Bæjarblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 4

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 4
Nú þegar Olympíuárið er nýlega gengið í garð með til- heyrandi innrásum og ofbeldi er ekki úr vegi að leiða hug- ann að þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í íþróttum og þá einkum og sér í lagi í knattspyrnunni. Útsendarar erlendra félaga eru hér á hverju strái og laða íslenska knattspyrnumenn til sín — oft með hlægilega lágum til- boðum. íslenskir knattspyrnu- menn eru ekkert öðruvísi en aðrir þjóðfélagsþegnar og til- hugsunin um gott veður og e.t.v. auðtekna peninga er venjulega það sem ræður úr- slitum. Pað skiptir orðið litlu máli hvo.rt viðkomandi félag er í 3. deild í Svíþjóð ellegar í 1. deild í Hollandi. Og lái þessum mönnum hver sem vili. Streitan og lífsgæðakapp- hlaupið í þessu þjóðfélagi eru orðin slík að beinlínis er kynt undir landflótta. Fólk er orðið uppgefið á þessu sífellda kapphlaupi um veraldleg gæði og tekur því fegins hendi ef tilbreyting býðst. Knatt- spyrnumenn eru í dálítið sér- stakri aðstöðu í þessu tilviki enda flykkjast þeir til útlanda og nú er Svíþjóð helsta Para- dísin. Hvað á að gera til að stöðva þessa þróun? Pað er úr vöndu að ráða. Ekki er hægt að skerða ferðafrelsi leikmanna. Getur ísland — áhugamanna- ríkið sjálft — farið að krefj- ast peninga fyrir þessa leik- menn? Eiga knattspyrnufélög- in e.t.v. að koma í auknum mæli til móts við leikmenn? Pað síðastnefnda virðist einna helst eiga upp á pall- borðið hjá forráðamönnum félaganna. Bæði hér á Akra- nesi og t.d. í Vestmannaeyjum hafa verið uppi raddir um að fá leikmenn lausa úr vinnu fyrr á daginn svo þeir geti æft fyrir kvöldmat og þar með haft kvöldið fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Hugmyndin er í sjálfu sér ekki svo ýkja vit- laus, en hver á að borga vinnutapið og hvaða afleið- ingar hefur það í för með sér þegar farið er að hampa ákveðnum flokki manna meira en góðu hófi gegnir? Hver verða viðbrögð almennings? Félögin sjálf hafa ekki bol- gerist þá? Ekkert fyrirtæki hefur efni á því að gefa öll- um sínum starfsmönnum frí í 2-3 tíma á dag á fullu kaupi. Ekki má gleyma því að knatt- spyrnumennirnir stunda sína íþrótt af eigin áhuga. Pað er enginn sem þröngvar þeim til þess að fórna tíma sínum í látlausar æfingar. Pað þykir alls staðar eðlilegt að menn fórni bæði tíma og fjármun- um fyrir áhugamál sitt, hvort heldur er hér heima eða er- lendis. Sumir hafa áhuga i Skuggi skrifar magn til að greiða vinnutap og verða því að leita til fyrir- tækjanna. Útilokað er að fara fram á það að viðkomandi fyrirtæki borgi vinnutap leik- mannanna. Forráðamönnum þeirra getur á engan hátt ver- ið stætt á að gefa örfáum mönnum frí á fullum launum, til þess eins að stunda áhuga- mál sitt. Fari þeir út á þá braut er næsta víst að aðrir starfsmenn fylgja í kjölfarið og fara eðlilega fram á svip- aða fyrirgreiðslu. Og hvað laxveiðum, aðrir eru með -bíla- dellu, enn aðrir stunda sigl- ingar á rándýrum bátum svo dæmi séu tekin. Hver borgar fyrir þetta fólk? Enginn. Allir fjármunir koma úr þess eigin vasa og því þykir það sjálf- sagt. Pví skyldu aðrar reglur gilda um knattspyrnumenn? Við verðum að gera okkur skýra grein fyrir því að ísland telur aðeins 225000 íbúa og það gefur auga leið að ekki fjölmennara ríki getur á eng- an hátt staðið undir atvinnu- mennsku í einni eða annarri mynd. Það væri auðvitað æskilegt að