Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 4
4 Bœjorblodid Bréf foreldra til umræðu í bæjarstjórn: Gagnrýni á reglur um úthlutun dagheimilisplássa Á bæjarstjómarfundi þann 9. þessa mánaöar var tekið fyrir bréf sem bæjarstjórn hafði borist frá hjónunum Svandísi Vilmundar- dóttur og Einari Óla Einarssyni vegna þess að barni þeirra hafði verið sagt upp plássi á dagheimil- inu við Akurgerði. Svo viðvitum nú um hvað málið snerist frá upphafi þá hefur Bæjarblaðið fengið leyfi þeirra Svandísar og Einars til að birta bréfið og var það svohljóðandi: „Bæjarráð Akraness 300 AKRANESS Efni: Börn á dagheimilinu, Akur- gerði 7, Akranesi, sem eru það „óheppin" að eiga foreldra í sambúð. Hæstvirta Bæjarráð Akraness, Ástæðan fyrir þessu bréfi okkar er sú, að sumarið 1984 fengum við undirrituð bréf (dags. 09.07. 1984) frá Félagsmálastjóra. Þar sem okkur var sagt upp dagheim- ilisplássi barns okkar frá og með 1. okt. 1984, með þeim fyrirvara að þörf yrði á plássinu fyrir for- gangshópa (þ.e. einstæða for- eldra og skólafólk). Einnig var okkur gefinn kostur á að endur- nýja umsókn fyrir barnið, ef við vildum halda plássinu. Að lok- um var sagt að mál okkar yrði tek- ið til athugunar í haust. Þetta bréf töldum við aðvörun (fengum reyndar samskonar bréf árið áður án þess að barnið missti plássið eða nokkur svör kæmu) og ákvörðun yrði tekin í haust þegar „mál yðar verður tekið til at- hugunar“. Við teljum það lágmarks kurt- eisi að svara endurnýjunarum- sókn okkar TÍMANLEGA og lág- marks mannréttindi að láta for- eldrana vita fyrsta allra þegar fél- agsmálaráð hefur tekið þá ákvörðun að segja barni upp plássinu. Barnið okkar á að hætta 1. okt. 1984 og 25. sept. fréttum við það hjá einni starfsstúlku dag- heimilisins að barnið sé að hætta eftir 3 daga. Til hvers var okkur gefinn kost- ur á að endurnýja umsóknina, ef þetta var þegar ákveðið s.l. sumar? Og hvers vegna kom ekkert svar við henni? Við viljum gjarnan fá að vita hver réttur barns okkar er og hvert við eigum að snúa okkur. Er hægt að henda barninu út af dagheimil- inu fyrirvaralaust án nokkurs uppsagnafrests? Á dagheimilinu eru 28 börn. Fyrir og eftir sumarfrí hafa a.m.k. 6 börn hætt á dag- heimilinu og svipuðum fjölda hef- ur verið sagt upp vegna forgangs- hópa og hættir í haust. Hvaðan komu skyndilega öll þessi for- gangshópabörn. Eru þetta Akur- nesingar að skilja þessa dagana eða eru þetta aðflutt börn? Við höfum bæði 3ja mánaða uppsagnafrest í okkar atvinnu og stöndum því ráðþrota í þessu máli. Hver er réttur barna sem eiga foreldra í sambúð? Við leyfum okkur hér með að kæra þessa framkomu félagsmálaráðs og félagsmála- stjóra til bæjarráðs. Með von um skjótar aðgerðir Virðingarfyllst, Svandís Vilmundardóttir Einar Óli Einarsson Hjálagt: Bréf frá félagsmálastjóra dags. 09.07.1984. PS Þar sem við endurnýjuð- um umsókn okkar fyrir barnið TÍMANLEGA og fengum ekki synjun, teljum við að barnið sé í fullum rétti á dagheimilinu og munum mæta með hana á dag- heimilið 1. október." Talsverðar umræður urðu um mál þetta á bæjarstjórnarfundin- um og kom fram í máli bæjarfull- trúa að þeir hörmuðu