Bæjarblaðið - 23.04.1982, Síða 2
Bœjorblodid
Bœjorblodid
6. tbl.4. árg. 23. apríl 1982.
Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106,300 Akranes
Ritstjóm:
Haraldur Bjamason sími 2774 og
Sigþór Eiríksson sími 1919
Blaðamaður:
Adolf Friðriksson.
Ljósmyndir: Ámi Ámason sími 2474.
Útlit: Leturval sf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Prentval.
Ráðið í störf
við sjúkrahúsið
Stefán Lárus Pálsson:
Ef grannt er skoðað
Nýlega var auglýst eftir tveimur
starfsmönnum við Sjúkrahús Akra-
ness. Annars vegar var auglýst
eftir læknaritara og hins vegar tré-
smið. Um fyrra starfið sóttu fjórar
konur og samþykkti stjóm Sjúkra-
hússins að ráða Karenu E. Þor-
steinsdóttur, Furugrund 1, í starf
læknaritara. Auk hennar sóttu um
starfið þær, Sæunn Njálsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir og Barbro
Elisabet Glad, allar búsettar á
SÍMI
2770
A
S
T
G
Mikið
úrval
fasteigna
Akranesi.
Á sama fundi stjórnar Sjúkra-
hússins var samþykkt að ráða
Braga Magnússon í starf trésmiðs
við Sjúkrahúsið. Um það starf
sóttu sjö menn, en auk Braga voru
það: Valur Jónsson, Sverrir Þórð-
arson, Ragnar Gunnarsson,
Valdimar Hallgrímsson og Rafn
Hjartarson, allir búsettir á Akra-
nesi og Þórir Thorlacius búsettur í
Búðardal.
Nú er vetur senn á enda. Góður vet-
ur á margan hátt. Margt hefur borið á
góma í bæjarlífinu, en væntanlegar
bæjarstjórnarkosningar og mál tengd
þeim hafa verið ofarlega á baugi.
Sameiginlegt prófkjör flokkanna hér á
Akranesi var merk nýjung og úrslit
þess mikið rædd. Fólk reyndi að spá í
fylgi flokkanna eftir þeim tölum sem
þama komu fram, og óneitanlega gefa
þær vísbendingu. Allir þóttust að-
standendur lista frá A-G hafa unnið
sigur eða fylgi, og sumir réttilega eink-
um þeir B og D, en það vafðist þó
nokkuð fyrir G-listamönnum að finna
út úr því góða útkomu, að annarhver
kjósandi flokksins úr síðustu kosning-
um skyldi snúa baki við öreigaflokkn-
um og fylkja sé undir merki þeirra sem
ekki kenna sig við eymd og volasði.
Ætli foringjaskiptin hjá allaböllum og
hin miklu smekklegu skrif Dögunar
séu ekki bara að skila árangri þama?
Jóhann Ársælsson ágætur bæjarfull-
trúi dregur sig þar í hlé en í hans stað
kemur pólskur framagosi með þing-
mannsdrauma í kollinum. Annars vek-
ur það mikla athygli að stétt kennara
og menntafólks virðist allsráðandi í
þeim flokki sem eitt sinn kenndi sig við
verkafólk með réttu, en það er nú liðin
tíð að sá flokkur sé brjóstvöm erfiðis-
stétta þessa lands.
BNBYLISHÚS
Arnarholt - Steinhús á tveim hæðum. Tvær íbúðir. Bifreiðageymsla.
Grenigrund - Gott og vandað hús.Laust fljótl. Bifreiðag.
Grenigrund - Stórt og vandað hús. Tvöf. bifreiðag.
Jörundarholt - Fokhelt 117 ferm. Bifreiðageymsla.
Jörundarholt - Fokhelt raðhús 140 ferm. Bifreiðageymsla.
Jörundarholt - Fokhelt raðhús á einni og hálfri hæð. Frág. utan.
Heiðargerði - Lítið snoturt með góðri lóð. Ný viðbygging.
Reynigrund -Vandað hús 130ferm. Bifreiðageymsla.
Reynigrund - Timburhús, svo til fullbúið. 137ferm. Bifreiðag.
Skagabraut - Steinhús á einni hæð, ný viðbygging (stofa).
Víðigrund - Mjög vandað og fullbúið hús. Á eftirsóttum stað.
Vesturgata - Lítið en hentugt steinhús á tveim hæðum. Stór lóð.
Vesturgata - Steinhús á tveim hæðum Gott hús. Bifreiðageymsla.
Presthúsabraut - Járnklætt timburhús..Gott verð og kjör.
STÆRRIÍBÚÐIR
Kirkjubraut - Efsta hæð í þriggja hæða húsi (stein).
Suðurgata - Þriggja hæða steinhús. Mögul. sem verslunarhúsn.
