Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 Hendum of miklu af mat Gert er ráð fyrir því að þriðjungi alls matar sem er fram- leiddur í heiminum sé hent. Bæði heim- ili og fyrirtæki þurfa að taka sig á til að sporna við matarsóun. ➛ 10 5,8 Tonnum af matvælum er hent af Reykvík- ingum á hverju ári. GRILLJÓN ástæður til að grilla VIÐSKIPTI Kortavelta ferðamanna hér á landi var meiri í júní en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma fækkar farþegum sem fara í gegnum Kefla- víkurflugvöll um fjórðung frá því í fyrra. Samkvæmt tölum Rannsóknar- seturs verslunarinnar var 0,8 pró- sent aukning í kortaveltu í júní- mánuði frá því í fyrra. Lítils háttar samdráttur var í gistiþjónustu og bílaleigu. Aukning í dagvöruversl- un í júní í ár nam 25,7 prósentum miðað við júní í fyrra. Alls nam aukningin 20,2 prósentum í verslun. Ferðamenn eyddu sömuleiðis 9,1 prósenti meira í bensín heldur en á sama tíma í fyrra. S a m k v æ m t t ö l u m Isavia fóru 787 þúsund manns um Kef lavíkur- f lug völl í júní síðast- liðnum. Það er 27,65% færri en á sama tíma í fyrra. Skipti farþegum fækkar mest eða um 46 prósent milli ára. Erlendir ferðamenn voru 194 þúsund, sem er 16,7 prósent fækkun milli ára. „Þetta þýðir að hver ferðamaður eyddi tæplega 9 prósentum meira í eigin mynt og 23 prósentum meira af krónum í ferð sinni hér á landi í júní en á sama tíma í fyrra,“ segir Halldór Kári Sigurðarson, sér- fræðingur í Greiningardeild Arion banka. Þetta séu ánægjulegar fréttir í ljósi þess að tekjusamdráttur þjóð- arbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. „Þetta eru mjög sterkar tölur fyrir ferðaþjónustuna og svo virðist sem samsetning ferðamanna í ár sé hag- felldari en í fyrra,“ segir Halldór Kári. – ab Ferðamenn eyða meiru STJÓRNSÝSLA Seðlabanki Íslands er skyldur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning bankans um námsleyfi starfsmanns sam- kvæmt niðurstöðu úrskurðar- nefndar. Í úrskurði segir að hags- munir almennings vegi þyngra en hagsmunir bankans og starfs- mannsins. Bankinn af hendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðarins. Að mati bank- ans gæti orðspor hans skerst með óbætanlegum hætti verði skjalið gert opinbert. Verði fallist á frestun réttaráhrifa þarf bankinn að vísa málinu til dómstóla innan sjö daga. Átta mánuðir eru frá því að blaða- maðurinn óskaði fyrst eftir skjalinu frá bankanum. – aá, ab / sjá síðu 4 Seðlabankinn gefur sig ekki 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 1 -4 F E 0 2 3 7 1 -4 E A 4 2 3 7 1 -4 D 6 8 2 3 7 1 -4 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.