Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 5
Bœjorblodid 5 Trésmiðjan Akur hf. hefur um langan tíma verið eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum hér á Akranesi. Fyrirtækið hóf starfsemi sína fyrir tæpum 25 árum, eða í nóvember 1959. Eigendur Akurs hf. eru þeir Stefán Teitsson og Gísii Sigurðsson ásamt fjöl- skyldum þeirra. Akur hf. var lengst af til húsa við Akursbraut eða þangað til í júlí á síðasta ári, þegar flutt var í nýtt og glæsilegt hús við Smiðjuvelli. Bæjarblaðið ræddi við Stefán Teitsson fram- kvæmdastjóra Akurs hf. í byrjun vikunnar. Við spurðum Stefán fyrst um starfsmannafjölda fyrir- tækisins nú og hvort næg verkefni væru fyrir hendi. — Nú eru hér starfandi 40 starfsmenn og voru 60 í fyrrasum- ar. Hér eru jafnan fleiri starfsmenn á sumrin svo aö minni fjöldi þeirra í vetur en í sumar er ekki af verk- efnaskorti. Okkur hefur tekist aö halda hér uppi 10 tíma vinnu og sýnist mér hafa birt verulega til meö verkefni. Hefur orðið breyting á verk- efnum fyrirtækisins á liðnum ár- um? — Nei breyting hefur ekki orðiö svo afgerandi nema þá aö fjöl- breytnin er orðin meiri. Við erum enn í innréttingasmíði og hús- gagnaframleiðslu, sem á árum áð- ur var stór hluti verkefna okkar. Nú erum við með framleiðslu á timb- ureiningahúsum og sumarhúsum. Þá vorum við með stóran samning við Landsvirkjun um smíði á vinnu- búðum fyrir Blönduvirkjun og við eigum eftir hluta af þeim samningi enn. Þau mál eru í nokkurri bið- stöðu nú þar sem stjórnmálamenn voru svolítið seinir að átta sig á því að selja þurfti orkuna frá Blöndu- virkjun. Á síðasta ári byggðum við 50 vinnuskála og samkvæmt samningnum eigum við eftir að byggja 40-50 skála og þeir eru heldur stærri en þeir sem við höfum afhent. Trésmiðjan Akur hefur byggt mörg fjölbýlishús hér á Akranesi og vakti landsathygli þegar byggð voru fjölbýlishús við Garðabraut fyrir lágt íbúðaverð. Við spurðum Stefán hvort bygging fjölbýlishúsa væri aflögð hjá fyrirtækinu og hvort hann teldi markað fyrir íbúðir í þeim mettaðan? — Nei við höfum tekið grunn að nýju fjölbýlishúsi við Lerkigrund og er það tólf íbúða, byggt eftir sömu teikningu og siðasta hús sem við byggðum og stendur einnig við Lerkigrund. Við höfum hins vegar ekki getað sett íbúðir í því húsi í sölu enn þar sem við höfum ekki getað ákveðið afhendingartíma vegna annarra verkefna. Ég tel markað fyrir þessar íbúðir alls ekki mettaðan þar sem mikið hefur verið spurst fyrir um íbúðir í þessu húsi undanfarið. Við höfum á liðn- um árum afhent alls 10 blokkir með samtals 180 íbúðir. Er bygging timbureiningahúsa orðin umsvifamikil hjá fyrirtæk- inu? — Já, það er alltaf einhver hreyf- ing á þeim. Við höfum nú afhent 14 Hið nýja hús Akurs hf. — Mynd: hb hús flest eru þau hér á Akranesi og nú nýlega seldum við tvö hús sem eiga að rísa í byggðakjarnanum á Hagamel hér upp við Lambhaga. Við afhendum þessi hús á þremur mismunandi byggingastigum, þ.e. fokheld í fyrsta lagi, þá afhendum við þau klædd að innan og að lok- um fullfrágengin. Verð þessara húsa er á að giska 10-15% lægra en steinsteyptra húsa með hinni hefðbundnu gömlu aðferð. Hvernig gengur sumarhúsa- framleiðslan? — Eftirspurn eftir þeim hefur aukist mikið og höfum við tryggt okkur nokkrar lóðir undirsumarhús hér upp í Svínadal norðanverðum í landi Eyrar. Við munum fljótlega auglýsa þar hús með lóð og öllu tilheyrandi. Þá höfum við á boð- stólnum lítil sumarhús sem ætluð eru ferðabændum sem leigja vilja út hús og við höfum fengið fjöl- margar fyrirspurnir um þau hús undanfarið. Auk þess sem að framan er talið hefur Akur hf. jafnan verið með verktakastarfsemi og einnig rekur fyrirtækið byggingarvöruverslun. Við spurðum Stefán um hlut bygg- ingarvöruverslunarinnar í starf- semi fyrirtækisins? — Hlutur verslunarinnar hefur aukist mikið undanfarið og þá sér- staklega eftir að við fluttum í nýja húsið. Við flytjum inn allt timbur sjálfir og mikið af milliveggjaplötum og þess háttar einnig. Við seljum nú orðið byggingavörur héðan út á land og höfum til dæmis mikil við- skipti víða á Vesturlandi. Eftir að við ræddum við Stefán sýndi hann okkur húsnæðið á Smiðjuvöllum. Þarermjög rúmgott og aðbúnaður starfsfólks mjög góður og breytingin er mikil frá því sem var á Akursbrautinni en þar var orðið mjög þröngt um starfsem- ina þrátt fyrir margar viðbyggingar. Bæjarblaðið þakkar Stefáni fyrir spjallið og eins og þar kom fram þá þarf ekki að óttast atvinnuleysi í byggingariðnaði á Akranesi á næstunni. Færeyjakynning í Fjölbrautaskólanum Norræna félagið á Akranesi heldur kvöldvöku í Fjölbrautaskól- anum fimmtudaginn 15. mars kl. 21.00. Þessi kvöldvaka verðurmeð svipuðu sniði og fyrri kvöldvökur félagsins. Að þessu sinni snýst efni kvöld- vökunnar um okkar næstu ná- granna, Færeyinga og eyjarnar átján, sem margir fslendingar hafa flogið yfir og siglt framhjá, en fáir heimsótt. Á efnisskránni verður m.a. ein- söngur hinnar ágætu söngkonu Kolbrúnar av Heygum, en hún mun syngja nokkur færeysk lög við undirleik Pavel Smid. Kolbrún söng nýlega í Norræna húsinu í Reykjavík á Færeyjakynningu, sem þar var haldin og þótti takast mjög vel. Þá mun frú Erla Pálsdóttir lesa stuttan sögukafla til að lofa fólki að heyra hvernig færeyskan hjómar á vörum færeyinga. Þegar við sjáum færeyskt lesmál finnst okkur þetta eins og afbökuð íslenska, en fram- burður hennar er allfrábrugðinn okkar máli. Að lokum verður sýnd kvikmynd um Færeyjar. Sýnir hún landslag og mannlíf í eyjunum, en þar hafa margir gamlir siöir orðið furðu líf- seigir. Það skal tekið fram, að kvöld- vaka þessi er ekki bara ætluð fé- lögum einum, heldur eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þ.Þ. Til viðskiptavina ALMENNRA TRYGGINGA hf. Framvegis verður skrifstofan opin frá kl. 9 til 17alla virka daga. TRYGGINGAR Akranesumboð Garðabraut 2 Sími 2800 Skagamenn ! Munið hagstæðu kjörin hjá okkur. Verió velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA S HÓTEL

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.