íþróttamenn fengju meiri stuðning en nú er, því kröfurnar sem gerðar eru til þeirra eru oft á tíðum óheyrilegar. Eina vonin fyrir félögin til að firra þau stór- felldu fjárhagstapi í hvert sinn er leikmenn gerast at- vinnumenn erlendis, er að láta þá borga álitlega upphæð á ári hverju upp í þjálfara- kostnað. Pá eiga félögin enga hönk upp í bakið á leikmönn- um er þeir fara út. Og þeir geta farið frjálsir allra ferða. Pessu til stuðnings má benda á, að kylfingar um land allt borga á hverju ári 50-60 þús- und fyrir það eitt að fá að leika á golfvelli sínum yfir sumartímann. í sumum tilfell- um er upphæðin mun hærri og þykir ekki tiltökumál. Því skyldu knattspyrnumenn ekki borga fyrir sitt áhugamál eins og aðrir? Aðalatriðið er auðvitað það að hér þarf að koma til gagn- ger hugarfarsbreyting, bæði hjá forráðamönnum félaganna og svo leikmönnunum sjálf- um. Peir þurfa að gera sér Ijósa grein fyrir því að á með- an þjóðin er ekki fjölmennari en raun ber vitni þýðir ekki að vera með einhverja dag- drauma. Peir, ásamt almenn- ingi öllum, þurfa að gera sér grein fyrir að við náum ekki mikið lengra í íþróttum en við höfum þegar gert. Þjóðfélags- aðstæður bjóða einfaldlega ekki upp á það. Á meðan ástandið breytist ekki er vita gagnslaust fyrir okkur að koma á fót atvinnumennsku í knattspyrnu eða í öðrum íþróttum. \ Bjarni Jónsson, llsímálari sýnir í bókhlöðunni Bjarni Jónsson (b.jóns.) við þrjú verka sinna á sýningunni. Dagana 6.-9. mars, að báðum dögum meotöldum, heldur Bjarni Jónsson (b.jóns.) listmálari sölusýningu í Bókhlöðunni hér á Akranesi. Sýningin var opn- uð 6. mars kl. 18 og var opið til kl. 22. Sýningin verður svo opin föstudaglnn 7., laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. frá kl. 14- 22. Á sölusýningunni verða olíu- málverk, vatnslitamyndir, teikn- ingar og málaður rekaviður, alls um 85 verk. Myndirnar eru flest- ar málaðar á árunum 1979 og 80. Bjarni Jónsson var ungur mikið á vinnustofum margra af okkar þekktustu málurum eins og Ás- geirs Bjarnþórssonar, Ásgríms Jónssonar, Jóhannesar Kjarvals og fl. Hann stundaði síðan nám í skóla Frístundamála og í Hand- íðaskólanum hjá Valtý Péturs- syni, Hjörleifi Sigurðssyni og Ás- mundi Sveinssyni. 4 Fyrsta sýning Bjarna var sam- sýning Féíags íslenskra mynd- listarmanna árið 1952. Hann hef- ur tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis, auk sjálfsæðra sýninga um allt Iand. Bjarni hefur auk þess myndskreytt fjölda náms- bóka, teiknaði nokkur ár fyrir Spegilinn, svo einhvers sé getið. Myndefni sitt sækir Bjarni á sem fjölbreyttasta staði, t.a.m. í hið fjölbreytta þjóðlíf okkar, blóm, landslag og m.fl. Á sýn- ingunni má sjá myndir úr Hval- firði, einnig eru margar sjávar- lífsmyndir en þess má geta að hann hefur undanfarin ár unnið að heimildarteikningum í hið mikla rit Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti frá fyrstu tíð. Þetta er önnur sýning Bjarna hér á Akranesi, en hann hélt sölusýningu í Iðnskólanum haust- ið 1973 og seldi þá flest verka sinna. Eins og áður sagði er hér um sölusýningu að ræða. Fólki mun verða gefin kostur á að kaupa myndirnar með afborgunum. Að- spurður sagði Bjarni að verðið væri lágt miðað við verðbólgu. Undir það geta blaðamenn Bæj- arblaðsins tekið eftir að hafa lit- ið mörg verkanna augum. Áður en sýningin var opnuð var það ætlun Bjarna að bjóða upp á skólasýningar.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.