Bæjarblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 3

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 3
Stangaveiðifélagið bætir við sig ám - Rœtt við Benedikt Jónmundsson formann S.V.F.A. „Verðbólgan kemur þar við sem annarsstaðar", sagði Bene- dikt Jónmundsson, formaður Stangaveiðifélags Akraness, er hann var inntur eftir hinu ört hækkandi verði á ieigu Laxveiði- áa. „Það má segja að verðbólg- an sé að gera stangaveiði að munaði. Einnig á þar stóran þátt í hin mikla samkeppni íslenskra aðila um sömu árnar. Hér á Vesturlandi veiddust um 39% af þeim laxi er kom á land 1979. Hér er bæði átt við laxa veidda í net og á stöng. Stærstu og afla- mestu árnar eru leigðar útlend- ingum eða umboðsaðilum þeirra. Skapar þetta þrengri markað fyr- ir íslendinga og um leið hættu á því að þeir yfirbjóði hver ann- an þar til í óefni er komið, til að fá eitthvað til að renna í, fyrir sína félagsmenn". Ofangreint kom fram er Bæjar- blaðið lagði leíð sína til Bene- dikts, fyrr í vikunni, tii að fá hjá honum fréttir af síðast veiði- ári og hvað framundan væri. En eins og fyrr sagði er Benedikt formaður Stangaveiðifélagsins, með honum í stjórn eru: Ársæll Valdimarsson, varaformaður, Ár- sæll Jónsson, ritari, Tómas Run- ólfsson, gjaldkeri og Rórður Árnason, meðstjórnandi. Þá kom fram hjá Benedikt, að starfi stjórnar mætti skipta í fjögur höfuðatriði: 1. Að taka á Þessi mynd er tekin þegar verið var að reisa nýja veiðihúsið við Flekkudalsá. Hús þetta var keypt erlendis frá, en félagsmenn sáu síðan um að reisa húsið í sjálfboðavinnu. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ársæll Jónsson, Engilbert Guðjónsson, Guðni Eyjólfsson og Benedikt Jónmundsson. AKRANESKAUPSTAÐUR Prjónavélar Til sölu eru prjónavélar Jacquards Mask- iner Boras. 1 stk. BORE 14 W-35 breidd 140 cm 3.5 1 stk. BORE 2 K-18-35 breidd 178 cm 3.5 1 stk. BORE 2 K-18-P25 breidd 178 cm 2.5 1 stk. BORE breidd 120 cm. 2.5 Auk þess 2 stk. NOVA gufustraujárn með gufukút. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 1211, eða á skrifstofunni Kirkju- braut 2. Bæ j artæknif ræðingur leigu veiðiár til afnota fyrir fé- lagsmenn, eða framleigja, ef veiðivötn eru ekki fullnotuð. 2. Vinna á móti því að notaðar séu veiðiaðferðir sem eru ólög- legar, eða líklegar til að spilla stangaveiði. 3. Að auka félags- lyndi og samvinnu þeirra manna er áhuga hafa á stangaveiði. 4. Að veita félagsmönnum sínum fræðslu um lax- og silungsveið- ar eftir því sem við verður kom- ið. Starfandi er nefnd í félaginu, svonefnd „Flugukastnefnd". Hún annast kennslu í fluguköstum, en með tilkomu íþróttahússins varð aðstaða flugukastæfinga mun betri. Nefndin mun hugsa sér til hreyfings með vorinu, en for- maður hennar er Ólafur Ólafs- son. Stangaveiðifélagið var með tvær ár á Ieigu á síðasta ári. Það voru Andakílsá og Flekku- dalsá á Fellsströnd. Alls veidd- ust 650 laxar í þeim á síðast- liðnu ári. Veitt var á flugu og maðk. Úr Flekkudalsá komu 510 laxar, en Andakílsánni hrakaði aftur á móti, en þar komu aðeins 139 laxar á land. Á hverju ári eru veitt verðlaun fyrir stærstu veiddu laxana. Þessi verðlaun hlutu, fyrir árið 1979, Bjarni Kristófersson fyrir stærsta laxinn, Bjarni fékk einn- ig verðlaun fyrir stærsta laxinn veiddan á flugu. Tengdadóttir Bjarna, Sigurlína Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir stærsta lax- inn veiddan af félagskonu. Á þessu ári verður félags- mönnum boðið upp á þrjár ár, en stjórnin hefur alltaf vakandi Gamla húsið, sem var við Flekku- dalsá var flutt að Andakilsá. Hér er húsið komið á vörubíl við Flekkudalsá. Á myndinni má greina þá, Ólaf Ólafsson, Ólaf Guðjónsson, Guðjón Jónsson og Ársæl Valdimarsson. Upp á hús- inu er svo Helgi Guðnason. auga með ef eitthvað fleira býðst, að sögn formanns. Þessar ár eru Andakílsá og Flekkudalsá sem fyrr, og Víkurrá, en sú bæt- ist nú við. Sú á er rétt hjá Guð- laugsvík í -leiðinni norður á Strandir. í þeirri á verða leyfðar 2 stangir. í fyrra veiddust um 220 laxar í henni. Að lokum spurðum við Bene- dikt hvenær fyrirhugað væri að selja veiðileyfin? „Þau verða seld fimmtudaginn 3. apríl, þ.e. á Skírdag. Bæjarblaðið þakkar Benedikt fyrir fróðlegt spjall. Frá flngakastnefnd S.V.F.A. Áhugamenn um stangaveiði og þeir sem hafa áhuga á að læra flugukast, eru beðnir að fylgjast með til- kynningu sem væntanlega birtist í næsta tölublaði Bæjarblaðsins. Þar mun verða sagt írá æfingadögum. Flugukastnefnd Tíl sölu Til sölu er húseignin Skólabraut 21, 2. hæð sem er 168 fermetrar að stærð.- Hentugt sem skrifstofuhúsnæði og fyrir félagasamtök. Upplýsingar veitir Örlygur Stefánsson í síma 2007 og eftir kl. 18 í síma 2566. 3

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.