Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 27.09.1984, Blaðsíða 7
7 Valkostir í atvinnumálum eru Landauðn með frjálshyggjukjaftæði eða íslensk atvinnustefna Það er glæsilegt um að litast í at- vinnulífi Akurnesinga í dag. Frystihúsi Þórðar Óskarssonar hefur að mestu verið lokað, frystihús Hafarnarins lok- ar í desemberbyrjun, Óskar Magnús- son fer á uppboð í október, HB & Co kemur togaranum vart á veiðar sakir olíuskulda og er í vandræðum með að greiða laun, lokun vofir yfir í Heima- skaga vegna vélaskipta í Skipaskaga og verulegar líkur eru á uppsögn fjölda manna hjá Þorgeiri og Eilert. Samkvæmt formúlu Morgunblaðsins mætti halda að Alþýðubandalagið væri í stjórn og væri að drepa atvinnu- vegina til að koma á sovétskipulagi! Lifi frelsið og milliliðirnir En það eröllum kunnugt að nú situr stjórn „atvinnuveganna", og sú stjórn hefur staðið fyrir tröllauknustu kjara- skerðlngu í sögu lýðveldisins, og slær viðreisnarstjórninni og stjórn Geirs Hallgrímssonar við, og var þó hart gengið fram í kjaraskerðingu. Kjaraskerðingin í fyrra var rökstudd með því að ríkisstjórnin væri að forða atvinnuvegunum frá rekstrarstöðvun. Þjóðin var beðin um að taka á sig byrðar en henni lofað á móti að at- vinnuvegir landsmanna myndu ef- laust og fljótlega verða í stakk búnir til að taka á sig kauphækkanir. For- sætisráðherra var svo bjartsýnn að hann taldi að fljótlega eftir áramótin ’83-’84 færi að rofa til. Nú blasir það við öllum sem vilja sjá, að undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinn- ar eru verr á sig komnir en nokkru sinni fyrr og sjávarútvegurinn er hrein- lega kominn að fótum fram og bíður náðarstungunnar. Eitt gott hefur komið út úr allri þeirri hörmung sem stjórnarstefnan hefur leitt yfir landsmenn. Það sést svo ekki verður móti mælt, að launin eru ekki og voru ekki vandi sjávarútvegs- ins. Sjávarútvegurinn er með lægra launahlutfall nú en um langt árabil. Það sem er að drepa sjávarútveg- inn eru milliliðirnir. Það græða allir sem lifa á því að þjónusta sjávarútveginn, nema skipa- smíðastöðvarnar. Olíufélögin eru í engri kreppu, skipafélögin græða meira en nokkru sinni fyrr, trygginga- félögin hafa sitt á þurru, svo og þeir heildsalar sem lifa á því að selja út- gerð og fiskvinnslu ýmsan varning til starfseminnar. Og lögfræðingar fá góðan bita af öllum vandræðunum: Svo má náttúrlega ekki gleyma bönkunum, sem sífellt geta bætt við sig fólki, þannig að manni er orðin spurn hvort fólkið sem missir vinnuna hjá Þórði Óskarssyni og Haferni getur ekki hreinlega allt saman komist í vinnu í öðrum hvorum bankanum. Það er basl í undirstöðuatvinnuveg- inum' á Islandi, en það er gósentíð í þraski og eigir þú lausafé getur þú ávaxtað það með 50% föstum vöxtum. Lifi frelsið sem tryggir að pen- ingarnir fari alltaf í arðbærar fjárfest- ingar!!! Gjörbreyting þarf að verða á at- vinnustefnunni! Það er augljóslega hafin hnignun- artíð á Akranesi og útlitið svartara en verið hefur allt frá því viðreisnarstjórn- in sat og kom öllu á kaldan klaka. Við Akurnesingar hljótum við þessar að- stæður að gera kröfur til stjórnvalda um að snúið verði af þeirri ógæfubraut sem við erum á og tekin verði upp ný atvinnustefna. í núverandi stöðu ber að setja eftirtaldar kröfur á oddinn: 1. Lausn verði fundin á vanda togaranna, sem byggðir voru innan- lands og eru að sligast undan fjár- magnskostnaði (Óskar Magnússon o.fl.), t.d. með pennastriki eða með því að Fiskveiðasjóður breyti lánum sínum i hlutafé. 2. Vöxtum, farmgjöldum, olíu- verði, kostnaði við veiðarfæri, umbúð- um og öðrum aðföngum verði létt í verulegum mæli af útgerðinni og milli- liðagróðanum skilað aftur í þeim mæli sem þess er kostur. Einnig verði er- lendur sölukostnaður athugaður og reynt að létta þar byrðum af (sem vafalaust er hægt). Þannig verði af- koma sjávarútvegsins bætt og skapað svigrúm fyrir launahækkanir í þessari grunngrein okkar. 