Bæjarblaðið - 08.03.1980, Side 7
Allir í verkfall
Frábær uppsetning hjá Skagaleikflokknum
Á hlaupársdag frumsýndi
Skagaleikflokkurinn ,,AIIir í verk-
fall“ eftir Duncan Greenwood í
þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur
við húsfylli í Bíóhöllinni. Hinir
fjölmörgu áhorfendur höfðu
dóttir) og dóttir hennar, ungfrú
Flannel (Fórhildur Björnsdóttir)
birtust að aftur var hægt að
seðja þarfir magans. Auk þess
og til að drýgja heimilistekjurn-
ar leigði hann tveimur diskódöm-
um, Yvonna (Helga Braga Jóns-
dóttir) og Estelle (Anna Her-
mannsdóttir), herbergi. Mikið
fjör færist nú í leikinn og að
endingu gengur allt upp. Sögu-
þráðurinn verður ekki rakinn
lengur, heldur vitnað í gamalt
máltæki; sjón er sögu ríkari.
Með hlutverk í þessum ærsla-
fulla gamanleik fara 9 manns,
auk þess starfar við sýninguna
fjöldi fólks.
Sá er kemur mest á óvart, að
öðrum ólöstuðum, er Valgeir
Skagfjörð í hlutverki hins virðu-
lega en spéhrædda ríkisstarfs-
manns Benjamin Tapworth, sem
hræðist mest mýs og álit móður
sinnar á sem flestum hlutum.
Valgeir fer á kostum í þessu
hlutverki og er eins og hann
hafi ekki gert annað í lifanda lífi.
Eitt er þó sem hann mætti laga,
það er, að oft á tíðum heyrðist
illa í honum út í sal.
Porsteinn Ragnarsson í hlut-
verki Alberts Hellewell, stendur
sig mjög vel og er erfitt að gera
upp á milli hans og Valgeirs, en
í því vali ræður frekar sérstæði
leikpersónanna. Það læddist
stundum að manni að Steini of-
léki, en það stafar kannski af
þekkingarleysi á persónunum.
Þorsteinn átti gott með að koma
máli sínu til skila.
frh. á bls. 9
mikla skemmtun af, og fögnuðu
leikstjóranum Sigurgeir Schev-
ing og leikendum lengi og vel í
sýningarlok. Petta er annað verk-
efnið sem Sigurgeir leikstýrir
hjá Skagaleikflokknum en hann
setti einnig upp Línu langsokk
fyrr í vetur. Um gagnrýni að
hætti hinna virtu gagnrýnenda
dagblaðanna verður ekki að ræða
í þessari grein, heldur frekar
frásögn og lýsingu á þeim áhrif-
um sem leikritið hafði á blaða-
mann Bæjarblaðsins, á annars
mjög skemmtilegri kvöldstund.
Á tímum Iausra samninga er
orðið verkfall oft notað. í þeim
verkföllum er deilt um peninga,
kaupmátt og félagsleg réttindi.
í verkfalli því er hér um ræðir
sem er all nýstárlegt, þó til séu
tilfelli, gerir frú Hellewell (Krist-
ín Magnúsdóttir) verkfall á heim-
ilinu, sem eigi verði leyst fyrr
en húsbóndinn Albert Hellewell
(Forsteinn Ragnarsson) fer- til
vinnu aftur, en hann hafði þá í
nokkurn tíma verið í verkfalli og
var farið að líka það ansi vel.
Hún ákveður að flytja til frænku
sinnar, ásamt dótturinni Elsie
(Alfa Hjaltalín) og leigja væntan-
legum tengdasyni Georg Seager
(Rórður Sveinsson) herbergi dótt-
urinnar. Herbergi þeirra hjóna
hafði hún leigt ríkisstarfsmann-
inum og piparsveininum Benja-
min Tapworth (Valgeir Skagfjörð)
sem komin var til að semja
skýrslu um verkfall það sem
Hellewell og félagar voru í.
Þegar hinn mikli mælskumaður
Albert Hellewell komst að því að
hann þyrfti að elda sjálfur,
runnu á hann tvær grímur, og
fann hann þá verkfallinu sínu allt
til foráttu. Það var því sem rétt
væri upp í hendurnar á honum,
þegar frú Flannel (Þórey Jóns-
Munið hina veglegu
og ódýru
helgarmatseðla
Véitingahúsið Stillholt
STILLHOLTI 2 - AKRANESI SÍMI (93) 2778
7