Bæjarblaðið - 08.03.1980, Page 5
„Maður borðar ekki vini sína,
HP hnglO^ ■ Bœjarblaðið spjallar við John Johnson
Ul PuU; sem þjólfar körfuknaftleiksmenn bœjarins
Það eru ærið margir bæjar-
búar sem ekki vita af því að á
meðal körfuknattleiksmanna bæj-
arins leynist Bandaríkjamaður að
nafni Jonathan Johnson. Flestir
þekkja kappann reyndar undir
nafninu John Johnson, en það
kemur út á eitt — þetta er sami
maðurinn. John er 24 ára gamall
— fæddur og uppalinn í Los
Angeles í Kaliforniuríki. Hann
er enginn nýgræðingur í íslensk-
um körfuknattleik því hann lék
áður með Fram. Fyrst á síðasta
John í leik með Fram.
vetri í 1. deild og stýrði þá lið-
inu til sigurs í deildinni. Skömmu
fyrir jólin kom svo upp missætti
á milli hans og forráðamanna
Fram með þeim afleiðingum að
John sagði starfi sínu lausu.
Körfuknattleiksmenn á Akranesi
sáu sér leik á borði og höfðu
samband við hann. Eftir smá
umræður varð það ofan i að
John tæki að sér þjálfun 2.
deildarliðs Skagamanna. Bæjar-
blaðið náði tali af John fyrir
skömmu og lagði fyrst fyrir hann
þá spurningu hvers vegna hann
hefði tekið tilboði Skagamanna.
„Akranes leitaði til mín mjög
fljótlega eftir að ég hætti hjá
Fram og forráðamenn liðsins
fóru þess á leit við mig að ég
tæki að mér þjálfun liðsins. Nú,
ég lagði dæmið niður fyrir mér.
Ég gat náttúrulega farið heim
og haldið áfram námi, en ég á
tvo vetur eftir til þess að öðlast
íþróttakennararéttindi. Satt að
segja langaði mig ekki alveg
strax heim aftur. Tilboð Akra-
ness hljómaði freistandi og að
vissu leyti var þetta áhugavert
verkefni fyrir mig. Ég sá að báðir
aðilar gátu haft gott af þessu
svo að ég sló til.“
„Ég vissi nákvæmlega ekkert
um Akranes þegar ég kom hér
fyrst. Ég vissi jú að körfuknatt-
leiksliðið hafði verið til í nokkur
ár. Annað var það eiginlega
ekki.“
— Hver urðu svo viðbrögð
þín?
„Það mátti strax sjá að liðið
skorti margt í undirbúningsþjálf-
un, en nú strax höfum við bætt
úr mörgum atriðum. Að mínu
mati hefur liðið tekið stórstíg-
um framförum á þeim skamma
tíma, sem ég hef verið á Akra-
nesi. Strákarnir eru allir mjög
kappfullir og ég er ekki í nokkr-
um vafa um að liðið á eftir að
taka enn frekari framförum. Það
er verst að keppnistímabilið er
nú svo langt komið. Það hefði
verið miklu auðveldara að taka
við liðinu að hausti. Annars líð-
ur körfuboltinn mjög fyrir það
hér á Akranesi að knattspyrnan
og handknattleikurinn sitja hér í
öndvegi. Körfuboltinn er eins
konar aukagrein hérna. Þó vil ég
endilega þakka fólki á Akranesi
fyrir hvað aðsóknin að leikjunum
hjá okkur hefur aukist. Við feng-
um tæplega 200 manns á leikinn
gegn Haukum en því miður náð-
um við okkur aldrei almennilega
á strik. Sé rétt á spilunum hald-
ið er ekki að efa að körfuknatt-
leikurinn getur náð að blómstra
hér eins og annars staðar. Ég
hef t.d. verið að þjálfa yngri
flokkana og í þeim hópum eru
John kominn í ÍA búninginn
mörg góð efni, sem hlúa þarf að
í framtíðinni."
