Bæjarblaðið - 23.04.1982, Blaðsíða 4
4 Bœjorbladid
Á ég að gæta bráður mins?
Nú á útmánuðum fundu ein-
hverjir þörf hjá sér að standa fyrir
undirskriftasöfnun um opnun
áfengisútsölu hér á Akranesi og
trúlega telja þeir sér trú um að
með þessu séu þeir að vinna
Akurnesingum heill og hamingju.
Einnig létu þeir þau boð út
ganga að ef við hér á Akranesi
hefðum ekki hraða á í þessum
efnum myndu Borgnesingar
verða á undan okkur að opna
áfengisútsölu, því þar væri verið
að huga að þessum málum.
Hver er svo sannleikurinn í
þessu máli? Og það held ég að
þeir hafi vitað, en til þess að staður
fái leyfi til áfengisútsölu þarf hann
að hafa kaupstaðarréttindi, en
eins og allir vita hefur Borgames
það ekki og því er borin von fyrir
þá að fá áfengisútsölu þó (óeir
æski þess.
1. Á vegum Áfengisvarnarráðs
hefur verið unnið að vísindalegum
rannsóknum á áfengismálum frá
1967 undir stjórn Tómasar Helga-
sonar prófessors. Neðanskráð er
hluti niðurstaðna:
TAFLA6
Áfengisneyslan sem persónulegt
vandamál eftir búsetu.
(i prósentum af þeim, sem neyta áfengis)
Karlar Konur
Reykjavík og nágrenni 12,5 1,8
Þéttbýli með áfengisútsölu 12,5 0,0
Þéttbýli án áfengisútsölu 8,3 2,4
Dreifbýli 8,4 0,6
Landið allt 11,3 2,4
TAFLA 7
Þeir, sem drekka áf ram daginn eftir mikla
drykkju i prósentum af fjölda þeirra, sem
neyta afengis eftir búsetu.
Karlar Konur
Reykjavik og nágrenni 5,0 0,4
Þéttbýli með áfengisútsölu 4,6 0,0
Þéttbýli án áfengisútsölu 2,1 0,0
Dreifbýli 2,3 0,6
Landið allt 4,1 0,3
(6.) Þama kemur í Ijós að það
eru hlutfallslega fleiri karlar á
svæðum með áfengisútsölu sem
telja áfengisneyslu sína persónu-
legt vandamál heldur en á svæð-
um þar sem engin áfengisútsala
er. Hins vegar eru konumar svo
fáar að ekki verður lagt upp úr
þeim tölum.
(7) Á þessari töflu kemur einnig
í Ijós að það eru hlutfallslega fleiri
karlar á svæðum þar sem áfengis-
útsala er sem halda áfram að
drekka daginn eftir mikla drykkju
heldur en á þeim svæðum þar
sem engin áfengisútsala er. Þess-
ar tvær síðast nefndu töflur benda
eindregið til þess að máli skipti
hvort áfengisútsala sé í næsta ná-
grenni eða ekki”. (TH)
2. Staðreynd er að því auðveld-
ara sem er að nálgast áfengi þeim
Hörður Pálsson.
mun meira er drukkið og því meira
sem drukkið er þeim mun stór-
kostlegra verður tjónið sem áfeng-
isneysla veldur. Samkvæmt nýj-
um vísindarannsóknum er Ijóst
að tjón af völdum áfengisneyslu
fjórfaldast ef neyslan tvöfaldast.
Þrefaldist neyslan verðurtjónið ní-
falt o.s.frv.
3. Heilbrigðisstofnun Sþ (WHO)
hvatti á forfundi sínum 1979 aðild-
arþjóðir til að snúast gegn áfeng-
isböli með öllum tiltækum hömlum
á dreyfingu og sölu.
4. í skýrslu heilbrigðisráðherra
Bandaríkjanna til þingsins nú í
vetur er lagt til að dregið verði úr
því gífurlega tjóni, er áfengis-
neyslu fylgir, með að beita vissum
hömlum. Meðal þess sem þar er
bent á er, að fækka vínveitinga-
húsum og áfengisútsölum.
