Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 18.07.2019, Qupperneq 18
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunar- lausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Baráttan gegn Hvalár- virkjun er um leið atlaga gegn brýnni innviðaupp- byggingu á Vestfjörðum. Skýrsla frá Landsneti rataði í fréttir á dög-unum en þar er varað við raforkuskorti hér á landi innan þriggja ára. Þetta er vitanlega allnokkur frétt sem vekur um leið margar spurningar. Ein er sú af hverju ekki hefur verið varað alvarlega við þessum skorti fyrr. Vitanlega er ekki hægt að ætlast til að Landsnets- menn og aðrir í orkugeiranum búi yfir skyggnigáfu en ef svo mikil hætta er á orkuskorti hefði ekki mátt sjá hann fyrir svo miklu fyrr? Varla vöknuðu menn upp einn daginn og fengu vitrun frá æðri máttarvöldum um orkuskort á Íslandi innan örfárra ára og flýttu sér að koma þeim mikilvægu upplýsingum í skýrslu. Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeir- anum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upp- lýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á raf- magni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábend- ingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð. Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almenn- ings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“ Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunar- lausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd. Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonar- glætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkis- stjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkj- andi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé. Hræðsluáróður Í upphafi árs 2013 samþykkti Alþingi 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hafði málefnið þá verið í meðförum þingsins í nær þrjá áratugi eða frá árinu 1985. Hvalár- virkjun í Ófeigsfirði á Ströndum er í nýtingarflokki áætlunarinnar. Um það leyti sem rammaáætlun var að taka á sig endanlega mynd fyrir sex árum hafði þjóðþekktur baráttumaður fyrir náttúruvernd á orði að með áætluninni skapaðist „vitrænn og skipulegur far- vegur“ til skoðanaskipta sem væri „grundvöllur siðaðs lýðræðisþjóðfélags“. Þessi orð rifjast upp í þeirri miklu og óvægnu orra- hríð sem nú er háð gegn uppbyggingu Hvalárvirkj- unar og þeim sem að henni standa. Baráttan gegn Hvalárvirkjun er um leið atlaga gegn brýnni innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Því er meðal annars lýst yfir af náttúruverndarsamtökum að einskis verði látið ófreistað til að stöðva virkjun- aráformin. Helgar tilgangurinn mögulega öll meðul – bæði lögmæt og ólögmæt? Aðferðafræði þeirra sem hæst láta felst helst í skæðadrífu órökstuddra fullyrðinga og aðdróttana sem ítrekað er vitnað til sem algildra sanninda með tilheyrandi tilfinningahita. Slíkur hamagangur getur komið róti á hugi margra en verður seint talinn far- sæll farvegur fyrir skoðanaskipti. Stærstu samtökin í þessum efnum, Landvernd, ganga síðan svo langt að saka virkjunaraðila um lögbrot. Það eru alvarlegar ásakanir. Rammaáætlun er málamiðlun þar sem saman eru vegnir heildarhagsmunir með landið allt undir smásjánni. Slíkum málamiðlunum getur verið erfitt að una en þær eru engu að síður grundvöllur í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Pólitíkin getur kollvarpað þeim og sett nýjar leikreglur. Meðan það er ekki gert er okkur skylt að hlíta þeim leikreglum sem hafa verið settar. Þeir sem hamast mest gegn Hvalárvirkjun mættu hafa það í huga að sé nýtingarflokkur rammaáætlun- ar að engu hafður er líklegt að hin mikilvæga vernd, sem í áætluninni felst, komist einnig í uppnám. Allt í uppnámi? Birna Lárusdóttir upplýsingafull- trúi VesturVerks á Ísafirði Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta Stóra VIP-miðamálið Degi B. Eggertssyni virðist ekki hafa tekist að eyða stóra VIP- miðamálinu með yfirlýsingu um að fréttaflutningur Hringbraut- ar af eftirlitsboðsferð hans á Secret Solstice-tónlistarhátíðina væri villandi. Á Hringbraut var ákveðið að höggva aftur í sama knérunn með því að birta upp- töku af símtali blaðamanns við framkvæmdastjóra hátíðarinnar sem gerir ósköp lítið fyrir yfir- lýsingu hans, sem borgarstjóri deildi á samfélagsmiðlum, um fjarstæðukenndan miðaverð- samanburð Hringbrautar. Málið sett á ís Í VIP-horninu á Dagur vaskan hauk í Birni Inga Hrafnssyni sem freistaði þess að lægja „hneykslunarbylgjuna“, eins og hann kallar málið, með því að stíga fast á bremsuna á Face book. „Það er ekki neinn skandall að borgarstjóri fái boðsmiða á stóra tónlistarhá- tíð í borginni og nýti sér þá,“ skrifaði hann og bætti við að Dagur hefði ekki þegið miðana í „auðgunarskyni“ heldur til þess að sinna skyldum sínum. Þá bendir borgarfulltrúinn fyrr- verandi á að slíkt sé alþekkt um allan heim og leggur til að fólk rói sig með því að fá sér ís. „Jafn- vel með dýfu og kókos.“ Gæti komið sér vel að hafa VIP-miða í ísbúðina ef fjöldinn tekur Björn Inga á orðinu. arib@frettabladid.is toti@frettabladid.is 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 1 -8 6 3 0 2 3 7 1 -8 4 F 4 2 3 7 1 -8 3 B 8 2 3 7 1 -8 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.