Bæjarblaðið - 23.04.1982, Blaðsíða 1
1109 kjósendur skrifuðu
á undirskriflalista
Á fundi bæjarstjómar sl.
þriðjudag var samþykkt að láta
fara fram atkvæðagreiðslu um
hvort opna skuli áfengisútsölu á
Akranesi. Kosningin mun fara
fram samhliða bæjarstjómar-
kosningunum þann 22. maí n.k.
Bæjarráð hafði áður samþykkt
atkvæðagreiðsluna á fundi sín-
um. Bæjarstjóm samþykkti síð-
an að fela yfirkjörstjóm fram-
kvæmd þessara atkvæða-
greiðslu, með 7 atkvæðum en
tveir bæjarfulltrúar sátu hjá, þeir
Hörður Pálsson, Sjálfstæðis-
flokki og Ríkharður Jónsson Al-
þýðuflokki.
Á undirskriftalistanum sem
bæjarstjórn barst voru nöfn 1109
kjósenda á Akranesi en það er
rúmlega þriðjungur kosninga-
bærra manna hér í bæ. Sam-
kvæmt lögum nr. 82/1969 skal
atkvæðagreiðsla fara fram ef 1 /3
hluti atkvæðisbærra manna fer
fram á það. Það má því segja að
fárra kosta völ hafi verið hjá bæj-
arstjórn þar sem mikill hluti kjós-
enda skrifaði á undirskriftarlist-
ann.
BRÁÐSNJÖLL LAUSN
Eins og fram kom í síðasta
Bæjarblaði mótmælfu íbúar
við Dalbraut, slæmu ástandi
götunnar, til bæjarstjómar
fyrir skömmu.
í rigningunni í síðustu viku
settu íbúamir síðart upp for-
láta kassa fyrir vegfarendur
til að geyma stígvél á meðan
skroppið er í bæinn. Þannig
getur fólk nú öslað drulluna
á Dalbrautinni í stígvélum
sínum að homi Stillholts og
Eins og komið hefur fram í Bæj-
arblaðinu er fyrirhuguð dagheimil-
isbygging við hús Leikskólans við
Skarðsbraut í sumar. Fyrir
skömmu voru opnuð tilboð í bygg-
ingu þessa og höfðu þrjú tilboð
borist. Eftirtaldir aðilar buðu í verk-
ið:
Trésm. Fjölnir Kr. 1.718.594.55
Dalbrautar, tekið þau af sér
og farið í betri skófatnað, en
skilið stígvéiin eftir í kass-
anum. Þama virðist vera á
ferðinni bráðsnjöll lausn á
hinum sígilda forarvanda-
máli sem jafnan fylgir mal-
argötum bæjarins.
Nú er það bara spumingin
hvort bæjaryfirvöld sjái sér
ekki þama leik á borði og
komi upp svona kössum við
hverja malargötu í bænum.
Tréhúsið Kr. 1.771.504.00
Trésmiðjan Jaðar Kr. 1.895.587.00
Bæjarráð samþykkti áfundi sín-
um að fela tæknideild bæjarins að
undirbúa samningsgerð við lægst-
bjóðanda, Trésmiðjuna Fjölni.
Þess má geta að kostnaðaráætlun
vegna byggingar dagheimilisins
hijóðaði upp á kr. 1.629.553.00.
vertíðarafli
en á sama
tíma ð fyrra
- sjá bls. 8
Athyglisverö
rál: m á
Akranesi:
Tölvur og
skóli
- sjá bls. 6
Sóðaleg-
asta lóðin
í eigu
bæjarirts
- sjá bls. 6
Vorkveðja
frá Bamble
- sjá bls. 3
Velheppnað
íslandsmót
fatlaðra
- sjá bls. 5
Áégaðgæta
bróður mins
-HörfturPáis-
sonskrifarum
áfengismál
- s já bls. 4
Tilboð opnuð
í byggingu
dagheimilis
Selja herðatré!
Nýstárleg f járöf Bun Lions-
klúbbs Akraness
Lionsklúbbur Akraness er um
þessar mundir að taka upp nokk-
uð nýstárlega fjáröflun, því nk.
föstudag, 30 apríl, mun klúbburinn
gangast fyrir herðatrjáasölu til fjár-
öflunar fyrir klúbbinn.
Söluaðilar verða Unglinga-
knattspyrnuráð og 4. flokkur í
knattspyrnu, en strákarnir í þeim
flokki eru að safna fyrir utanlands-
ferð. Seld verða fjögur herðatré í
pakka og kostar pakkinn 50 krón-
ur.
Eins og ávallt hjá Lionsklúbbn-
um mun aliur ágóði af sölunni
renna til líknarmála. Bæjarbúar
eru hvattir til að taka vel á móti
sölubörnum Lionsklúbbsins nú
sem endranær.
VERULE6 HREYFING A
SUNDLAU6ARMÁLUIH
- almenn ánægja með tillögu um staðsetningu
Sundlaugarmálið er nú komið
á fulla ferð og hefur nú verið
gerð tillaga um staðsetningu
hinnar nýju sundlaugar. Und-
irbúningsnefnd sundlaugar
hefur lýst ánægju sinni með
þá tillögu, sem unnin er af
Magnúsi Ólafssyni, arkitekt
hjá Verkfræði- og teiknistof-
unni sf. Þá hefur stjórn
íþróttabandalags Akraness
lýst yfir ánægju sinni með
þessa tillögu.
Talsverðar umræður urðu
um þetta mál á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, en bæjarfulltrú-
ar virtust þó nokkuð sammála
um þetta allt saman, helsti
ágreiningurinn var um forms-
atriði.
Samkvæmt tillögu Magnús-
ar Ólafssonar er staðsetning
laugarinnar milli Garðabrautar
og grasvallar, ofan við efstu
blokkir á Garðabraut.
Það er ánægjulegt að skrið-
ur virðist kominn á þetta
draumamál okkar Akumes-
inga í fjölda ára. Að lokum
sakar ekki að geta þess, að nú
hefur verið tekinn í notkun
glæsilegur heitur pottur við
gömlu góðu Bjarnalaug, og
hefur aðsókn að honum verið
góð, það sem af er.
Bæjarblaðíð óskar lesendum sínum
GLEÐILEGS SUMARS!