FJÖGURRA HERBERGJA
Höfðabraut -Neðri hæð i þríbýlishúsi. 104 ferm. Sólrík íbúð.
Heiðarbraut - Efri hæð í tvíbýlishúsi. Þarfnast lagfæringar. Gott verð.
Akurgerði -Neðri hæð i tvíbýlishúsi. Laus fljótlega. 90 ferm.
Bárugata - Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Nýjar innréttingar. 100 ferm.
Heiðargerði - Á efri hæð í tvíbýishúsi. 90 ferm.
Brekkubraut - Á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mjög góður staður.
Skarðsbraut - Á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Stór geymsla í kjallara.
Skólabraut - Björt og sólrík íbúö. Bifreiðageymsla.
ÞRIGGJA HERBERGJA
Einigrund -Á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Tilb. okt.
Krókatún - Neðri hæð í tvíbýlishúsi. 90 ferm.
Vallarbraut - Á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Stór geymsla í kjallara.
TVEGGJA HERBERGJA
Bárugata - Á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Járnkl. timbur. Eignarl.
Skagabraut - Á neðstu hæð í þríbýlishúsi.
Vesturgata - Á neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Einigrund - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Geymsla í kjallara.
Kirkjubraut - Á efstu hæð í tvíbýlishúsi (risíbúð).
Vallarbraut - Á annarri hæð í fjölbýlishúsi.
ATH.: Okkur vantar allar stærðir íbúða á skrá vegna mikillareftirspurnar.
Einnig vantar okkur fiskibata af ýmsum stærðum.
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
VESTURLANDS
Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Jón Sveinsson, hdl.
nafnnr: 5192-1356.
Þar ráða nú ferðinni svokallaðir
„stofukommar” sem snobba niður á
við í klæðaburði og lífsháttum. Þeirra
hagsmunir og verkafólks fara ekki á
neinn hátt saman nema þeir nota víst
atkvæði verkafólksins sér til framdrátt-
ar. Flest tekur þetta fólk sem til forystu
velst hjá allaböllum laun sín og viður-
væri frá fólkinu, það er, ríki, bæ og úr
sjóðum stéttarsamtaka. Sú skipan er
endanlega komin á hér, með brottför
Jóhanns úr efsta sæti G-lista. Eftir-
maður hans Engilbert varaskólameist-
ari hefur lýst því yfir í Dögun að hann
muni ekki ná með tær sínar jafn fram-
arlega og hælar félaga Jóhanns hafi
verið í starfi bæjarfulltrúa! Annars eru
úrslit prófkjörsins hjá G-lista eitthvert
best varðveitta leyndarmál sinnatíma.
Enginn þar í flokki segist vita hvemig
atkvæði féllu á fólk þeirra í prófkjörinu.
Þrálátur orðrómur er á sveimi að röð í
þrjú efstu sæti hafi verið ákveðin fyrir-
fram og prófkjör hefði ekki breytt neinu
þar um. Þetta er reyndar staðfest af
Engilberg í Dögun seinna, svo þátt-
taka þeirra fáu sem kusu G-lista í próf-
kjöri var til lítils. Annars er talsverðra
breytinga að vænta í bæjarstjóm í vor
og er það vel. Nýtt fólk þarf að fá tæki-
færi til að sýna getu sína, þó reynsla
hinna eldri sé góð, þá kemur hún að
síst verri notum í samvinnu við ungt og
óþreyttara fólk. Hjá A-lista ern gamal-
kunn andlit í efstu sætum. Þar er 1.
sæti öruggt og möguleiki á öðru. Þar er
karlaveldi.
Hjá B-lista er nýtt fólk í efstu sætum,
konur í 2. og 3. sæti. Þar eru tvö örugg
sæti og góður möguleiki á þriðja full-
trúanum. Hjá D-lista eru gamalkunnir
jaxlar í þrem efstu. Jósef fer útog Guð-
jón kennari kemur í staðinn, en hann
hefur setið sem varamaður Jósefs sl.
kjörtímabil. 14. sætinu er kona. Hún á
möguleika á kjöri, en þrjú efstu eru
örugg. Hjá G-lista fer Jóhann út en
Engilbert fer í efsta sætið (að sjálf-
sögðu) því hver er sjálfum sér næstur.
