Bæjarblaðið - 08.03.1980, Side 2
BœJorbladid
3. tbl. 2. árg. 8. mars 1980.
Otgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106, 300 Akranes ?? 93-2660
Ritstjórn:
Haraldur Bjarnason, Sigþór Eiríksson, Andrés Ólafsson
og Gunnlaugur Björnsson.
Aðstoð: Sigurður Sverrisson.
Er strætó á Akranesi?
Skólamál hafa mikið verið í sviðsljósinu nú hin síð-
ari ár. Umræða þar að lútandi hefur einkum verið í
þá áttina að meta kosti og galla hins sænskættaða
skólakerfis sem hér hefur verið tekið upp. Eins og
í flestum málum þá skiptast menn nokkuð í tvo hópa
í þessari umræðu. Finnst sumum þetta kerfi vera til
mikilla bóta, en aðrir benda á, að þetta hið sama
kerfi sé nú þegar búið að ganga sér til húðar í heima-
lendi sínu.
En það var ekki ætlunin að meta hér þau lóð er hvor
hópurinn um sig hefur lagt á sína vogarskál, heldur
skal f jallað um annað atriði þessu skylt.
Á síðustu árum hefur Akranesbær þanist geysi-
hratt út og er nú svo komið að mörg skólabarna þurfa
um langan veg að fara til þess að geta stundað sitt
nám. Til þess að spara þeim sporin og auðvelda þeim
ferðirnar hefur nú um nokkurt skeið verið starfrækt-
ur skólabíll og hefur hann komið í góðar þarfir. Hins
vegar er þessari þjónustu við skólabörn í ýmsu ábóta-
vant og má í því sambandi sérstaklega benda á að
hvergi á leið bílsins er biðskýli er leita má skjóls í,
í slæmum veðrum. Það er allt annað en gaman að
þurfa að standa á bersvæði í illviðrum og getur oft á
tíðum verið allt annað en auðvelt. Því ættu bæjaryfir-
völd að sjá sóma sinn í því að reisa biðskýli á mann-
flestu viðkomustöðvum bifreiarinnar og leyfum við
okkur að stinga upp á einu inn á Grundum, öðru við
Garðabraut og því þriðja við Grunnskólann sjálfann.
Annað er það, sem í þessum umferðarmálum er
mjög ábótavant. Og það er vöntun á merktum gang-
brautum bæði við Garðabraut og Stillholt. Enginn
vafi leikur á því að með tilkomu þeirra ykist öryggi
allra viðkomandi til mikilla muna, það er að segja
bæði gangandi vegfarenda og ökumanna.
Við skulum vona að ákvarðanir um þessi mál verði
teknar sem fyrst og að viðkomandi aðilar hafi í huga
við ákvarðanatöku málsháttinn um brunninn og barn-
ið.
TII sölu
Eumig 820 Sonomatic sýningar
véi, super 8. Ársgömul, vel með
farin. Uppl. hjá Lars, v.s. 2712.
2
Húsnœði
Herbergi eða lítil íbúð óskast til
leigu sem allra fyrst. Upplýsing-
ar hjá Lars, v.sími 2712.
FASTEIGNIR
2ja herbergja íbúð u.þ.b. 70 m2 að stærð í tvíbýlishúsi.
BJARKARGRUND
Einbýlishús ásamt bifreiðageymslu, 173 m2 að stærö
DALBRAUT
Raðhús ásamt bifreiðageymslu, u.þ.b. 130 m2 að stærð. For-
stofa, stór stofa, stórt hol, 3 svefnherbergi, eldhús með nýrri
innréttingu, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Nær fullfrá-
gengið. Frágengin lóð.
GARÐABRAUT
Raðhús 138-140 m2 auk bifreiðageymsiu. Stofur tvær, hol, 4
svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
Húsið er fullfrágengið og lóð ræktuð. Stofur og gangar teppa-
lagðir. Mjög góð eign.
3ja herbergja íbúð á 3ju hæð í blokk,
HEIÐARBRAUT
4ra herbergja íbúð á efri hæð í timburhúsi.
JAÐARSBRAUT
3ja herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, 100-110 m2 að
stærð. Bifreiðageymsla.
KRÓKATUN
5 herbergja íbúð á néðri hæð í tvíbýlishúsi, 124 m2 að stærð.
4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Bifreiðageymsla.
KIRKJUBRAUT
4ra herbergja íbúð á efri hæð. Stórt geymsluloft fylgir auk
bifreiðageymslu.
SANDABRAUT
3ja herbergja íbúð u.þ.b. 90 m2 að stærð á efri hæð í tvíbýlis-
húsi.
SKARÐSBRAUT
4ra herbergja íbúðir 2 á annarri hæð í blokk.
3ja herbergja íbúð á 3ju hæð í blokk.
SUÐURGATA
5 herbergja íbúð á 2. hæð í eldra húsi.
SKÓLABRAUT
3ja herbergja íbúð á tveimur hæðum í eldra húsi.
VALLHOLT
6 herbergja íbúð u.þ.b. 128 m2 að stærð nettó á efstu hæð í
þríbýlishúsi. Bifreiðageymsluréttur, 2 stofur, 3 svefnherbergi,
forstofuherbergi, stórt eldhús, þvottahús ásamt búri á hæðinni
og baðherbergi nýuppgert. Geymsla í kjallara. Teppalögð.
Sérinngangur.
4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi u.þ.b. 130 m2 að
stærð. Bifreiðageymsluplata steypt.
VESTURGATA
Einbýlishús á 2 hæðum auk bifreiðageymslu.
Einbýlishús á 2 hæðum auk geymslukjallara að hluta. Bif-
reiðageymsluréttur.
JÖRUNDARHOLT
Einbýlishús fokheld, 130 m2 auk bifreiðageymslu. Húsin af-
hendast frágengin að utan með gleri og útidyrahurðum, þó
ekki bifreiðageymsluhurð. Lóð grófjöfnuð. Fast verð. Teikn-
ingar á skrifstofunni.
Raðhús fokheld einnig í Jörundarholti væntanleg í sölu mjög
fljótlega, u.þ.b. 130 m2 að stærð auk bifreiðageymslu. Fast
verð frá undirskrift samnings. Teikningar á skrifstofunni.
Eignir af öllum gerðum og stærðum óskast á skrá.
Ýmsir möguleikar á eignaskiptum fyrir hendi, sé áhugi fyrir
slíku.
Áhersla lögð á nákvæma og vandaða skjalagerð.
Opið yfir helgina.
Aðstoð veitt við gerð og frágang skattframtala.
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
VESTURLANDS
Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Jón Sveinsson, hdl.
nafnnr. 5192-1356.