Skagablaðið - 31.01.1991, Qupperneq 8
Spölur hf. - Mutafélag um HvaHjarðargöng stofnað á föstudaginn:
n
Tímamót í samgöngumálum
u
Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, sagði í ræðu sem
hann flutti við stofnun hlutafélags um rannsóknir, fjármögnun og
framkvæmd við fyrirhuguð Hvalfjarðargöng, að mörkuð væru tíma-
mót í samgöngumálum á íslandi. Hlutafélagið hlaut nafnið Spölur hf.
og er hlutafé þess 70 milljónir króna. Heimild er fyrir 30 milljóna
króna aukningu hlutafjár.
Jafnframt stofnun hlutafélags
ins var undirritaður samning-
ur á milli þess og ríkisins, þar
sem Spölur hf. fékk heimild til að
annast rannsóknir, fjármögnun
og framkvæmd verksins. Alþingi
þarf að staðfesta þann samning
áður en hann öðlast gildi að
fullu.
Á stofnfundinum kom m.a.
fram, að nokkrir aðilar hafa sýnt
áhuga á kaupum á hlutafé í félag-
inu. Á meðal þeirra má nefna
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu, Samtök sveitar-
félaga á Vesturlandi og erlenda
aðila.
Hluthafar hins nýja félags eru
alls tíu talsins. Sementsverk-
smiðja ríkisins er stærsti einstaki
hluthafinn með 15,1 milij. króna
stofnframlag. Grundartangahöín
leggur fram 13,2 millj. kr. og ís-
lenska járnblendifélagið 12,6
millj. kr. Aðrir hluthafar eru
Vegagerð ríkisins með 10 milij.
kr. framlag, Akraneskaupstaður
með 7,5 millj., Skilmannahrepp-
ur með sömu upphæð, Krafttak
með 2,3 millj., Istak með 1 millj.
kr., Borgarnesbær með 500 þús-
und og Kjalarneshreppur með
300 þús.
Gylfi Þórðarson, annar fram-
kvæmdastjóra Sementsverk-
smiðju ríkisins, var kjörinn for-
maður stjórnar hins nýja félags.
Aðrir í stjórn eru: Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri, varaformaður,
Jón Hálfdanarson, bæjarfulltrúi
og deildarstjóri rannsóknar- og
þróunarverkefna Islenska járn-
blendifélagsins, ritari og með-
stjórnendur þeir Óli Jón Gunn-
arsson, bæjarstjóri í Borgarnesi,
og Stefán Reynir Kristinsson,
fjármálastjóri íslenska járn-
blendifélagsins.
„Hgfjum vinnslu á
rækju í fébrúaí“
- segir Ásgeir Eríksson hjá Is-Arctic
„Undirbúningur fyrir vinnslu á
rækju er nú að nálgast lokastig
hjá okkur og við reiknum með að
geta hafið framleiðsluna um
miðjan febrúar." sagði Ásgeir
Faþegum Akraborgar fjölgadi um 1% á síðasta ári:
Vantar enn 12.5% til þess
að ná fjlda metársins ’86
Farþegum Akraborgar fjölg-
aði um 1% á síðasta ári borið
saman við árið 1989. Þrátt fyrir
þessa fjölgun er fjöldi farþega
12,5% minni en hann var metár-
ið 1986. Það ár ferðuðust
274.858 farþegar með ferjunni.
Að sögn Helga Ibsen, fram-
kvæmdastjóra Hf. Skalla-
gríms, voru farþegar Akraborgar
244.201 í fyrra. Árið 1989 voru
þeir 241.947. Alls flutti Akra-
borgin 70.107 bíla í fyrra en
69.599 árið áður.
Fjöldi farþega og bíla dróst
saman ár frá ári frá 1986 fram til
Ráðherrarnir Ólafur R. Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon skrifa
undir samninginn.
Eiríksson, framkvæmdastjóri ís-
Arctic, í samtali við Skagablaðið.
Við verðum með tvenns konar
framleiðslu. Annars vegar er
það niðursuða á rækju og hins
vegar niðurlagning. Þá er rækjan
sett í fötur í ákveðnum legi og
seld þannig á neytendamarkað.
Framleiðslan hjá okkur fór
heldur hægar af stað á síðasta ári
en gert var ráð fyrir í upphafi.
Við vildum gefa okkur góðan
tíma til undirbúnings, ekki flana
að neinu, og hefja ekki fram-
leiðsluna fyrr en allt væri til
reiðu. Við hófum starfsemina
með niðurlagningu hrogna í nóv-
ember og desember og einnig
verður unnið við hana í næsta
rnánuði," sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði Is-Arctic verða
með 12 - 15 manns í vinnu þegar
vinnsla rækjunnar hæfist um
miðjan febrúar. Aðallega væri
um að ræða fólk sem hefði unnið
hjá fyrirtækinu áður.
Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri SR, og Gísli Gíslason, bæjar-
stjóri, undirrita samninginn.
ársins 1989. í fyrra varð aukning
í fyrsta sinn frá 1986.
Meðalfjöldi bifreiða í ferð var
24,63 í fyrra en 24,34 árið 1989.
Metárið 1986 var meðalfjöldi
bifreiða í ferð hins vegar 28,04.
Árin 1985 og 1987 voru einnig
góð í þessu tilliti. Árið 1985 var
meðaltalið 27,20 og 28,01 1987.
Idur í báti
Talsverðar skemmdir urðu er eldur kom upp í litlum báti,
Marvin AK 220, þar sem hann lá við bryggju í Akraneshöfn á
föstudagsmorgun. Báturinn var mannlaus.
Slökkviliðið var kallað út um kl. 10.30 og tókst að slökkva eld-
inn á skömmum tíma. Að sögn lögreglu varð talsvert tjón í
lúkar af völdum eldsins. Talið er að kviknað hafi í út frá kabyssu.