Hann nær trúlega kosningu. I öðru
sæti er kona, en möguleikar hennar að
ná kjöri eru nánast engir, enda aug-
Ijóst á málflutningi Berta í Dögun að
þar er reiknað með honum einum í
bæjarstjórn næsta kjörtímabil. Því er
augljóst að slagurinn stendur um 2.
fulltrúa A-lista. 4. manns hjá D-lista og
3. manns hjá B-lsita. ( og hugsanlega
1. sæti G-listall). Á listum G og D eru
konur í baráttusætum, og fróðlegt að
sjá hvort kvenþjóðin stendur nú við
stóru orðin þegar hún hefur nú tæki-
færi til að koma þrem konum í bæjar-
stjórn. Samkvæmt úrslitum prófkjörs
er Ragnheiður örugg inn sem 4. fulltrúi
D-lista, en aðeins vantaði hársbreidd
til þess að bæði Ingibjörg og Steinunn
næðu kjöri. Því er nú tækifærifyrir kon-
ur að sýna jafnréttishugann í verki.
Mikill áróður er nú rekinn af nokkrum
mönnum fyrir opnun útsölu áfengis á
Akranesi og vilja þeir láta kjósa um
það jafnframt sveitarstjómarmálum.
Sjálfsagt er að fólk fái að taka afstöðu í
þessu máli. Mér er illskiljanlegt það
ofurkapp sem þessir einlægu „ríkis-
sinnar” leggja á að fá kosið um áfeng-
ið. Þessir sveinar tengjast flestir einum
stjómmálaflokki hér, hvort sem það er
nú tilviljun eður ei. Það á greinilega að
innleiða „sprúttið” með leiftursókn.
Helst mætti álíta að þeir héldu þetta
vænlegt mál til atkvæðaveiða. Ekki er
nú alveg víst að slíkt standist, því það
er ekki öruggt að meirihluti sé fyrir út-
sölu ÁTVR hér í bæ! Það eru nefnilega
ekki allir sem finnst okkur skorta meira
brennivín. Enginn af væntanlegum
bæjarfulltrúum hefur því þorað að taka
afstöðu opinberlega í málinu af ótta við
að styggja burt atkvæði, því setja
þessir „ríkissinnar” bara ekki hrein-
lega eftirfarandi atriði inn í stefnuskrá:
„Stuðla ber að auknum drykkjuskap
bæjarbúa eftir föngum”. Það yrði tekið
eftir því. Undirritaður mun greiða at-
kvæði gegn útsölu áfengis á þeim for-
sendum að vínneysla okkar Akumes-
inga hafi nú þegar náð þeirri stærðar-
gráðu, að við séum engir eftirbátar
annarra byggðarlaga í drykkjuskap.
Auk þess sem tala alkóhólista, heimila
og fólks sem líður fyrir sitt eigið og
annarra fyllerí, sé nú þegar orðin nógu
há og meira en það.
Það er líkast sefjun, þegar menn
beita þeim rökum, að það muni auka
verslun og efla atvinnu á Skaganum
að fá hér „ríki”, og að lífsnauðsyn sé
að verða á undan Borgnesingum með
„ríki”, því annars fái allir í Borgamesi
að versla um leið og þeir kaupi sér
flösku. Þetta segja kaupmenn hér í
bæ, og bæta gjaman við, að fólk versli
svo mikið í Reykjavík því þar fáist
brennivín. Þvílík speki eða rugl. Halda
mætti að Skagamenn gengju bókstaf-
lega fyrir brennivíni. Hér er vissulega
til fólk sem ekki drekkur og verslar
samt í Reykjavík. Ég vil benda versl-
unareigendum og skoðanasystkinum
þeirra á að skreppa suður í vikulok og
fara í Hagkaup, því þangað fjölmenn-
um við, en ekki í „ríkið” þó stundum sé
litið við í leiðinni. í Hagkaup förum við
til að versla vegna þess að lokunartími
sölubúða á Akranesi er ekki sniðinn
fyrir viðskiptavinina, heldur eigendur
og starfsfólk. f Reykjavík og Borgar-
nesi getum, við verslað á þeim tíma
sem okkur hentar, auk þess sem verð-
lag er oft langt fyrir neðan það sem
okkur býðst hér heima. Okkur vantar
vörumarkað í stíl við Hagkaup, með
Hagkaupsverðlagi. Meðan verslanir
hér eru ekki samkeppnisfærar með
verðlag á matvöru o.fl. förum við út úr
bænum til að versla, jafnvel þó hér
væri útsala frá ÁTVR. Þökk sé góðum
samgöngum! Og í lokin. Hver ætlaði
að verða útsölustjóri?
AKRANESKAUPSTAÐUR
KJÖRSKRÁ
BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR
Á AKRANES11982
Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga í
Akraneskaupstað hefur verið lögð fram.
Kjörskráin mun liggja frammi á bæjar-
skrifstofunni, Kirkjubraut 8, til 2. maínk.
Aðfinnslum við kjörskrána skal koma á
framfæri við forseta bæjarstjórnar eða
bæjarstjóra eigi síðar en 2 vikum fyrir
kjördag skv. ákvæðum 20. og 21. al-
þingiskosningalaga nr. 52/1959 og
ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 10/
1982.
Bæjarritari.