Ófeigur - 15.12.1954, Page 3

Ófeigur - 15.12.1954, Page 3
LANDVORN 11. árg. Keykja’ilk, 1954 9.-12. tbl. Hversvegna er stærsti söfnuður landsins kirkjuiaus? Nýlega skýrðu blöðin frá því, að á fimm fyrstu starfs- árum Þjóðleikhússins hafi hálf milljón gesta sótt og séð leiksýningar í þessari nýju byggingu. Árlega koma þangað 100.000 tilheyrendur og áhorfendur, og greiða hátt aðgöngugjald. Áður fyrr voru leiksýningar bæj- arbúa í fundarhúsi þar sem erfitt var að koma við nútíma tækni í leikment, en með byggingu Þjóð- leikhússins var bætt úr tilfinnanlegri vöntun í þessu efni. Sú var líka tíðin, að fullþröngt þótti í Háskólan- um fyrir 100 stúdenta, þegar þeir stunduðu þar nám í fjórum nefndarherbergjum AJþingis og höfðu for- stofu Þinghússins fyrir hátíðarsal. Nú fara nemendur í Háskólanum að nálgast þúsundið. Mikil og fögur húsa- kynni hafa gjörbreytt stúdentalífinu og háskólakennsl- unni á Islandi. Þjóðin hafði tekið óvæntan fjörkipp og reist með snörpu átaki tvær glæsilegar stórbygg- ingar fyrir leiklist og háskólakennslu. Þessar bygg- ingar bættu úr sárri þörf þjóðarinnar. Þær prýða höfuð- bæinn og sanna heimafólki og aðkomumönnum, að þjóðin hefur bæði metnað og þroska til að láta steina í listrænum byggingum tala áhrifamiklu máli til fæddra og ófæddra kynslóða. Fyrir tæplega 30 árum var mér falin forstaða kirkju- mála landsins um nokkurra missera skeið. Á þessum

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.