Bæjarblaðið - 08.03.1980, Síða 9

Bæjarblaðið - 08.03.1980, Síða 9
AKRANESKAUPSTAÐUR Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir fyrir- framgreiðslu útsvara, aðstöðugjalda og fasteignagjalda til Bæjarsjóðs Akranes- kaupstaðar fyrir árið 1980, og fyrir lög- boðnum dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök mega fara fram að 8 dögum liðn- um frá birtingu þessa úrskurðar. Akranes, 12. febrúar 1980. Bæjarfógetinn á Akranesi, Maður borðar ekki vini frh. af bls. 5 mér einnig afar gott, en hrossa- kjötið get ég ekki fellt mig við. Eitt skiptið var ég að borða og fannst kjötið mjög bragðgott og spurði því hvað þetta væri. Eftir að mér var sagt að þetta væri hrossakjöt, sem ég væri að borða, ætlaði ég varla að koma nokkru niður. Eetta sýnir bara hvernig maður er uppalinn. Heima myndi það aldrei við- gangast að borða hrossakjöt. Hesturinn var talinn besti vinur mannsins öld fram af öld og maður borðar ekki vini sína, er það?“ Við lögðum þá spurningu fyrir John í lokin hvort hann myndi dvelja eitthvað áfram á Akra- nesi. „Ég veit ekki. Ég mun að sjálf- sögðu verða hér út keppnistíma- bilið og standa við minn samn- ing. Núna er ég að vinna mér inn aukapening hjá Akraprjóni til þess að ég geti farið í sumarleyfi til Grikklands. Síðan mun ég fara heim og hugsa ráð mitt. Ég geri síður ráð fyrir því að ég komi aftur til íslands og fari svo þá langar mig til að segja við félaga mína hér í Akranes- liðinu: Gefist aldrei upp. Það verðið að æfa stíft til að ná ár- angri og það er sama hvort þið eruð búnir að leika körfubolta í 2 ár eða 20 — þið getið aldrei orð- ið nógu góðir. Enginn getur orð- ið fullkominn. Fullkomnun er nokkuð sem við keppum allir að en náum aldrei. Stundið ykkar æfingar vel og þá er ég viss um að árangurinn lætur ekki á sér standa". Með þessum orðum John John- son sláum við botn í viðtalið og Bæjarblaðið óskar honum og körfuknattleiksmönnum á Akra- nesi góðs gengis um ókomna tíð. — SSv. Björgvin Bjarnason. --------------------------Allir í verkf all af reynsluleysi og er alltaf hægt að laga. Aðrir leikarar stóðu sig vel, en þeir voru Alfa Hjaltalín í hlutverki dótturinnar og unnustu Seagar, Fórey Jónsdóttir í hlut- verki frú Flannel, Þórhildur Björnsdóttir í hlutverki hinnar tælandi ungfrú Flannel og diskó- dansararnir Helga Braga Jóns- dóttir í hlutverki Yvonne og Anna Hermannsdóttir í hlutverki Estelle. Eins og áður sagði er þetta annað verkið sem leikstjórinn, Sigurgeir Scheving setur upp hér. Honum hefur tekist frábær- lega vel í bæði skiptin. Um leið og við óskum honum til hamingju með uppsetninguna á „Allir í verkfall", vonumst við til að fá að sjá fleiri verk hér undir hans stjórn. Leikendum og starfsfólki sýningarinnar þökkum við fyrir ánægjulega kvöldstund. Bæjarblaðið hvetur Akurnes- inga til að fara og sjá þennan gáskafulla gamanleik, um leið höfum við huga gamalt máltæki sem segir að hláturinn lengi líf- ið. Hver vill ekki lengja lífið? Til sölu Nýjar rörasteypuvélar, uppgerðar helluvélar frá verksmiðju og vélar laskaðar af völdum bruna. BIRGIR HANNESSON S. 2690 og 2260 AKRANESKAUPSTAÐUR Starfskraftur óskast til að vinna við heimilishjálp 4-8 tíma á viku. Nánari upplýsýingar veitir félagsmálastjóri í í síma 1211. Félagsmálastjóri AKRANESKAUPSTAÐUR CTBOÐ Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í að gera Grundaskóla á Akranesi fokheld- an og ganga frá húsinu að utan. Tilboðs- gagna má vitja á Verkfræði- og teikni- stofuna sf., Heiðarbraut 40 Akranesi gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 18. mars 1980 kl. 11 fh. Bæjarstjóri frh. af bls. 7 Kristín Magnúsdóttir í hlut- verki hinnar ákveðnu Clöru Hellewell stóð sig vel. Með hlutverk Georg Seager fer Pórður Sveinsson, og stóð sig vel. Það virtist þó sem hann ætti erfitt með að halda aftur af sér hlátri þegar fyndin atriði komu upp, en það stafar trúlega ^r—k LiftmJ Lofthræðsla Föstud. 7/3 og sunnud. 9/3 kl. 9. Aðalhlutv. Mel Brooks Bræður glímukappans Föstud. 6/3 og sunnud. 9/3 kl. 11.15 Aðalhlutverk: Sylvester Stallone 9

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.