Fréttablaðið - 29.07.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 29.07.2019, Síða 6
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Enn mótmælt í Hong Kong Hjálmum var dreift til mótmælenda í Hong Kong í gær en vikuleg mótmæli hafa verið á götum ríkisins frá því 9. júní þar sem umdeildu fram- salsfrumvarpi er mótmælt. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, hefur beðist afsökunar á frumvarpinu og sagt það „dautt“ en þrátt fyrir orð hennar hefur fjöldi fólks haldið mótmælunum áfram og farið fram á afsögn Lam, ásamt því að hún afturkalli frumvarpið. NORDICPHOTOS/GETTY BANGLADESS Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina f lóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á f lótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hef ja f lutning f lóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjan- marskir embættismenn heimsækja f lóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til lands- ins. Róhingjar f lúðu ofsóknir og of beldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist f lóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að of beldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjan- mar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róh- ingja eru múslimar. Aðgerðir hers- ins gagnvart þeim voru ofbeldisfull- ar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingj ar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utan- ríkisráðherrann Myinth Thu í farar- broddi, ræddi á laugardag og sunnu- dag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í f lóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernis- hópur í landinu og hljóti þar ríkis- borgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við mynd- um ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjan- mar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treyst- um þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en f lóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brott- flutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir f lóttamannahjálp í Bangladess. birnadrofn@frettabladid.is Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. Enn eru rúmlega 730.000 Róhingjar í búðunum þar sem ofbeldi er daglegt brauð og erfitt er að sinna þörfum þeirra sem þar dvelja.   Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búð- unum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. NORDICPHOTOS/GETTY RÚSSLAND Rússneski stjórnarand- stæðingurinn Alexei Navalny, sem handtekinn var eftir að vera sak- aður um að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu á laugardag, var f luttur á sjúkrahús vegna ofnæmis- viðbragða í gær. Navalny hlaut þrjátíu daga fang- elsisdóm fyrir skipulagningu mót- mæla í tengslum við kosningar sem fram fara í Rússlandi í september. Yfir 1.000 manns voru handtekin á mótmælunum þar sem krafist var frjálsra kosninga í landinu. Boðað var til mótmælanna eftir að stjórn- völd neituðu bæði óf lokksbundn- um frambjóðendum og stjórnar- andstæðingum að gefa kost á sér í kosningunum og sögðu þá óhæfa vegna þess að þeir hefðu ekki af lað nægilegs fjölda gildra undirskrifta fyrir framboð sitt. – bdj Úr fangelsi á sjúkrahús Alexei Navalny var fluttur á sjúkra- hús með ofnæmisviðbrögð í gær. NORDICPHOTOS/GETTY BRETLAND Nágrönnum Harrys Bretaprins og Meghan Markle voru settar reglur um það hvernig skuli umgangast hjónin umhverf- is heimili þeirra. Reglurnar voru settar fram á fundi íbúa sem búa á Windsor-eigninni og fólu meðal annars í sér bann við að klappa hundum hjónanna. Íbúar staðarins starfa allir í hirð drottningar og segjast vita mæta vel hvernig umgangast skuli kónga- fólk, en aðrar reglur á listanum settu bann við því að heilsa hjón- unum að fyrra bragði, óska eftir því að sjá Archie son þeirra, bjóðast til þess að passa hann eða fara út með hundana. Harry og Meghan segjast ekki hafa vitað af fundinum og að þau hafi ekkert með málið að gera heldur sé um reglur frá höllinni að ræða. – bdj Bannað að klappa hundunum Meghan Markle ásamt hundi þeirra hjóna. NORDICPHOTOS/GETTY 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 D -0 B 1 C 2 3 7 D -0 9 E 0 2 3 7 D -0 8 A 4 2 3 7 D -0 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 8 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.