að svona mál kæmu upp auk þess sem þeir töldu nýjar reglur Félagsmálaráðs alrei hafa komið til umfjöllunar í bæjarstjórn. Ragnheiður Ólafsdóttir hóf um- ræðurnar og flutti síðan svohljóð- andi tillögu sem undirrituð var af bæjarfulltrúum meirihlutans: „Bæjarstjórn Akraness beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðs að það endurskoði reglur um bið- lista og úthlutun plássa á dagvist- unarstofnunum Akraneskaup- staðar m.a. með það í huga að til að öðlast forgang að dagsvistar- stofnunum skuli foreldrar hafa átt lögheimili á Akranesi í tiltekinn tíma. Einnig að barn vistist á dag- heimili í 18 mánuði áður en endurskoðun um vistun fer fram í stað eins árs eins og gert er ráð fyrir í þeirri reglugerð sem nú gildir." Tillaga þessi var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfull- trúa. Þá flutti Engilbert Guðmunds- son tillögu um áætlun um úrbætur í dagvistunarmálum og var sú til- laga einnig samþykkt með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa. Til- lagan var svohljóðandi: „Bæjar- stjórn felur félagsmálaráði að gera áætlun um úrbætur í dag- vistarmálum, í samráði við tækni- deild bæjarins, með það að mark- miði að nægjanlegt dagvistarrými náist á næstu 2-3 árum. í þessu sambandi verði m.a. hugað að notkun iðnskólahússins við Skólabraut sem leikskóla, stækk- un leikskólans við Víðigerði, áframhaldandi notkun Vorboð- ahússins við Akurgerði til dagvist- unar og verklokum við dagheimil- ið við Skarðsbraut. Áætluninni ásamt grófum kostnaðarhug- myndum verði skilað til bæjar- stjórnar fyrir árslok 1984.“ Fyrir bæjarstjórnafundi lá einn- ig bréf frá félagsmálastjóra, þar sem hann skýrir sjónarmið Fél- agsmálaráðs: „Bæjarráð Akraness. Vegna erindis Svandísar Vilm- undardóttur og Einars Óla Einars- sonar, út af uppsögn á dagheimil- isplássi, sem þau munu senda bæjarráði, óskar undirritaður að koma eftirfarandi á framfæri við bæjarráð: Meðfylgjandi eru reglur um bið- lista og úthlutun plássa á dagvist- arstofnunum Akraneskaupstað- ar, sem samþykktar voru í félags- málaráði 8. mars 1983. Þar voru m.a. ákvæði um að endurskoða skuli úthlutun allra plássa á dagheimilinu, þegar ár er liðið frá því barn var tekið inn og síðan á 6 mánaða fresti. . . sbr. 6. lið. Þessi regla var samþykkt vegna þess að aðeins eru 38 dag- heimilisrými á dagheimilinu og eins og reglur voru áðurgátu börn verið á dagheimilinu frá 2 - 6 ára aldri eða allt að 4 árum, jafnt börn foreldra í sambúð sem önnur. Eins kom stundum fyrir að ein- stæðir foreldrar, sem komast að vegna forgangsreglna tóku upp sambúð skömmu síðar og gátu síðan haldið plássinu þar til barn- ið varð 6 ára. Á sama tíma þurfti bærinn að greiða niður daggæslu fyrir einstæða foreldra, sem ekki komust að á dagheimilinu. Félagsmálaráð taldi einnig að eðlilegra væri að fleiri börn nytu dagvistar í skemmri tíma heldur en fá börn í lengri tíma. Síðastliðið ár þurfti ekki að beita þessum reglum og segja neinum upp, en vegna biðlistans Dagheimilið við Akurgerði í sumar og haust var talið nauð- synlegt að beita þessari reglu og var þá 5 börnum foreldra í sam- búð sagt upp