Fréttablaðið - 29.07.2019, Side 2
Veður
Austlæg átt 5-10 í dag. Líkur á
skúrum sunnan- og vestanlands og
möguleiki á þrumuveðri síðdegis.
Annars skýjað með köflum og yfir-
leitt þurrt, en þokubakkar austan
til á landinu og við Húnaflóa.
SJÁ SÍÐU 16
Þoka á Straumnesfjalli
Það er heldur draugalegt um að litast við gömlu herstöðina á Straumnesfjalli í Aðalvík á Hornströndum. Bandaríkjaher starfrækti þarna ratsjár-
stöð á árunum 1957-1961 en nú er staðurinn helst viðkomustaður göngufólks sem notar meðal annars veg frá hernum. MYND/GARPUR I. ELÍSABETARSON
HAFNARFJÖRÐUR „Það er að verða til
þarna mjög sérstakt og skemmtilegt
samfélag með tilkomu Lífsgæða-
seturs. Það er dásamlegt að sjá líf
færast aftur í húsið,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar, um nýtt hlutverk St. Jós-
efsspítala.
Að undanförnu hefur verið unnið
að endurbótum á spítalanum sem
staðið hefur auður frá því að hann
hætti rekstri 2011. Hafnarfjarðarbær
eignaðist húsnæðið árið 2017 og var
í framhaldinu ákveðið að þar yrði
starfrækt Lífsgæðasetur en undir-
búningur verkefnisins hefur staðið
yfir frá því í byrjun síðasta árs.
„Það var auglýst eftir áhugasöm-
um aðilum til að taka rými á leigu.
Það hefur gengið mjög vel og færri
sem komust að en vildu í fyrstu
atrennu,“ segir Rósa.
Ákveðið var að vinna að endur-
bótunum í áföngum og byrja á einni
hæð. „Fyrstu aðilarnir eru komnir
þarna inn, þetta er að verða tilbúið.
Í byrjun september er ætlunin að
þessi fyrsti áfangi í uppgerð húss-
ins verði tilbúinn og þá verði opnað
með formlegum hætti.“
Bæjarbúum gefist þá tækifæri til
að skoða húsið sem þeim sé svo annt
um og sjá hvernig til hafi tekist við
endurbæturnar.
„Við gerðum líka nýverið samn-
ing við Leikfélag Hafnarfjarðar sem
hefur verið á hrakhólum með hús-
næði í mörg ár um að það fái tíma-
bundin afnot af kapellunni. Þannig
að það mun færast mikið líf og fjör
í húsið en fyrst og fremst er verið að
hefja það aftur til vegs og virðingar.“
Þá auglýstu Ríkiskaup í síð-
ustu viku húseignina Suðurgötu
44 til sölu. Húsið, sem áður hýsti
meðal annars skóla St. Jósefssystra
og læknastofur, stendur gegnt
spítalanum. Samkvæmt breyttu
deiliskipulagi er gert ráð fyrir að
húsnæðinu verði breytt í íbúðarhús
með allt að tólf íbúðum í því skyni
að stuðla að þéttingu byggðar.
„Íbúðir þarna hljóta að verða
mjög spennandi kostur því þessi
reitur er að gjörbreytast frá því að
hafa verið sögufræg hús sem voru
farin að drabbast niður í það að
þarna byggist upp skemmtilegt
samfélag og íbúðir alveg í miðbæ
Hafnarfjarðar.“
Samkvæmt auglýsingu er húsið
nokkuð illa farið og þarfnast tölu-
verðra lagfæringa. Húsið er alls
um 885 fermetrar og er ásett verð
145 milljónir króna. Í úttekt sem
Minjastofnun gerði á húsinu árið
2015 segir að það hafi gildi vegna
menningarsögu og byggingarlistar.
Var mælt með því að gert yrði við
húsið og því fundið verðugt hlut-
verk. sighvatur@frettabladid.is
Segir dásamlegt að sjá
líf færast í húsið á ný
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í
St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar
til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum.
Unnið hefur verið að endurbótum á húsnæði St. Jósefsspítala að undan-
förnu og styttist í að Lífsgæðasetur hefji þar starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Samkvæmt skipulagi á að breyta
gamla skólahúsinu í íbúðarhúsnæði.
Rósa
Guðbjartsdóttir.
UMHVERFISMÁL Einar Bárðarson
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Votlendissjóðs. Einar hefur
að undanförnu starfað við ferða-
þjónustu og almannatengsl. Á
árunum 2012-2015 var hann for-
stöðumaður Höfuðborgarstofu.
Einar er með meistaragráðu í við-
skiptum og stjórnun frá Háskóla
Íslands.
Markmið Votlendissjóðs, sem
var stofnaður á síðasta ári, er að
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda úr náttúru Íslands með
endurheimt votlendis. Talið er að
um tveir þriðju af allri losun gróð-
urhúsalofttegunda hérlendis séu
til komnir frá framræstu votlendi.
„Ég er stoltur yfir því trausti sem
stjórn sjóðsins sýnir mér með því
að fela mér þetta verkefni. Það er
magnað að fá vettvang og erindi
til þess að leggjast á árar með vís-
inda- og baráttufólki um allan
heim í baráttunni gegn hlýnun
jarðar,“ er haft eftir Einari í til-
kynningu. – sar
Einar ráðinn til
Votlendissjóðs
FLUGSLYS Maðurinn sem lést í f lug-
slysi á Haukadalsf lugvelli á laugar-
daginn hét Sigurvin Bjarnason.
Hann var 64 ára og lætur eftir sig
eiginkonu, þrjú uppkomin börn og
fimm barnabörn.
Flug vél sem Sig ur vin f laug
hlekktist á í f lugtaki á Haukadals-
f lugvelli á Rangárvöllum. Lögreglu
á Suðurlandi barst tilkynning um
slysið kl. 14.23 á laugardag og að-
stoðuðu björgunarsveitir meðal
annars á vettvangi. Flugmaðurinn
var einn í vélinni og var úrskurð-
aður látinn á vettvangi.
Vettvangsrannsókn Rannsókn-
arnefndar samgönguslysa lauk
seint aðfaranótt sunnudags.
„Það er mjög lítið að segja núna.
Vett vangs rann sókn var lokið seint
í nótt og f lakið f lutt í geymslu sem
rann sóknar nefndin hefur,“ sagði
Ragnar Guð munds son, f lugvéla-
verkfræðingur og rann sakandi á
f lugs viði Rann sóknar nefndar sam-
göngu slysa, í gær.
Ragnar gat ekki sagt til um
hversu langan tíma rann sóknin
muni taka. Hann segir að það sem
helst geti tafið rann sókn þessa
slyss sé fjöldi f lug slysa undan farið
sem séu til rann sóknar hjá nefnd-
inni.
Síðastliðinn f immtudag varð
óhapp á sama stað þegar eins
hrey f ils f lug vél hlek ktist á í
lendingu. Snerist vélin með þeim
afleiðingum að henni hvolfdi. Flug-
maðurinn, sem var einn í vélinni,
slapp ómeiddur. – la
Lést í
flugslysi
Sigurvin
Bjarnason.
2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
C
-E
3
9
C
2
3
7
C
-E
2
6
0
2
3
7
C
-E
1
2
4
2
3
7
C
-D
F
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
8
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K