Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 3
BflBjorblotfttf 3 Golfkennsla „Það er partí hjá Agga forstjóra og Júlíönu. Þau hafa boðið eig- anda fyrirtækisins, Bolla og Ástu konu hans.“ Bæjarblaðið er mætt á æfingu hjá Skagaleikflokknum í Bióhöll- inni. Þar hafa undanfarið staðið yfir æfingar á völdum köflum úr leikrit- um Kjartans Ragnarssonar og eru framansögð orð einmitt kynning á kafla úr „Týndu teskeiðinni". í kvöld, föstudagskvöld 6. maí, verður Skagaleikflokkurinn með dagskrá úr leikritum Kjartans í Bíó- höllinni og hefst sýning kl. 20.30. Á þessari dagskrá verða fluttir söngvar úr saumastofunni og leik- lestur verður, þar sem flutt verða eitt atriði út hverju verki Kjartans. Leiklestur er það kallað, þegar flytjendur hafa handrit, en atriðin eru samtsviðsettaðeinhverju leyti. Stjórnandi er Þórunn Sigurðar- dóttir og hefur hún tekið þessa dagskrá saman með Kjartani. Kjartan Ragnarsson er nú öllum að góðu kunnur fyrir leikrit sin, en þau eru nú átta talsins. Fyrsta verk hans var „Saumastofan", sem sló í gegn, þegar það var frumsýnt í Iðnó 1975. Flest verk Kjartans hafa verið frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur ef frá eru talin „Snjór" og „Týnda teskeiðin“ sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu og „Peysu- fatadagur", sem samið var fyrir Nemendaleikhúsið. Til skamms tíma hafa nýjustu Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri. Mynd: HB verk Kjartans „Jói“ og „Skilnaður" verið sýnd í Iðnó við mikla aðsókn og t.d. voru 130 sýningar á „Jóa“. Á hverjum vetri eru svo eitt eða fleiri verk Kjartans sýnd á fjölum áhugaleikhúsanna viða um land. Leikverkin átta sem tekin eru fyr- ir á dagskrá Skagaleikflokksins eru: Saumastofan, Blessar barna- lán, Týnda teskeiðin, Snjór, Ofvit- inn, Peysufatadagur, Jói og Skiln- aður. Flytjendur eru þau Garðar Sigurgeirsson, Guðbjörn Árnadótt- ir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Guðjón Þ. Kristjánsson, Hallbera Jóhann- esdóttir, Ingunn ívarsdóttir, Jón S. Þórðarson, Valgeir Skagfjörð og Þórey Jónsdóttir. Kjartanskvöld Skagaleikflokks- ins verður, eins og fyrr segir, í Bíó- höllinni í kvöld, föstudag 6. maí kl. 20.30 og aftur mánudag 9. maí kl. 20.30. Ef dæma má af því sýnishorni sem útsendari Bæjarblaðsins sá á æfingu í síðustu viku, þá er hér aldeilis bráðskemmtileg dagskrá á ferð, og ástæða er til að hvetja Skagamenn til að fjölmenna á Kjartanskvöld Skagaleikflokksins, þó ekki væri nema til að sjá hvernig partíið hans Agga forstjóra fór fram. Valgeir Skagfjörð, Ingunn ívarsdóttir og Garðar Sigurgeirsson æfa atriði úrTýndu teskeiðinni. Mynd: HB Litur: Grár með bláum röndum Verð kr. 390,- Stærðir 36-45 Einnig nýkomnir í barnastærðum með frönskum rennilás Skóbær Kirkjubraut 6 Akranesi Sími: 2422 Næsta Bæjarblað kemur út 20. maí n.k. Auglýsingasímar 1919—2774 Ákveðið hefur verið að Þor- valdur Ásgeirsson golfkennari komi nokkrum sinnum í sumar til að segja félögum og öðrum til. Hann mun verða á vellinum eftirfarandi daga: 14. og 15. maí. 8. júní og 29. júní. Þeir sem áhuga hafa á að fá tíma hjá honum hafi samband við Reyni Þorsteinsson s. 2434 eða skrái sig í skálanum. Vormarkaður í Ðókaskemmunni Nýkomið mikið úrval af bókum fyrir sumarið. Við blásum á verðbólguna og bjóðum ódýrar bækur. Verð frá 10 krónum. Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Ferðahandbækur— landakort — ýmsar handbækur. Munið glæsilegt úrval af innlendum og erlendum tímaritum og vasabrotsbókum. BÓKASKEMMA HÖRPUÚTGÁFUNNAR Stekkjarholti 8-10 — Akranesi — Sími 2840 Ailtaf nýjustu hljómplöturnar Badmintonfélagið fékk 20 þúsund Badmintonfólk hélt fyrir skömmu sitt lokahóf. Við það tæki- færi afhenti Guðmundur Vésteinsson, varaforseti bæjar- stjórnar, Badmintonfélaginu 20.000 krónur að gjöf frá Akra- nesbæ sem viðurkenningu fyrir góðan árangur á liðnum vetri. (Sjá efri mynd). Þá voru hjónin Runólfur Ólafsson og Málfríður Þorvaldsdóttir heiðruð fyrir dygga þjónustu við badmintonfólk á Skaga, en þau voru sem kunnugt er húsverðir í gamla íþróttahúsinu í fjölda ára. Á neði myndinni afhendir Hörður Ragnarsson þeim hjónum viðurkenninguna. — Myndir Ámi S. Timbertone Solignum Vortilboð á fúavara: 10% afsláttur Uti máining í rniklu úrvali Vmálningarþjónustan hf. Stillholt 16 — Akranesi

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.