Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 4
4 Bcejorblodid Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari: Sveitfesti Álvers bónda Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari, skrifaði grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag undir ofangreindri fyrirsögn. í grein sinni bendir Jó- hannes að mörgu leyti á sömu hluti og bent var á í grein í Bæjarblaðinu á sl. ári, þar sem fjallað var um skýrslu staðarvalsnefndar um staðsetningu stóriðju. Bæjarblaðið hefur fengið leyfi Jóhannesar til að birta greinina og fer hún hér á eftir: í mars 1983 kom út á vegum iðnaðarráðuneytisins feykivönd- uð skýrsla er ber heitið „Staðar- val fyrir orkufrekan iðnað, forval“. Þar segir m.a.: „Umfangsmikar athuganirá staðháttum eru jafnan nauðsynlegar áður en orkufrek- um iðnaði er valinn staður. Rann- sóknir þessar eru sumar mjög kostnaðarsamar og ná yfir langan tíma. Því er nauðsynlegt að velja viðfangsefnin á markvissan hátt. Af þessum sökum hyggst staðar- valsnefnd verja fé til rannsókna á þeim stöðum einum sem líklegir eru til að fullnægja meginforsend- um forvals." Nú hafa framtakssamir menn í Eyjafirði komið skoðunum sínum áþreifanlega áframfæri, þess efn- is að Eyjafjarðarsvæðið væri ekki heppilegt fyrir stóriðnað af því tagi sem álver er. Þar sem svo margir aðilar hafa undirritað mótmæli nú gegn álveri á svæðinu er það beinlínis skylda að endurskoða ákvörðun um rannsóknir þar og kanna vilja íbúanna með eða á móti álveri áður en rannsóknum er lokið. í fyrstu kann þetta að vera undar- legt, það virtist vera að staðsetn- ingin sem slík eigi ekki upp á pall- borðið, frekar en hugsanleg mengun frá verksmiðjunni. Eyjafjörður er ákaflega fallegt svæði og því finnst mönnum stór verksmiðjá eyðileggja heildarsvip svæðisins og jafnframt finnst sumum að hún hefði áhrif á mannltfið sem hugsanlega væri óæskilegt. Hvort sett er ofar útlit og slík áhrif eða stóriðjuatvinna er mál hvers og eins og ber að at- huga áður en lengra er haldið í dýrum mengunarrannsóknum. í áðurnefndri skýrslu er rætt um fjögur svæði sem kæmu til greina fyrir stóriðjuver, en þau eru Kefla- vík/Njarðvík, höfuðborgarsvæð- ið, Akranes og Akureyri: Nú ætla ég að gefa mér það að íbúar Ak- ureyrarsvæðis (Eyjafjarðarsvæð- is) hafni stóriðjuverinu strax. Á höfuðborgarsvæðinu er talin vera þensla nú og þess vegna vil ég afskrifa þá staðsetningu einn- ig. Tveir staðir eru eftir í upptaln- ingunni, og mæli ég með Akra- nessvæðinu. Suðurnesin kunna að verajafngóð, en ég tek Vestur- land fram yfir. í Skilmannahreppi er verk- smiðja, og vegna hennar hefur ýmislegt verið byggt upp sem mætti nýta við nýja verksmiðju, svo sem höfn og vegir. Ég held að megi fullyrða, að íbúar hér eru ákaflega sáttir við starfsemi stór- iðnaðarfyrirtækja á þessu svæði Þann 26. október sl. hélt JC Akranes upp á fjögurra ára af- mæli sitt með fjölmennum félags- fundi að Miðgarði í innri-Akranes- hreppi. Að loknum Félagsfundin- um fór síðan fram ræðukeppni á milli JC Akraness og JC Ólafsvík- ur og var keppni þessi liður í Ræðukeppni JC félaga á Vestur- landi en auk fyrrgreindra félaga eru félög í Borgarnesi og í Stykk- ishólmi þátttak. í keppninni og eiga þau eftir að keppa innbyrðis og fer keppni þeirrafram á laugar- daginn. Sigurvegari þar keppir svo við JC Akranes sem sigraði fyrrgreindri keppni við Ólsara með 70 stiga mun. Ræðukeppnir eru líflegar upp- ákomur og geta orðið skemmti- legar og spennandi. Ræðuefni er fyrirfram ákveðið og eins það hvort lið skuli vera fylgjandi um- ræðuefninu og hvort liðið verði á móti. í ræðukeppninni á Miðgarði á dögunum var umræðuefnið Vídeókaplakerfi og varð það hlut- verk Akurnesinga að verja slík kerfi, sem virðist hafa tekist bæri- lega því liðið sigraði, eins og fyrr sagði, og auk þess átti JC Akra- nes besta ræðumann kvöldsins og er það gott veganesti miðað við reynslu að norðan. Það kemur fram í skýrslunni að teknir voru til skoðunar ákveðnir þættir sem þurfti að fullnægja til að svæðið teldist hæft sem stór- iðnaðarsvæði. Það sem fyrst er nefnt er fólks- fjöldi og hann er nægjanlegur hér, þó svo að í skýrslunni sé ekki bætt við íbúum Borgarness og þar í kring, en þeir eru innan þess geisla sem miðað er við. Hafnarskilyrði: Höfnin á Grundartanga var sér- staklega byggð með það fyrir augum að þar gætu lagst að stór skip. Hafnarmannvirki er dýr framkvæmd og telst það til tekna að það er þegar til staðar og jafn- framt er höfn nálægt því landrými sem var Hannes Helgason og einnig annan besta ræðumann- inn Jónínu Valgarðsdóttur sem fékk tveimur stigum minna en Hannes. Að lokinni ræðukeppni JC fólks var slegið upp dansleik með skemmtiatriðum og líflegum upp- ákomum. Björn Jónsson, forseti JC Akra- „Húsið rótast upp og reisugillið verður á föstudaginn með flögg- um og tilheyrandi," sagði Halldór Einarsson, forstjóri Henson í samtali við Bæjarblaðið í fyrra- dag. Halldór sagði að stefnt væri að því að byrja rekstur á Akranesi í lok janúar „og ég get ekki séð annað en að það standist," sagði hann. Aðspurður um mannaráðning- sem hugsanlegt væri að reisa ál- ver á og er það ekki of nálægt íbúðarbyggð né væntalegum vexti hennar. Jafnframt yrði verk- smiðjan ekki of langt frá þéttbýli. Orkuöflun: „Grundvallarskilyrði fyrir hag- kvæmi orkufreks iðnaðar hér á landi er öryggi í orkuf lutningum og hagstæð lega verksmiðja við raf- orku.“ Svo segir í umræddri skýrslu. Reynsla Járnblendiverk- smiðjunnar talar nú sínu máli og getur það gefið upplýsingar er þessi þáttur er metinn. Náttúruhamfarir: Hér er hægt að vísa í IST 13 sem segir að Grundartanga- svæðið liggi á hættuminnsta jarð- skjálftasvæði landsins. nes sagði í samtali við Bæjarblað- ið að líflegt starf væri nú hjá félag- inu. Stjórnin væri ákveðin í að svo ar sagðist Halldór vilja taka fram að ekkert yrði gert í þeim málum fyrr en í byrjun desember, þá yrði auglýst eftir fólki og sagðist hann vilja taka fram að tilgangslaust væri að hringja og biðja um vinnu fyrr en þá, en að sögn Halldórs hefur mikið verið um hringingar til Umhverfisvernd: Einhvers staðar verða vondir að vera, og e.t.v. betra í þessu til- liti að hafa álver hér en í Eyjafirði. Og mengunarvörnum fleytir fram og menn eru hvergi bangnir. Veðurfar: Hér er rannsókna þörf varðandi vindáttir og vindhraða en miklar upplýsingar um það eru til. Hér er snjólétt en vindur getur orðið all- mikill. Samgöngur: Samgöngur eru með þeim hætti hér að þær geta fullnægt öllum þörfum slíkrar verksmiðju. Annað: Hér eru þegar nokkur fyrirtæki fyrir, af þeirri stærð og hafa þá þekkingu og möguleika að geta veitt þjónustu sem álver þyrfti að leita eftir út í frá. Sjúkrahús og skólar á framhaldstigi eru hér ein- nig. Þegar verksmiðjan er risin væri æskilegt að einhverjir tækju sig til og reistu henni níðstöng, því það virðist hafa gefist ágætlega með Járnblendiverksmiðjuna. yrði áfram og jafnfram sagði hann að 10 nýir félagar hefðu gengið í félagið í haust. hans undanfarið vegna þessa. „Vélarnar eru að byrja að koma til landsins og ég hef ekki yfir neinu að kvarta um gang mála. Þeir hjá Þorgeiri og Ellert, sem sjá um bygginguna eru eins og hugur manns,“ sagði Halldór. Hús Hensons við Kalmansvelli hefur ætt upp að undanförnu. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum, sem steyptar voru í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf, en það fyrirtæki sér einnig um að reisa húsið. — mynd hb Líflegt starf JC Akranes: Sigruðu Ólsara í ræðukeppni Stjórn JC Akranes: F.v. Daðey Ólafsdóttir, Jónína Valgarðsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir, Loftur Sveinsson, Guðmundur Magnússon, Björn Jónsson og Hannes Helgason. - mynd Gylfi. „Byrjum í janúar“ — segir Halldór Einarsson forstjóri Henson

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.