Fréttablaðið - 18.07.2019, Síða 26
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Það að fá sér húðflúr er alls ekki nýtt af nálinni en stíllinn breytist eftir því sem er í
tísku hverju sinni. Brynjar segist
taka eftir að fólk sé oftar að fá sér
fíngerðari og einfaldari húðflúr en
áður. „Það er tískan í dag. En fólk
hættir samt aldrei að fá sér þessi
stóru, flóknu húðflúr, þannig að
það er allur gangur á því.“
Að sögn Brynjars kemur fín
gerðari hönnun húðflúra úr
rússneskum fangelsum. „Þetta eru
rússnesk fangelsishúðflúr þar sem
fangar voru kannski bara með einn
gítarstreng til að húðflúra og þurftu
að gera fíngerðari húðflúr. Þessi
stíll er að koma aftur núna.“ Brynjar
segir að stíllinn hafi þróast mikið í
gegnum tíðina. Hann einkennist af
því að aðeins er notuð ein nál til að
gera útlínur og skyggingar. Þannig
næst að gera fíngerð smáatriði í
húðflúrunum.
Breiðari aldurshópur
fær sér húðflúr
Sjálfur hefur Brynjar verið að
húðflúra í þrjú ár. Hann og Óliver
Þór Davíðsson vinur hans opnuðu
saman Apollo Ink í fyrrahaust sem
hefur verið vinsæl húðflúrstofa
síðan. Brynjar tekur eftir að for
dómar gagnvart húðflúrum eru að
minnka og fleiri hópar farnir að fá
sér húðflúr. „Það er mikil vakning í
gangi. Það er líka breiðari aldurs
hópur að fá sér húðflúr, til dæmis
var ég að húðflúra einn mann um
daginn sem var að fá sér sitt fyrsta
og hann er 72 ára gamall. Mér finnst
þessi heimur vera að opnast og fleiri
farnir að spá í að fá sér húðflúr.“
Þó Brynjar eigi sjálfur erfitt með
að finna fyrir fordómum, þar sem
hann er í kringum húðflúrara og
fólk að fá sér húðflúr daginn út og
daginn inn, þá segist hann samt
taka eftir að forvitnin hjá breiðari
hópi fólks er að vakna. „Fólk sem
hafði kannski fordóma gagnvart
þessu þegar ég var að byrja og leit á
húðflúr sem eitthvað tabú, er orðið
forvitnara um hvernig húðflúrin
eru gerð og hvort einstaklingar eru
með vel gerð húðflúr. Áður var fólk
Rússnesk fangelsishúðflúr í tísku
Brynjar, sem er
vinstra megin,
og Óliver hafa
rekið húðflúrs-
stofu saman frá
því í nóvember
2018.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Óliver er hér að húðflúra nautgripahöfuðkúpu á kúnna.
Nike-skór eftir Brynjar er
gott dæmi um fíngerðan
stíl húðflúra sem verður
æ vinsælli.
Brynjar og Oliver leggja
mikið upp úr því að gera
hvert og eitt húðflúr ein-
stakt.
Brynjar Björnsson
á Apollo Ink er
með húðflúrs-
tískuna á hreinu.
að dæma aðra fyrir að vera með
húðflúr, en núna er fólk dæmt eftir
hvernig húðflúrin eru gerð. Hvort
þau eru snyrtileg, hvert viðfangs
efnið er og svo framvegis. Það mun
kannski frekar spila inn í atvinnu
viðtöl framtíðarinnar, ekki hvort
þú ert með húðflúr eða ekki heldur
hvort þú leggur metnað í húðflúrin
þín.“
Heimagerð húðflúr varasöm
Vegna aukinna vinsælda húðflúrs
og aukins aðgengis að húðflúrs
tækjum á netinu eru fleiri farnir að
vinna heimagerð húðflúr. Brynjar
hefur áhyggjur af þessari þróun
enda þurfa húðflúrarar að fylgja
ströngum hreinlætisreglum. „Húð
flúrarar þurfa að sækja námskeið
hjá Landlæknisembættinu og vera í
vottaðri aðstöðu af bæði byggingar
eftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu.
Hver og einn þarf að afla sér reynslu
og þekkingar frá öðrum húðflúr
urum um hvernig á að undirbúa
svæðið og húðina. Ég skil alveg að
fólk hafi áhuga á þessu og vilji læra
þetta sjálft, en maður á að gera þetta
skynsamlega og undir leiðsögn
einhvers. Maður getur sótt um á
húðflúrsstofum og fengið kennslu
hjá reyndum húðflúrurum.“ Til að
sækja um að vera lærlingur á húð
flúrsstofu mætir maður vanalega
með möppu fulla af teikningum og
listaverkum til að sýna fram á ein
hverja hæfileika og listræna taug.
Því miður er hvergi til formlegur
húðflúraraskóli en það er hægt að
sækja ýmis námskeið hvar sem er í
heiminum. „Þetta er ekki lögvernd
að starfsheiti. Til að læra þarftu að
fara á stofu og vinna undir leiðsögn
meistara sem kennir þér á hlutina,
en þú getur ekki fengið starfstitilinn
húðflúrari í gegnum eitthvert nám.
Það eru vissulega til einhver nám
skeið á Balí til dæmis þar sem maður
fer í einn eða þrjá mánuði til að læra
að húðflúra, en maður fær alla þessa
kennslu ef maður sækir um á stofu
sem lærlingur. Það virkar alltaf best.“
Ráðleggur fólki að láta vaða
Til þeirra sem eru að spá í að fá
sér húðflúr segir Brynjar að svo
lengi sem manni finnst húðflúrið
flott ætti maður bara að láta vaða.
„Hvort sem það þýðir eitthvað fyrir
þig eða ekki. Ef þú ætlar að fá þér
húðflúr, talaðu bara við húðflúrara
sem getur unnið með þér í að vinna
og teikna hugmyndina. Húðflúrar
inn sér hvernig húðflúrið getur litið
betur út og hvernig það mun koma
út á húð.“
Oft kemur fólk inn á húðflúrs
stofur og vill fá eitthvert ákveðið
húðflúr af Pinterest eða Insta
gram. „Okkur hjá Apollo Ink líður
ekki vel með að gera bara eitthvað
sem einhver annar hefur gert. Við
viljum gera sérstakt húðflúr fyrir
hvern og einn. Við viljum ekki stela
hugmynd eða list einhvers annars
heldur skapa okkar eigin. Fólk má
alveg vera opið fyrir breytingum og
hjálpa okkur að gera húðflúrið að
þeirra eigin.“
Rússnesk fangelsishúðflúr einkenn-
ast af því að aðeins er notuð ein nál.
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
GÖTUHJÓL · FJALLAHJÓL · BARNAH
JÓL
GÁMASALA!
AÐEINS 3 DAGAR EFTIR!
15. - 20. JÚLÍ Í FAXAFENIHJÓLAÐU Í
NÝTT
HJÓL! VAXTALAUS
KORTALÁN*
*VAXTALAUS KORTALÁN TIL ALLT AÐ 6 MÁNAÐA - LÁNTÖKUGJALD ER INNHEIMT VEGNA KORTALÁNA
FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
1
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
1
-5
E
B
0
2
3
7
1
-5
D
7
4
2
3
7
1
-5
C
3
8
2
3
7
1
-5
A
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K