dagheimilisrými með 3ja mánaða fyrirvara Hins vegar hefur komið í Ijós að bréf það er sent var til Svandísar Vilmundardóttur, dags. 9. júlí 1984 má túlka á tvo vegu, en það er lengra en hin bréfin vegna þess að hún var erlendis, þegar bréfið Bæjarkeppni í sundi fór fram í Bjarnalaug sl. laugardag og kepptu þar lið ÍA og Selfoss. Keppnin var hnífjöfn og spenn- andi og fór svo að lokum að Sel- Morgunblaðið skýrði frá því í frétt í fyrradag að Sigurður Jóns- son knattspyrnumaður hefði vak- ið mikla athygli forystumanna enska knattspyrnuliðsins Sheff- ield Wednesday, er hann lék með íslenska drengjalandsliðinu gegn því enska í Machester fyrir um viku síðan. Fljótlega eftir leikinn settu for- ráðamenn Wednesday sig (sam- band við Sigurð og forráðamenn knattspyrnuráðs Akraness og vilja eftir því sem við höfum fregn- að fá hann strax í næstu viku til Sheffield til þess að skoða að- stæður. Bæjarblaðið hafði samband við Sigurð í fyrrakvöld og spurði hann frétta. Hann varðist allra frétta og sagði að málið væri á viðkvæmu stigi en myndi skýrast á næstunni. Þá höfðu forráðamenn Wedn- esday einnig mjög mikinn áhuga á að fá Stefán Viðarsson til sín en hann vakti athygli þeirra í þessum var sent og því ekki unnt að skýra málið fyrir henni persónulega. Vegna þess og til þess að koma til móts við Svand ísi í þessu mali viljum við bjóða Svandísi Vilmundardóttur að halda pláss- inu í einn mánuðtil viðbótareðatil 1. nóveber á meðan hún er að finna aðra gæslu fyrir barn sitt. Virðingaiíyllst, Guðgeir Ingvarsson” fyssingar sigruðu með 6 stiga mun en fyrir síðustu greinina sem var boðsund karla var aðeins tveggja stiga munur á liðunum. sama drengjalandsleik. Þeir munu einnig hafa haft samband við Stefán, en hann hefur gefið þeim afsvar að sinni. Stefán er aðeins 16 ára og lék með 3. flokk í sumar. A AKRANESI Fimmtud. 25. okt. kl. 21: LOCALHERO með Burt Lacaster Sunnud. 28. okt. kl. 21: Bakglugginn, frábær hrollvekja eftir meistara Hitchcok Sunnud. 28. okt. kl. 23.15: Hefndaræði Atvinna Vantar starfsfólk i snyrtingu og pökkun. Upplýsingar í síma 8687 Hraðfrystihús Grundarfjarðar Fargjöld Akraborgar - frá 1. okt. 1984 Gangandi farþegar: Fullorðnir ................................ Ellilífeyrisþegar ......................... Börn frá 10 til 14 ára .................... Börn yngri en 10 ára í fylgd forráðamanna Börn 6 til 9 ára .......................... lOferðaafsláttarkort, 15% afsláttur........ 25 ferða afsláttarkort, 20% afsláttur ..... Bifreiðar: 1 í bíl (bíll kr. 120, fargj. kr. 180) .... 2 í bíl (bíll kr. 0, fargj. kr. 180x2) .... 3 í bíl (fargj. kr. 180 x 3, -10% afsl.) .. 4 í bíl (fargj. kr. 180 x 4, -15% afsl.) .. 5 í bíl (fargj. kr. 180 x 5, -20% afsl.) Lengri en 5m pr. m...................................................kr. Hjólhýsi, tjaldvagnar og kerrur pr. m. Börn, 10 til 14 ára, farþegar í bíl ...... 5 ferða afsláttarkort fyrir 1 í bíl, 20% afsl. Símar: 93-2275-93-1095-91-16420-91 -16050 Nafnnr. 8153-1641 - Pósthólf 10-300 Akranes Selfoss sigraði Fer Sigurður Jónsson til Sheffield Wednesday?

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.