^ Öll almenn farseðlasala WMW 0U inúhiiiiBuninmi Vönduð vimia. Tmfevinna - tilboð. Láriis Guðiónssou , MALARAMMSTARI SIMI 12616 cftir kl. 19 á kvöldin
— Myndir þú nota Hval-
fjarðargöngin verði þau
að veruleika?
Jón Kunólfsson: — Ég mun
örugglega nota göngin.
Logi Guðjónsson: — Það
held ég sé alveg öruggt.
Þórhildur Þorleifsdóttir: —
Að sjálfsögðu, því er fljót-
svarað.
Sigrún Gunnarsdóttir: — Ég
nota þau alveg örugglega.
Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar:
Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs-
fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Áskrift og bókhald:
Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21,
2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170,
300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða