Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 3
Bœjorbladid 3 Nýjar bækur frá Hörpuútgáfunni: Áttunda og síðasta bindi Borgfirskrar blöndu - auk tólf annarra bóka Kápumyndin á Borgfirskri blöndu er af þeim köppum Sigurði í Leirdal og Guðjóni í Bæjarstæði og er myndin tekin á samkomu í Ölver. Á næstu dögum sendir Hörpu- útgáfan á markað 8. bindið af Borgfirskri blöndu. Þetta bindi verður jafnframt lokabindi rit- safnsins og er ritsafnið allt þá orð- ið rúmlega 2000 bls. f upphafi ráðgerði Hörpuútgáf- an einungis að gefa út eitt til tvö bindi og var sú ákvörðun háð við- tökum lesenda. Viðtökurnar urðu mjög góðar og hefur sala Borg- firskrar blöndu haldist mikil og jöfn um land allt. Sem dæmi um það má nefna að samkvæmt könnun Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðustu jól var Borgfirsk blanda ein af 10 söluhæstu bókum á jólamarkaði. Þrátt fyrir það hefur sú ákvörðun verið tekin að hætta nú útgáfunni. Vert er að vekja athygli á því að Hörpuútgáfan hefur ákveðið að gefa kaupendum tækifæri til þess að kaupa einstakar bækur, sem þá kann að vanta í safnið, á hag- stæðum kjörum. Þetta boð gildirtil næstu áramóta og eru bækurnar afgreiddar í Bókaskemmunni, Stekkjarholti 8-10. Auk Borgfirskrar blöndu sendir Hörpuútgáfan um þessar mundir frá sér tólf aðrar bækur, en þær eru eftirtaldar: SKAGAMENN SKORUÐU MÖRKIN Hér er skráð saga knattspyrnunnar og knattspyrnumannanna á Akranesi, en Akranes hefur oft verið kallað knatt- spyrnubærinn. í bókinni eru 90 myndir af minnisstæðum atvikum úr leikjum, viðtöl við knattspyrnumenn og frá- sagnir og myndir af umdeildum at- burðum í knattspyrnusögunni. Þetta er einstæð bók, sem ungir og aldnir munu lesa og skoða sér til óblandinn- ar ánægju um leið og þeir rifja upp liðnar ánægjustundir. KOMIÐ AF FJÖLLUM Ljóðabók eftir Sigríði Beinteinsdóttur, húsfreyju á Hávarsstöðum. Ljóð hennar birta næman skilning höfund- ar á fegurð landsins, mönnum og málleysingjum, einnig hnittnar vísur og beinskeittar ádeilur. Sigríður er í hópi átta systkina frá Grafardal, en þau hneigðust öll að skáldskap. HEIÐIN - kvæðabók Höfundurinn er Sveinbjörn Beinteins- son allsherjargoði á Drasghálsi, í hópi átta systkina frá Grafardal. Það mun ekki ofsagt að Sveinbjörn sé einn mesti rímsnillingur íslendinga. kvæðabókin Heiðin er glöggt vitni þess. Útkoma þessarar bókar, sem gefin er út í tilefni af sextíu ára afmæli höfundar, er bókmenntaviðburður. LAUSN GÁTUNNAR Höfundur þessarar bókar er borgfirski bóndinn Þorsteinn Jónsson á Úlfs- stöðum. Hann er kunnur fyrir áhuga sinn á gátum tilverunnar, ekki síst kenningum dr. Helga Þjeturs, og rann- sóknir á þeim. Þorsteinn hefur ritað margt um dularöfl og eilífðarmál. Þessi bók er nánast úttekt hans á þeim. huglæknirinn og sjáand- INN - Sigurrós Jóhannsdóttir Bókin fjallar um konu, sem starfað hef- ur sem huglæknir yfir 40 ár. Sagt er frá lækningarferli hennar, draumum og dulsýnum. Mikill fjöldi fólks telur sig hafa fengið læknishjálp fyrir tilstilli miðla og huglækna. Þessi bók er m.a. um slíkar lækningar. Þórarinn Elís Jónsson skráði. HVUNNDAGSSPAUG Spéfuglinn Ephraim Kishon er heims- frægur rithöfundur og húmoristi. Bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og seldar í 30 milljónum ein- taka. Róbert Arnfinnsson leikari !as kímnisögureftir Kishon í útvarpi 1980. Ingibjörg Bergþórsdóttir þýddi bókina. Hér er á ferð höfundur sem kitlar hlát- urtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. FLÓTTINN MEÐ GULLIÐ Nýjasta bókin eftir Asbjörn Öksendal. Bókin segir frá ævintýralegum flótta með gullforða Noregsbanka á fyrstu dögum síðustu heimsstyrjaldar. Kvik- mynd hefur verið gerð um þessa at- burði. Norsku sjálfboðaliðarnir hugs- uðu ekki um eigið líf þegar föðurland þeirra var í veði. Sönn