Ófeigur - 15.12.1954, Síða 4
4
ÓFEIGUR
tíma komu eitt sinn að máli við mig fjórir af kunn-
ustu leiðtogum þjóðkirkjunnar í höfuðborginni og ósk-
uðu eftir lítilsháttar liðveizlu frá minni hendi til að
stíga fyrsta sporið að mikilli kirkjugerð í bænum.
Þessir kirkjuleiðtogar voru Matthías Þórðarson forn-
minjavörður, Pétur Halldórsson síðar borgarstjóri, séra
Sigurbjöm Á. Gíslason og Sigurbjörn Þorkelsson, síðar
forstjóri kirkjugarðanna í Reykjavík. Þessir fjórir
áhrifamenn þjóðkirkjunnar í höfuðborginni fullyrtu við
mig', að í þessum hraðvaxandi bæ þyrfti að reisa stóra
og glæsilega kirkju í austurbænum. Þeir sögðust vilja
láta byggja þessa nýju kirkju á hæsta stað í bænum,
á Skólavörðuhæðinni. Þessi kirkja átti að starfa við
híið dómkirkjunnar í miðbænum. Fjórmenningarnir
sögðust vilja vanda undirbúning þessarar.kirkjugerðar
svo sem mest mætti, og byrja með því að hafa sam-
keppni um gerð og útlit hennar. Þeir fóru fram á við
mig að útvega frá ríkinu nokkra fjárhæð, sem sóknar-
nefndin mætti síðar nota til að greiða verðlaun fyrir
teikningu að nýrri stórkirkju á Skólavörðuhæð. Mér
virtist fjórmenningarnir hafa með höndum gott og
merkilegt málefni og ég útvegaði þeim í verðlauna
gerðina fjárhæð, er nema mundi tíu þúsund krónum
í núgildandi peningum. Nokkrir reynslulitlir húsameist-
arar tóku þátt í samkeppninni og einn þeirra, Ágúst
Pálsson, er síðar teiknaði og byggði Neskirkju, fékk
önnur verðlaun fyrir sviplítinn uppdrátt að nýrri kirkju,
en sóknarnefndin var einhuga um, að ekki væri unnt
að byggja eftir neinni af þessum teikningum. Sóknar-
nefndin reyndi samkeppnisleiðina í annað sinn, en
árangurslaust. Hina ungu byggingafræðinga lands-
ins, sem buðu aðstoð sína við þessa kirkjugerð, vant-
aði fyrst og fremst kirkjulegan áhuga og þá trú að
hér væri verk að vinna, sem þeir gætu leyst af hendi.
Þeir gátu byggt fundarhús, en ekki guðshús. Víða í
landinu, svo sem á Akureyri og í Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd, freistuðust safnaðarstjórnirnar til að fá við-
hlítandi kirkjuteikningar með samkeppni, en fóru hvar-
vetna bónleiðar til búða. Gekk svo á öllum þessum stöð-
um, að forstöðumenn safnaðanna leituðu að síðustu til
Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins, um að-
stoð í þessu efni. Leysti hann vandann á öllum þess-
um þrem stöðum, auk þess sem hann byggði um sama