Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 38
Fyrsta stóra sýningin á Íslandi á verkum breska hönnuðarins Williams Morris (1834-1896) stendur yfir á Kjar-valsstöðum. Sýningin er unnin í samstarfi við William Morris Gallery í London og Milles- gärden í Stokkhólmi. Ævistarf Morris var fjölbreytt en hann fékkst meðal annars við hönnun og skáldskap. Morris kom tvisvar til Íslands, árið 1871 og 1873. Hann vann að þýðingum á Íslendinga- sögunum í samvinnu við Eirík Magnússon, fræðimann í Cam- bridge. „Á sýningunni er lítið Íslands- horn og þar eru gripir sem William Morris keypti eða áskotnaðist hér á landi og eru nú hluti af safneigninni í Morris-galleríinu. Þar á meðal eru afar fallega útskornar skeiðar og tóbakshorn,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur. „Stór útsaums- verk með munstrum eftir Morris eru áberandi á sýningunni. Þau eru mest bróderuð af Jane, eiginkonu Morris, og dótturinni May en líka Morris sjálfum. Við sýnum líka ótrúlega fallegar frumteikningar af hönnun Morris á munstrum sem eru enn í dag víðfræg, einkum sem veggfóður og textíll. Sjá má ýmsar gerðir veggfóðurs, allt frá fyrsta veggfóðrinu sem Morris hannaði til veggfóðurs sem May Morris hannaði en hún tók við fyrirtækinu Morris & Co. eftir daga föður síns. Á sýningunni er hægt að kynnast gömlum aðferðum við að þrykkja munstur á veggfóður.“ Ákveðin sjálfbærni Morris og félagar hans stofnuðu fyrirtækið Morris & Co. utan um þá hugmynd að það ætti að við- halda vönduðu handverki. „Sú hugmynd var andsvar við iðn- byltingunni og fjöldaframleiðslu. Mér finnst áhugavert að skoða hugmyndafræði þeirra í samhengi við hugmyndir okkar samtíma um vistvæna hönnun og vandað hand- verk þar sem hönnuðir eru nálægt framleiðsluferlinu og uppspretta efniviðarins og framleiðslan eru nálægt markaðnum. Þetta var ein- mitt hugsun Morris og félaga sem lögðu þannig áherslu á ákveðna sjálf bærni,“ segir Ólöf. Auk útsaumsverka og veggfóðurs eru á sýningunni húsgögn, f lísar, steindir gluggar og vandaðar og vel hannaðar bækur sem voru gefnar út af bókaútgáfu Morris, Kelmscott Press, og hannaðar af honum. Á meðal bókanna má nefna þýðingar Morris og Eiríks Magnússonar á Völsungasögu. „Bæði William Morris og dóttir hans May færðu Íslendingum bókagjafir og á sýn- ingunni eru vandaðar síður varð- veittar á Landsbókasafni Íslands,“ segir Ólöf. Sterkar tilfinningar Það sem einna mesta athygli hlýtur að vekja á sýningunni eru undur- fagrar myndir listamannsins Dante Gabriel Rossetti af Jane Morris, eiginkonu Williams Morris. Einnig er þar að finna teikningar Rossetti af miðaldahermönnum. „Rossetti var einn af höfuðlistamönnum Breta á síðari hluta 19. aldar og for- vígismaður pre-rafaelítahreyfingar- innar sem var hreyfing listamanna sem horfðu til fortíðar og stóðu nokkuð utan við meginstrauma síns tíma. Morris og Rossetti voru miklir vinir og skoðanabræður, með sameiginlegan áhuga á mið- öldum,“ segir Ólöf. „Jane og Ross- etti voru elskendur þó svo að Morris og hún væru hjón. Í myndunum af Jane sér maður opinberast sterkar tilfinningar. Þetta eru ótrúlega rómantískar og fallegar myndir,“ segir Ólöf. „Þegar William Morris fór til Íslands í fyrsta sinn 1871 þá gerði hann það vitandi að hann væri að skilja eftir konuna sína og elskhuga hennar. Það sem rak hann til Íslands var fyrst og fremst áhugi á norðrinu og að skoða sagnaslóðir Íslendingasagna en ferðin hefur örugglega líka verið hvíld frá til- finningaþrungnu heimilislífi en þau bjuggu öll saman.“ Morris og Sölvi Sannir fagurkerar ættu að gera sér ferð á Kjarvalsstaði því auk hinnar merkilegu Morris-sýningar, Alræði fegurðar!, er þar sýning með gríp- andi blómamyndum Kjarvals sem myndlistarmaðurinn Eggert Pét- ursson hefur valið og önnur sýning á verkum Sölva Helgasonar sem enginn ætti að missa af. „Þegar var orðið ljóst að við fengj- um Morris-sýninguna á þessum tíma sá ég ákveðið tækifæri til að sýna verk Sölva á sama tíma. Það eru fjórtán ár sem skilja Morris og Sölva að en þeir eru gjörólíkir menn. Morris var vel mennt- aður, kominn af vel megandi fólki og var alinn upp við bestu aðstæður. Hann var í hringiðu menningarlífsins í Bretlandi, gekk í háskóla, lærði um tíma arkitektúr og rithöfundur og félagslega þenkjandi. Sölvi var ómenntaður alþýðumaður og f lækingur á Íslandi, jaðarmaður sem naut aldrei virðingar fyrir sín einstöku verk. Það er ótrúlegt að sjá hvað verk þeirra liggja fallega saman,“ segir Ólöf. Hrífandi sýning á verkum Williams Morris Sýning á verkum breska hönnuðarins á Kjarvalsstöðum. Frumteikningar af hönnun á munstrum, út- saumsverk og veggfóður, auk alls kyns gripa eru þar til sýnis. Einnig undirfallegar myndir Rossettis. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Séð yfir salinn. Myndir eftir Rossetti eru á munstraða veggnum. Ólöf Kristín Sigurðardóttir er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en sýningin á verkum Wiliams Morris er á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þetta er fyrsta stóra sýningin á verkum Morris hér á landi. Sýningin er einstaklega falleg og hlýtur að gleðja alla fagurkera. MÉR FINNST ÁHUGA- VERT AÐ SKOÐA HUGMYNDAFRÆÐI ÞEIRRA Í SAMHENGI VIÐ HUGMYNDIR OKKAR SAMTÍMA UM VIST- VÆNA HÖNNUN. 1 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 1 -5 4 D 0 2 3 7 1 -5 3 9 4 2 3 7 1 -5 2 5 8 2 3 7 1 -5 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.