5. Keflvíkingar sýndu í vetur að
þeir fylgjast með tímanum og
draga rökréttar ályktanir af nýjustu
rannsóknum á vímuefnamálum
þegar bæjarstjórn þeirra synjaði
umsókn um stofnun vínveitinga-
húss með sjö atkvæðum gegn
einu. Slíkt hið sama má segja
Sauðárkróksbúum til hróss; þeir
felldu í almennum kosningum í vor
tillögu um að áfengisútsala yrði
opnuð í bænum.
6. Alls staðar þar sem vínveit-
ingar eða áfengisútsala fer fram
breytist svipmót staða til hins
verra, löggæslu þarf að auka og
áfengisneysla unglinga eykst og
færist sífellt til yngri aldursflokka.
Væri opnun nýrrar áfengisútsölu
miður smekkleg gjöf til barna á
bamaári.
7. Ríkjandi tíska veldur meiru
um mótun og stefnu unglinga en
fræðsla um staðreyndir. Ung-
menni hafa það fremur eftir sem
fyrir þeim er haft en þeim er sagt ef
ekki fer saman.
8. Ein niðurstaðna rannsókna dr.
Tómasar Helgasonar og fleiri er:
Því fyrr sem farið er að neyta
áfengis þeim mun hættara er við
að verða ofdrykkju að bráð.
9. Staðreynd er að áfengi er
ávana- og fíkniefni þó að neysla
þess sé lögleg hérlendis. Öllu
hugsandi fólki ber aö gera sér
grein fyrir því að það er nokkur
munur á hvort leyfi er veitt til dreif-
ingarfíkniefnis, þótt löglegt sé, en
venjulegs verslunarvarnings.
Nýjustu staðreyndir tala þar
skýrustu máli.
Eins og ráða má af ofangreindri
skýrslu má Ijóst vera að því auð-
veldara sem er að ná í áfengi því
meira er drukkið og áfengissíki og
alkóhólismi í réttu hlutfalli við það.
Því væri það meiriháttar slys,
svo ég taki ekki dýpra í árinni, ef sú
ógæfa ætti fyrir okkur Akumesing-
um að liggja að hér yrði opnuð
áfengisútsala.
Menn tala um þau forréttindi
sem aðrir hafi, þar sem áfengisút-
sala er á staðnum. Ég myndi vilja
snúa þessu hugtaki við að segja
að það eru forréttindi okkar, sem
erum foreldrar, að geta alið böm
okkar upp á stað þar sem engin
áfengisverslun er á staðnum. Það
er þó frekar von til þess að þau
verði ekki áfenginu að bráð.
Með bestu óskum um bjarta framtíð
fyrir Akranes
Hörður Pálsson.
Hestamannafélagið Dreyri:
Fyrirhuguð mótsaðstaða í Barðanesi
Föstud. 23. april kl. 21.00
Góðir dagar gleymast ei
með Goldie Hawn.
Föstud. 23. apríl kl. 23.15
Hryllingsþættir.
Sunnud. 25. apríl kl. 14.00
Tinni og hákarlavatniö.
Sunnud. 25. apríl kl. 21.00
Grænavítið.
Mánud. 26. apríl kl. 21.00
Græna vítið.
Þriðjud. 27. apríl kl. 21.00
Fame.
Miðvikud. 28. apríl kl. 21.00
Fame.
Næstu myndir:
Á elleftu stundu.
Bláa lónið.
Sikileyjarkrossinn.
Eins og fram kom í síðasta Bæjarblaði í viðtali við Finnboga
Gunnlaugsson, formann hestamannafélagsins Dreyra, þá eru
uppi hugmyndir um að koma upp góðri aðstöðu til mótahalds i
Barðanesi fyrir innan Æðarodda. Þama í Barðanesi var áður
skeiðvöllur hestamanna, síðan var þar flugbraut og þaðan jafnvel
stundað áætlunarflug milli Akraness og Reykjavíkur um tíma.
Meðfylgjandi teikning sýnir vel hve stórhuga hestamenn eru í
hugmyndum sínum, en vonandi er að hægt verði að koma upp
þessari aðstöðu, því hún mun þá án efa lífga upp á bæjarlífið hér á
Skaga.
Laust starf
Sementsverksmiöjan óskar að ráða
stúlku til símavörslu og fleiri starfa, frá
l.júnítil 31. ágúst.
Umsóknir berist verksmiðjunni fyrir
28. apríl nk.
Sementsverksmiðja ríkisins.
óskar lesendum
URMaL
Bæjarblaðsins
GLEÐILEGS
SUMflRS!