Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 25.10.1984, Blaðsíða 8
Tyrfðu sparkvöll fyrir krakkana 25. október 1984 Verð kr. 28 Á liðnum árum hefur færst í vöxt að íbúar einstakra bæjar- hluta og gatna hafi sjálfir tekið sig saman og útbúið leikvelli, gang- stíga o.fl. sem bæjarfélagið hefur að öllu jöfnu framkvæmt. Þessar framkvæmdir fara þá jafnan þannig fram að íbúarnir leggja fram vinnukraft sinn og bærinn leggur til tæki og efni. Framkvæmdir með þessu sniði eru á allan hátt jákvæðar og auk þess að flýta fyrir framkvæmdum má fastlega gera ráð fyrir að virð- ing barna og annarra íbúa við- komandi hverfa verði meiri fyrir þeim mannvirkjum sem þannig eru unnin. Fyrir skömmu tóku íbúar við innanverða Vesturgötu og nær- liggjandi götur sig til og tyrfðu stóra landspilldu sem um langan tíma hefur verið í órækt. Þetta svæði er upp af Presthúsavör við enda Vesturgötu og Esjubrautar. Þarna áforma íbúarnir svo að koma upp sparkvelli og leiktækj- um. í samtali við Bæjarblaðið sagði Jón Flálfdanarson, einn af Hópurinn sem vann við tyrfingu við Presthúsavör, heilar fjölskyldur saman komnar — Mynd: Gylfi þeim sem unnu við tyrfinguna að íbúarnir hefðu ritað bæjarstjórn bréf þar sem þeir óskuðu eftir þessu landssvæði fyrir leikvöll. Bæjarstjórn hefði tekið þessari bón vel og lagt til torf og tæki ásamt mönnum til aðstoðar. Jón sagði að þörf fyrir leikvöll hefði verið orðin mjög mikil í þessu hverfi og hefði það best sést á því að svo miklar umferðagötur sem Vesturgata og Esjubraut hefðu verið orðnar helstu leikvellir krakkanna. Tillaga á bæjarstjórnarfundi: Útvarpið komi upp aðstöðu á Akranesi FARb FRA, ÉKKI PÍSSA AVA Á fundi bæjarstjórnar í fyrra- kvöld var tekið fyrir bréf frá Stefáni Lárusi Pálssyni þar sem óskað var eftir leyfi bæjarsstjórnar til út- varpsreksturs. Bæjarstjórn taldi sér ekki fært að fjalla um erindið þar sem lög um frjálsan útvarps- rekstur lægju ekki fyrir. Guðmundur Vésteinsson kvaddi sér hljóðs undir þessum lið og sagði að þjónusta Ríkisút- varpsins við Akurnesinga væri léleg. Hann taldi fréttaflutning héðan mun minni en gerðist frá mörgum smærri stöðum víða um land og benti í því sambandi á nokkuð reglulega pistla frá frétta- ritara útvarpsins í Ferjukoti í Borgarfirði. Þá flutti Guðmundur svofellda tillögu varðandi útvarpsmál: „Bæjarstjórn Akraness samþykk- ir að beina því til forráðamanna Ríkisútvarpsins að nauðsynlegt er að bæta útsendingu á rás 2 til Akraness svo hlustunarskilyrði verði viðunandi í bænum. Einnir beinir bæjarstjórnin því til Ríkisútvarpsins að bæta frétt- aþjónustu við Akranes, bæði hljóðvarps og sjónvarps. I þessu augnamiði komi útvarp og sjón- varp sér upp aðstöðu á Akranesi til upptöku og útsendingar efnis. Bæjarstjóra og bæjarráði erfal- ið að koma þessu á framfæri við rétta aðila og fylgja því eftir eins og kostur er. “ _______ Auk Guðmundar var tillagan undirrituð af Benedikt Jónmunds- syni. Tillagan var samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Sólahringur Hringtorgið nýja við inn- keyrsluna í bæinn hefur vakið nokkra athygli, enda er það á margan hátt nýstárlegt. Nú hefur heyrst að manna á meðal í bæjarkerfinu gangi hið nýja torg undir nafninu „Sólahringur" og mun sú nafn- gift vera til heiðurs bæjar- verkstjóranum, Sólmundi Jónssyni. Loðnubræðsla í fullum gangi í gær var búið að taka á móti 3.000 tonnum af loðnu hér hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni hf. auk þess sem þá var von á Víking með um 1300 tonn og Rauðsey með um 520 tonn. Búist var við að löndun hæfist úr þeim í dag. Gamlar myndir og minningabrot 11 í síðasta þætti birtum við mynd af glímuköppum. Bar flestum saman um nöfn mannanna, en þó er óvissa um einn þeirra. Talið er að myndin sé tekin 1918-20 og trúlega af Árna Böðvarssyni Ijósmyndara. Glímumennirnir eru þessir: Aftari röð fr.v.: Oddur Sveinsson í Akri (síðar Brú), Enok Helgason í Höfðavík, Sigur- dór Sigurðsson á Mel og Hjörtur Bjarnason á Breið. Fremri röð fr.v.: Óvíst, Eyjólfur Jónsson í Bræðraborg og Valdimar Eyjólfs- son í Bræðratungu. Ýmsar tilgátur hafa komið um manninn lengst til vinstri í fremri röð og hafa flestir talið hann vera Karl frá Völlum, en aðrir Ágúst Sigurðsson frá Geldingaá (Gústi í Nýlendu) eða Ingvar Eggertsson frá Hávarðsstöðum. Þætti okkur vænt um að fá frekari ábendingar og fullvissu um þetta. Þá bárust okkur þær upplýsing- ar um götulífsmyndina, sem birt var í 9. þætti, rétt í þann mund sem blaðið fór í prentun, að reiðmaðurinn í forgrunni myndar- innar væri Ellert Jósefsson. Mun það fullvíst, þar sem enn eru varðveittar fleiri myndir, sem Árni Böðvarsson Ijósmyndari tók af Ellert um sama leyti. Götulífs- myndin er tekin á Vesturgötunni fyrir framan Ás, þar sem Arni bjó og var með Ijósmyndastofu sína. Fyrr í þessum þáttum var aug- lýst eftir gamalli skólamynd með Gunnlaugi Jónssyni kennara og nemendum hans veturinn 1930- 31. Þessi mynd hefur nú borist okkur og birtum við hana að þessu sinni. Við berum kennsl á nokkra í hópnum s.s. Ólaf Árna- son Ijósmyndara (nr. 1), Gunn- laug Jónsson kennara (nr. 7), Garðar Benediktsson (nr. 24) og Magnús Kristófersson (nr. 26). Þó eru fleiri andlit sem við berum ekki kennsl á og biðjum fólk vin- samlegast að vera okkur hjálplegt í því efni. Upplýsingum má koma til rit- stjórnar (s. 2974) eða Gunnlaugs Haraldssonar safnvarðar (s. 1255 og 2304).

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.