3. Tryggð verði hæg en mark- viss endurnýjun skipastólsins með innlendri smíði á svipuðum kjörum og erlendis. Hvað á bærinn að gera? Að öllu óbreyttu sýnist mér ekki mik- is að vænta úr bæjarstjórn í at- vinnumálum, enda sitja þar 4 fulltrúar frá þeim flokki sem vill að markaðslög- málin ráði því hverjir lifa og hverjir deyja og telja það nánast mannréttindi að fyrirtæki fái að fara á hausinn. Þeg- ar atvinnumálin eru rædd er patent lausnin í bæjarstjórn yfirleitt þessi: „tölum við þingmennina”. Eini þing- maðurinn í bæjarstjórn barmar sér hins vegar mjög og segist engan hljómgrunn fá í sínum flokki sem reyndar þykist vera flokkur atvinnulífs- ins. Það sem mér sýnist að bæjarstjórn þurfi að gera og geti gert í atvinnumál- um ereftirfarandi: 1. Þrýsta á stjórnvöld um aðgerð- ir, með rökstuddum tillögum af því tagi sem ég hef þegar nefnt, og engan veginn ertæmandi upptalning. 2. Bæjarstjórn á að hafa forgöngu um sameiginlegt átaktil að halda þeim atvinnufyrirtækjum gangandi, sem nú er ógnað. Þar á bæjarstjórn að leita samstarfs við eigendur, verkalýðsfé- lög, starfsfólk viðkomandi fyrirtækja og annað það áhugafólk sem vill leggja málinu lið. Ef þörf krefur þarf bæjarstjórn að vera reiðubúin til að leggja fram fé og bæjarábyrgðir til að tryggja atvinnuna 3. Bæjarstjórn á að standa fyrir könnun á nýjum atvinnutækifærum og leggja þar til starfskrafta. Hún þarf að reyna að laða til bæjarins nýjar at- vinnugreinar og ný fyrirtæki. Jafnframt þarf bæjarstjórn að leggja til starfs- mann í athugun á leiðum til að halda þeim fyrirtækjum sem nú eru í bænum gangandi. Til þess verks má t.d. ráða atvinnumálafulltrúa á vegum bæjar- ins, því verk af þessu tagi vinna menn ekki af viti sem hobbý. íslensk atvinnustefna - það er málið Útgerð og fiskvinnslu er og verður haldið í úlfakreppu meðan kjarasamn- ORD í BELG Engilbert Guðmundsson, bæjarfulltrúi skrifar ingar standa yfir. Siðan verður útgerð- in notuð af ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sem afsökun fyrir gengisfellingu, sem tryggir að millilið- unum verður skilað aftur öllum þeim kjarabótum sem nást í samningum. Óg svo heldur skollaleikurinn áfram með atvinnuleysi, landflótta og lágu kaupi, rétt eins og á viðreisnarárunum og í stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar. Því er nauðsynlegt að launþegar haldi vöku sinni og láti Steingrím og félaga ekki komast upp með neitt múður. En hitt er enn nauðsynlegra að við stjórnartaumunum taki nýir menn, með trú á íslenskt atvinnulíf og ís- lenska launþega. Líkt og það var at- vinnustefna Lúðvíks Jósefssonar, sem skapaði bjartsýni eftir viðreisnar- svartnættið, þarf þjóðin nú á því að halda að gengið verði í atvinnumálin með svipuðu hugarfari og þá var gert. Hin íslenska atvinnustefna Alþýðu- bandalagsins er nú nauðsynlegri fyrir þjóðina en nokkru sinni fyrr. Portið auglýsir Nýkomið: Kuldajakkar og skyrtur í miklu úrvali Verslunin Portið Kirkjubraut 6 Allskonar skipti og kjör við allra hæfi. Úrval bíla á söluskrá. Bílar á mánaðargreiðslum. bHeS Þjóðbraut 1, sími 2622 Viku- og helgarferðir til London 1/11-31/3 föstud.-mánud. föstud.-föstud. Tavistoc kr. 9.407 kr. 12.781 aukagj. v/einsm. kr. 850 kr. 1.850 Royal National kr. 10.154 kr. 13.721 aukagj. v/einsm. kr. 950 kr. 2.150 Rathbone kr. 10.502 kr. 14.536 aukagj. v/einsm. kr. 750 kr. 1.550 London Metropole kr. 10.667 kr. 14.831 aukagj. v/einsm. kr. 1.150 kr. 2.550 New Berners kr. 11.367 kr. 16.871 aukagj. v/einsm. kr. 1.150 kr. 3.400 Glouchester kr. 11.212 kr. 16.721 aukagj. v/einsm. kr. 1.650 kr. 3.750 Grosvenor House kr. 13.897 kr. 23.071 aukagj. v/einsm. kr. 3.600 kr. 8.250 Cumberland kr. 11.167 kr. 16.341 aukagj. v/einsm. kr. 1.750 kr. 3.970 Barnaafsláttur 2-12 ára vikuferðir 3.500 Barnaafsláttur 2-12 ára helgarferðir 2.800 Innifalið í verði: Flug og gisting m/morgunverði Verð miðað við gengi 1. ágúst 1984. Samvinnuferðir—Landsýn Umboð á Akranesi: Kristján Sveinsson Versl. Óðinn, sími 1986

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.