Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 2
2 Bœjarbladid Fréttablað Akurnesinga - Óháð flokkadrætti Útgefandi: Bæjarblaðið sf. - Pósthólf 106 300 Akranes Ritstjórnarskrifstofa sími 2974 15. tbl. 6. árg. 27. september 1984 Ritstjórn: Haraldur Bjarnason, sími 2774 Sigþór Eiríksson, sími 1919 Umbrot og útlit: Bæjarblaðið Setning: Prentverk Akraness Prentun: Prentiðn FÖSTUDAGSKVÖLD: Diskótek Kynntur verður vinsældarlistinn og kosið um nýjan Mætum öll KÍZA flokkurinn kemur fram LAUGARDAGSKVÖLD: Diskótek Fjörið er alltaf í Hótelinu BÁRUGÖTU — SÍMAR (93) 2020 (93) 2144 Slæleg frammistaða Ruslið við Jaðarsbraut. Myndin er tekin um síðustu helgi en þá hafði þegar dreifst talsvert úr haugunum frá því sem upphaflega var. - mynd hb. „Við erum búin að röfla í þeim hjá bænum í allt sumar og ekkert hefur gerst“, sagði íbúi við ofan- verða Jaðarsbraut er hann hafði samband við Bæjarblaðið fyrir skömmu og var óhress með slæ- legar viðtökur við beiðni íbúa við götuna um að fjórir ruslahaugar sem staðið hefðu á opnu svæði á horni Jaðarsbrautar og Faxa- brautar yrðu fjarlægðir. Hann sagði að í sumar hefði þarnaverið starfræktur starfsvöllur fyrir krakka og hefði enginn af íbúun- um haft neitt við það að athuga. Nú væri hins vegar fyrir löngu búið að loka þeim velli en ruslinu hefði verið safnað saman í hrúgur sem vindurinn hefði síðan dreift um nærliggjandi land. Þá sagði þessi íbúi við Jað- arsbrautina að óánægja ríkti meðal fólks þarna vegna þess hve grasblettir á Jaðarsbökkum hefðu verið illa hirtir í sumar. Hann sagði þá einungis hafa ver- ið slegna tvisvar af bæjarstarfs- mönnum, en íbúar við götuna hefðu svo tekið sig til og rakað grasið burt vegna þess að bæjar- starfsmenn hefðu skilið það eftir. „Við fórum fram á að fá lánað vél- knúið orf hjá bænum til að geta slegið bakkana, en það fékkst ekki“, sagði hann jafnframt. „Þá er gatan hér kolófær með öllu enda varð olíumölin, sem lögð var á hana fyrir mörgum árum, strax ónýt, það bætti þó aðeins úr skák að í rokinu í síðustu viku fauk svo mikill sandur hér upp að það fyllti í mestu holurnar". Það er því ýmislegt sem íbúar á Jaðarsbökkum hafa við bæinn að sakast þessa dagana og sam- kvæmt ummælum þessa íbúa við Jaðarsbraut virðist sem Jaðars- bakkarnir hafi alveg gleymst í sumar og hlýtur það að teljast mjög slæmt, þar sem umferð þarna um er nokkuð mikil í góð- viðri á sumrin til og frá Langa- sandi. Enn angrar sandfokið nágranna Sementsverksm i ðju n nar AKRANESKAUPSTAÐUR Sjálfboðaliðar - opið hús Sjálfboðaliða vantartil að aðstoða við „opið hús“ fyrir eldri bæjarbúa á Höfða í vetur. Aðallega er um að ræða aðstoð við að bera fram kaffi. Þeir sem hafa áhuga á að leggja þessu máli lið, vinsamlegast hafi samband við skrif- stofu félagsmálastjóra, sími 1211. Félagsmálastjóri. „Þetta fer alltaf í sama farið aftur og hér rýkur sandurinn yfir allt ef eitthvað hvessir", sagði Benóný Daníelsson, bifvélavirki, sem býr við ofanverða Suður- götuna, við okkur Bæjarblaðs- menn um daginn. Benóný var þá að þrífa í kringum hús sitt eftir hvassviðri sem hafði gengið yfir. Eins og oft hefur komið fram í Bæjarblaðinu þá hefur sandurinn Ekki hreppstjóri í viðtali við Anton Ottesen bónda á Ytra-Hólmi í síðasta Bæjarblaði, titluðum við hann ekki rétt er við sögðum hann hrepp- stjóra. Anton er oddviti Innri- Akraneshrepps en Sigurjón Guð- mundsson á Kirkjubóli er hrepp- stjóri. Frá Skagaveri hf. vörumarkaði Nýslátrað nautakjöt á tilboðsverði Nautahakk 3 kg. Nautahakk 1 kg. Nautasnitsel Nautabuff Nautagúllas Nauta-pottréttur, kryddaður og tilbúinn í pottinn 173 kr. pr. kg 183 kr. pr. kg. 320 kr. pr. kg. 330 kr. pr. kg. 295 kr. pr. kg. 300 kr. pr. kg. Kaupið ódýrt í frystikistuna fyrir veturinn úr skeljasandsgeymslu Sements- verksmiðjunnar angrað íbúa í Benóný Daníelsson sprautar sandi af gangstéttinni hjá sér í byrjun síðustu viku. - mynd hb. Ný stjórn í briddsinu Aðalfundur Bridgefélags Akra- ness var haldinn sl. fimmtudag. j stjórn félagsins voru kosnir þeir Baldur Ólafsson, Alfreð Viktors- son og Karl Alfreðsson, en stjórn- in hefur ekki enn skipt með sér verkum. Næstkomandi fimmtudag þann 4. október hefst firmakeppni Bridgefélagsins og er hún jafn- framt einmenningskeppni. Stjórn félagsins hveturfélagsmenn til að mæta nú vel. Akurnesingar! Verslum á heimaslóðum nágrenni verksmiðjunnar lengi. Benóný sagði okkur að fokgirð- ing sem verksmiðjan hefði sett upp í sandþrónni fyrirfjórum árum væri mjög góð. Hins vegar vildi það brenna við að ekki væri hreinsað frá henni og virkaði hún þá þveröfugt við það sem ætlast væri til af henni, þ.e. þá lyfti hún sandinum aðeins hærra þannig að leiðin yfir á nærliggjandi lóðir væri greið. Sementsverksmiðjan hefur á liðnum árum séð til þess að nær- liggjandi götur og svæði væru hreinsuð eftir slíka sandbylji og er ekkert nema gott um það að segja. Sandurinn smýgur hins vegar víða og kemur jafnvel inn í íbúðir fólks og veldur þannig ó- þrifnaði og óþægindum. Ef hins vegar er hægt að fyrirbyggja þetta sandfok eins og Benóný benti á. þá er það að sjálfsögðu mun æskilegra. »—" ...... "■■■ » Sýnishorn úr söluskrá: Opel Rekord ’82 Volvo 244 GL ’81 Mercedes Bens 78 Range Rover 79 Daihatsu Cab ’83 Toyota Hi-Ace '83 Mitsubishi L-300 '82 Volvo 345 DL '82 Mazda 626 diesel ’84 Mazda 626 LX ’83 ToyotaHi-Lux4x4 ’82 Datsun diesel 76 Mazda 323 79 Skoda 105 ’82 Saab 99 ’80 Auk þess fjöldi bíla af öllum gerðum. Bílasala Hinriks á horni Vesturgötu og Vallholts. Símar2062 og 1143.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.