Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 06.05.1983, Blaðsíða 4
4 BœJorblodid Litið í ársskýrslu Bókasafnsins: Nálægt átján þúsund lánþegar á liðnu ári Bæjarblaðinu hefur borist árs- skýrsla Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Akranesi fyrir árið 1982. Kennir þar margra grasa og mun- um við reyna að gera skýrslunni nokkurskil hér. í inngangi skýrslunnar segir að a!ls starfi nú sex manns við safnið, en stöðugildi um áramót voru 3. Mjög aðkallandi er orðið að bæta við starfsfólki og lengja opnunar- tímann. Einnig þarf að fara að huga að tölvuvæðingu í starfsemi safns- ins. Safngestir Á sl. ári fengu 17.844 lánþegar bækur lánaðar hiem, 5.112 börn og 12.732 fullorðnir. Um áramót voru skráðir 2985 lánþegar. Af- greidd voru 330 ný lánþegaskír- teini og er það nokkuð minna en 1981 (423). Verð skírteina var mjög í hóf stillt, 10.000 fyrir fullorðna en 5.00 fyrir börn, skóla- fólk og ellilífeyrisþega og hélst svo allt árið, þrátt fyrir verðbólguna. Útlán Heimlán voru 52,987 (52.158) bindi. Lánaðar voru út 27.671 bindi af skáldsögum, 16537 barna- bækur og 8.779 bindi af bókum, sem ekki eru taldar til skáldsagna, svonefndar flokkabækur. Les- stofulán voru ca. 9.500 bindi til ýmiss gögn er varða bæjarfélagið (þau elstu frá 1940). Hafist var handa við að grófraða þeim skjöl- um sem voru í geymslu (tímaröð) og merkja, auk þess voru keyptar hillur. Fjárveitingin dugði til 1/2 starfs í 3 mánuði og hillukaupanna. Sýningar Fjórar myndlistarsýningar voru haldnar í sýningarsal safnsins og ein Ijósmyndasýning. Hjálmar Þorsteinsson, kennari og listmálari skráði öll listaverk í eigu Bæjar- og héraðsbókasafns- ins á stöðluð spjöld, þar sem allar helstu upplýsingar um hvert lista- verk, sem safnið á, koma fram. Er fyrirhugað að þessari spjaldskrár- gerð verði haldið áfram eftir því sem Iistaverkafjöldi safnsins eykst, en leiga fyrir afnot af sýningarsal er verk frá viðkomandi listamanni. Bókasafnsstjóm í bókasafnsstjóm eiga sæti: Ólafur Þórðarson, formaður Gunnlaugur Bragason, ritari Bragi Þórðarson SigurðurSigurðsson Ásta Ásgeirsdóttir Fundir bókasafnsstjórnar voru 9 sl. ár, að jafnaði 1 fundur á mánuði yfir vetrarmánuðina. fullorðinna og 17.600 bindi til barna (þau eru ekki talin vegna starfs- fólksfæðar). Bókalán alls voru því: 79.787 (79.203) og er það þó heldur aukning frá árinu áður, þegar útlánum annarra safna á landinu fækkar. Bókakostur Á árinu voru keyptar 1600 (1222) bækur. Afskrifuð voru 560 bindi, aukning var 1040 bindi. Heimlán skiptust samkvæmt efnisflokkum þannig: bindi 000 Ýmis rit (tímarit) ........................... 161 100 Heimspeki, sálfræði........................... 417 200 Trúarbrögð .................................... 172 300 Félagsfræði ................................... 559 398 Þjóðsögur, þjóðtrú ............................ 496 400 Tungumál ....................................... 65 500 Raunvísindi ................................... 137 600 Tækni, framleiðsla, iðnaður ................... 574 700 Listir, skemmtanir ............................ 595 800 Bókmenntir ................................. 45.605 900 Landafræði, saga............................ 1.186 920 Ævisögur, ættfræði ......................... 2.483 Talbækur.................................... 129 949.1 Þjóðlegur fróðleikur .................... 408 Alls: 52.987 Bæjar- og héraðsbókasafnið við Heiðarbraut Bundin voru inn 169 bindi. Sam- kvæmt aðfangaskrá var bóka- kosturum áramót 27.391 bindi. Nauðsynlegt er að yfirfara allan bókakost safnsins, þar sem mjög skammur árafjöldi er síðan farið var að afskrifa bækur. Sennilegast er þó vegna fjárskorts, að það verkefni verði að bíða tölvuvæð- ingarinnar. Það var nokkuð góð fjárveiting til bókakaupa á fjárhags- áætlun 1982, 270.000,- krónur, en dugði þó hvergi nærri til, og var safnið að hætta öllum bókakaup- um í byrjun desember sl. og hefur svo staðið enn sem komið er, og engar horfur á breytingum til batnaðar, þar sem bæjarsjóður er gjörsamlega fjárvana. Að lokum viljum við vekja athygli á því, að Bæjar- og héraðsbókasafnið er lokað á mánudags- og fimmtu- dagsmorgnum, vegna þess að bókaverðir vinna við heimildaleit og alls kyns upplýsingaþjónustu þau kvöld vikunnar. Kemur þetta sér oft mjög illa fyrir starfsemi safnsins út á við, en vinnutímafjöldi bókavarða leyfir ekki lengri opn- unartíma safnsins. Skjalasafn A árinu 1982 var í fyrsta sinn fjárveiting til Skjalasafns. Það hefur yfir að ráða geymslu í kjallara Bók- hlöðunnar og voru þar geymd Akraborgin með breytta áætlun Með hækkandi sól fer nú ferðum Akraborgarfjölgandi. Nú hefurver- ið bætt við áætlun skipsins kvöld- ferðum á föstudögum og sunnu- dögum. Kvöldferðir þessar eru héðan frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Þessi viðbót við hina hefðbundnu áætlun verður nú í maí og júní en í júlí og ágúst fjölgar ferðum enn meir, en þá ferða slíkar kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Gamla Akraborgin liggur enn bundin við bryggju hér á Skaga, og að sögn Viðars Vésteinssonar á skrifstofu Akraborgar er enn óljóst hvenær skipið heldur áleiðis í Karabíska hafið en þangað hefur það sem kunnugt er verið selt. Myndin er af nýju póstkorti sem Skallagrímur hf. hefur gefið út 1 \ Lútuð furu húsgögn Ódýr furu sófasett - Verslunin Bjarg Stillholti 14— Sími 2507

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.