Fréttablaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.07.2019, Blaðsíða 12
Barcelona Börsungar eiga ótrúlega mörg vond félagaskipti undanfarin ár. Úkraínumaðurinn Dmytro Chyhrynskyi kostaði ógurlega upphæð en spilaði aðeins 14 leiki með félaginu. Þá ákvað félagið að rífa upp veskið fyrir Paulinho frá Kína, fá Kevin-Prince Boateng að láni, kaupa Alex Song frá Arsenal og svona mætti lengi telja. Brasil- íska undrabarnið Keirrison toppar þó trúlega listann. Hann kostaði 14 milljónir evra en spilaði aldrei leik fyrir félagið. Var aldrei nálægt því og flestir eru sammála um að þarna hafi nokkrir milljarðar farið í vaskinn. Juventus Það eru tíu ár síðan Juventus endaði í sjöunda sæti í Seriu A, komst ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni og Fulham vann liðið í Evrópudeildinni. Enda var miðjan skipuð Diego, Christian Poulsen og Felipe Melo sem allir voru flopp. Liðið tapaði 19 leikjum þetta árið enda var það stokkað upp í kjölfarið. Real Madrid Hér þyrfti nánast heilt blað til að fara í gegnum félagaskiptaflopp félagsins. Nicolas Anelka kom 2009 en stoppaði aðeins eitt tíma- bil og var bannaður í 45 daga fyrir að neita að æfa. Royston Drenthe, Michael Essien, lánssamningurinn við Julien Faubert en fáir toppa Elvir Baljic sem kostaði 26 millj- ónir punda 1999. Það er gríðarleg upphæð – jafnvel í dag og hann var dýrasti leikmaður Balkan- skagans til ársins 2011 þegar Edin Dzeko hirti nafnbótina af honum. Baljic var þrjú ár hjá Real, spilaði 11 leiki, þar af þrjá í byrjunarliðinu og skoraði eitt mark. Denilson Real Betis gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims eftir HM 1998 þar sem hann þótti ansi skemmtilegur á velli. Á sínum sjö árum skoraði hann 13 mörk fyrir félagið. Winston Bogarde Vissulega kostaði hann ekki mikið þegar hann kom til Chelsea frá Barcelona en hann fékk 40 þúsund pund á viku, um sjö milljónir króna. Hann spilaði 12 leiki með félaginu og var látinn æfa með unglinga- liðinu. Chelsea vildi ekkert gera með Bogarde en honum var sama. Hann fékk sínar milljónir í hverri viku og hló alla leið í bankann öll sín fjögur samn- ingsbundnu ár, með um 1,2 milljarða króna. Massimo Taibi Það var alltaf erfitt að reyna að feta í fótspor Peters Schmeichel sem hafði farið til Portúgals eftir að hafa unnið þrennuna. En fjórir leikir er ekkert sérstakt. Hann varð maður leiksins gegn Liverpool í sínum fyrsta leik en mistök hans gerðu Liverpool kleift að skora eitt mark. Næsti leikur var við Chelsea þar sem United tapaði 5:0. Þriðji leikurinn var svo frægur leikur gegn Southampton þar sem hann var kallaður Blindi Feneyingurinn af einu dagblaði. Fjórði leikurinn var svo steindautt 0:0 jafntefli. En Ferguson var búinn að sjá nóg og sendi hann aftur til Ítalíu. Milljón pund á leik er helvíti dýrt – jafn- vel fyrir Manchester United. Mario Götze Skoraði sigurmarkið á HM 2014 og auðvitað kom FC Bayern bankandi á dyrnar. En Götze var bara ekki nógu góður til að spila fyrir stórlið Bayern og hann var lítið áberandi. Byrjaði líka á því að vera í Nike-bol við kynningu sína hjá FC Bayern, nokkuð sem fór ekki vel í neinn hjá félaginu enda hafa Adidas og FC Bayern haldist í hendur ansi lengi. Bebe Rauðliðar í Manchester borg komu heiminum á óvart þegar Bebe birtist árið 2010. Sumir segja að félagið hafi borgað 7,4 milljónir punda fyrir kappann en aðrir segja að það hafi verið meira. Allavega þá var þetta mjög skrýtin kaup sem enginn skilur. Jo Vissulega voru þetta kaup sem flestir skildu en mánuði eftir að hann kom var City keypt af for- ríkum olíuköllum og fór að spila einhvern annan leik. Út með hið gamla og inn með hið nýja. Jo var hluti af því gamla og 16 milljónir punda fóru í vaskinn. Hann spilaði 21 leik með félaginu og skoraði eitt mark. Aðrir góðir flopparar n Carlos Tevez Boca Juniors - Shanghai Shenhua n Christian Benteke Aston Villa - Liverpool n Andriy Shevchenko AC Milan - Chelsea n Gaizka Mendieta Valencia - Lazio n Asier Illarramendi Real Sociedad - Rel Madrid n Afonso Alves Heerenveen – Middlesbrough n Dani Osvaldo Roma – Southampton n Allir sem komu til Fulham í fyrra n Roberto Soldado Valencia – Tottenham n Alberto Aquilani Roma – Liverpool Furðukaup og flopp Leikmenn hafa gengið kaupum og sölum þetta sumarið eins og venjan er. Ljóst er að sum munu heppnast en önnur ekki eins og sagan hefur sýnt. Fréttablaðið tók saman nokkur félaga- skipti sem fá jafnvel reyndustu og fróðustu sérfræðinga til að klóra sér í kollinum. Robbie Keane Það hljómar svolítið klikkað að Inter hafi keypt 19 ára Íra frá Coventry á fáránlega upphæð. Marcello Lippi stýrði Inter og vildi ólmur fá kauða. En, eins og svo oft áður þá var Lippi rekinn og nýi stjórinn vildi ekkert með Keane hafa. Hann var því lánaður til Leeds nokkrum mánuðum síðar eftir sex leiki í Seriu A. 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 C -E D 7 C 2 3 7 C -E C 4 0 2 3 7 C -E B 0 4 2 3 7 C -E 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 8 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.