— Það hefur fram til þessa
ekki tíðkast að þeir Bandaríkja-
menn, sem hér hafa starfað, geri
nokkuð annað en að leika körfu-
knattleik og sjá um þjálfun.
Þessu er hins vegar ekki þannig
farið með John. Hann stundar
vinnu í Akraprjóni og mætir á
hverjum morgni kl. 7.30. Við
spurðum John að því hvernig
honum líkaði að vera skyndilega
farinn að vinna eins og hver
annar þjóðfélagsþegn.
„Mér finnst þetta mjög gaman
og satt að segja sé ég núna mjög
eftir því að hafa ekki fengið mér
vinnu fyrr. Nú fyrst skilur maður
hvernig leikmönnum Iíður er þeir
koma á æfingu að afloknum erf-
iðum vinnudegi. Maður átti erfitt
með að skilja þesar afsakanir
leikmanna þegar þeir sögðust
vera þreyttir, en nú skil ég þá
mætavel. Annars langar mig að
taka fram hérna að ég hef mætt
ákaflega mikilli hlýju hér í bæn-
um og vinnufélagarnir hafa verið
frábærir allt frá því ég kom hér
fyrst. Ég held einnig að það væri
gott fyrir félaga mína frá Banda-
ríkjunum að fá sér vinnu hérna.
Flestir þeirra hafa allt of mikinn
frítíma og það fer illa með mann
að hafa ekkert að gera. Ég Ias
mikið í mínum fríttíma en að
sjálfsögðu þreytist maður á því
að lesa allan daginn rétt eins og
á hverju öðru. Því hef ég kunnað
ákaflega vel við mig hjá Akra-
prjóni".
Spjallið barst yfir á aðrar braut-
ir og við spurðum John út í
hvernig honum líkaði við land
og þjóð, mataræði landsmanna
og eitt og annað í þeim dúr.
„Mér hefur allan tímann líkað
mjög vel hér á íslandi. Upphaf-
ega vissi ég ekkert um þetta
fallega land og satt að segja var
ég ekkert yfir mig spenntur er
ég heyrði nafnið fyrst. Bara nafn-
ið ísland er nóg til að fæla menn
frá. Ég ákvað þó að slá til og
hef ekki séð eftir því. Síðan
hef ég skrifað mörgum vinum
mínum heima í Bandaríkjunum
og sagt (Deim að útilokað sé að
gera sér ísland í hugarlund nema
að koma hingað sjálfur. Margir
hafa haft á orði hversu gott loft-
ið hérna er, en mér finnst vatn-
ið hér vera hreint út sagt dásam-
legt."
Varla getur þetta þó átt við
vatnið á Akranesi, sem þekkt
er sem eitthvert allra lélegasta
neysluvatn á landinu, en áfram
með spjallið.
„Mér finnst Akranes ákaflega
fallegur bær og meira að segja
fallegri en Akureyri, sem var áð-
ur í efsta sæti hjá mér. Eins
finnst mér fólkið hérna vera
mjög opið og taka mér, sem út-
lendingi, ákaflega vinsamlega í
alla staði. Gallinn við svona lít-
inn stað er bara sá að hér vita
allir allt um alla. Það getur
stundum verið þægilegt að fá
að lifa sínu einkalífi út af fyrir
sig. Annað, sem stingur mann
mjög er hversu mikið fólk hér
vinnur. Heima í Bandaríkjunum
myndi þetta ekki ganga til lengd-
ar en hérna virðist fólk alveg
sætta sig við þetta. Það má e.t.v.
segja að það sé út af fyrir sig
gott að fólkið vinni svo mikið.
Hér er lítið við að vera þannig
að aukinn vinnutími heldur fólki
frá því að slæpast."
John við vinnu sína í Akraprjóni.
— En hvað með mataræðið?
„Mér finnst það í sjálfu sér
ekki svo mjög frábrugðið því,
sem ég á að venjast heima. Auð-
vitað fæ ég margfalt betri fisk
hér en nokkurn tíma heima —
þið hljótið að hafa heimsins
besta fisk. Lambakjötið finnst
frh. á bls. 9
5