frásögn. í GILDRU Á GRÆNLANDS- JÖKLI eftir DUNCAN KYLE höfund bók- arinnar „Njósnahringurinn", sem seld- ist upp fyrir síðustu jól. - Djúpt í ísnum á Grænlandsjökli var „Camp hundred", heimskautastöð banda- ríska hersins staðsett í 7000 feta hæð. Þrjú hundruð menn unnu þarvið rannsóknastörf. Skyndilega fóru undarlegir atburðir að gerast. Tæknin virtist bregðast. Stöðin var orðin dauðagildra þar sem vitskertur maður lagði snörurnar. „Hrollköld, ógnvekj- andi spennubók", segir Publisher Weekly um bókina. LAUNRÁÐ í LEYNIÞJÓNUSTU Ný njósnasaga eftir GAVIN LYALL, sem skrifaði bókina „Njósnanetið“. Þessi nýja njósnasaga kom fyrst út í Bretlandi 1983. Höfundurinn hlaut „Silfurrítinginn", verðlaun breskra spennusagnahöfunda fyrir bókina „Mínútu eftir miðnætti“. Launráð í leyniþjónustu er njósnasaga eins og þær gerast bestar. FORBOÐIN ÁST Höfundur er NETTA MUSKETT. Áður eru komnar út eftir hana bækurnar „Njóttu mín“ og „Hamingjuleiðin". Forboðin ást er spennandi ástarsaga með óvæntri atburðarás. Netta Muskett er metsöluhöfundur. ÁST OG HATUR er 9. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástarsögurnar" eftir danska höfundinn Erling Poulsen, sem vart þarf að kynna fyrir íslenskum lesendum. SIGUR ÁSTARINNAR eftir BODIL FORSBERG, er það 17. bókin, sem út kemur hjá Hörpuútgáf- unni eftir þennan vinsæla danska höfund. Ástarsögur Bodil Forsberg valda ekki vonbrigðum. Ur lausu lofti Þorði enginn? Áhrif verkfalls BSRB urðu víðtækari með hverjum degin- um sem leið. Nikótínistar hafa lítið getað gert annað en að naga neglurnar á síðustu dögum og áfengisleysið hefur komið í veg fyrir skemmt- anahald. Svo var að minnsta kosti á Hótelinu um síðustu helgi en Jakob vert á þeim bæ gerði þá heiðarlega tilraun til dans- leikjahalds. Brennivínsbirgðir Hótelsins voru þó þrotnar og dansleikir auglýstir á föstu- dags- og laugardagskvöld með 16 ára aldurslágmarki. 50-60 manns munu hafa látið sjá sig á föstudagskvöldið og líklega hafa þá farið síðustu dreggjarnar því á laugardags- kvöldið höfðu 5 greitt aðgang þegar klukkan var orðin eitt, svo vertinn sá þá einu leið færa að aflýsa balli. Það virðist því Ijóst að Skagamenn skemmti sér ekki án brennivíns, nema þá að skýringin sé sú að enginn hafi þorað að láta sjá sig fullan vegna innbrotsins í „Ríkið" á dögunum. / Þeir sem ekki heyra Lokun útvarpsins á dögun- um vegna verkfalls BSRB hef- ur að sjálfsögðu vakið athygli hér sem annars staðar. Sér- staklega athygli okkar Bæjar- blaðsmanna í því sambandi, vakti sú yfirlýsing að útvarpið yrði með neyðarvakt svo hægt yrði fyrirvaralaust að útvarpa neyðartilkynningum til fólks. Þetta er að sjálfsögðu vel meint hjá þeim sem að standa, en við veltum því fyrir okkur hvað þannig tilkynningar myndu heyrast víða þar sem fólk hefur að sjálfsögðu ekki opið fyrir útvarpsstöð sem ekki útvarpar. Það má kannski líkja þessu við söguna af Akurnesingnum sem var kynnir í kosningaút- varpi héðan fyrir mörgum árum en hann byrjaði kynning- una á þessa leið: „Nú hefst út- varp frá framboðsfundi á Akra- nesi. Þið sem ekki heyrið til mín stillið rétt hjá Keflavík". Líklega myndu álíka margir og ekki heyrðu til hans hafa gagn af neyðarsendingum ríkisútvarpsins í verkfalli. Kom út samt í sjónvarpsleysinu undan- farið hefur það vakið athygli að fjölritað blað með nafni dagskrár sjónvarpsins hefur komið út þrátt fyrir að engar fregnir gæti það flutt lesendum af efni sjónvarps. Þykir mörgum Ijóst að til- gangur þessa rits sé einhver annar en að upplýsa fólk um dagskrá fyrrgreinds fjölmiðils. Akurnesingar! Notfærum okkur alla þá verslun og þjónustu sem Akranes hefur að bjóða Hagur heimilanna Hagstætt vöruverð Verslunin Einar Ólafsson Skagabraut 9-11 Sími2015

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.