Fréttablaðið - 29.07.2019, Side 34

Fréttablaðið - 29.07.2019, Side 34
EKKERT BRUDL Hafrarvörur Yosa Grísk Hafrajógúrt Hrein, 500 g kr./1 l259 Yosa Hafradrykkur Rich Barista, 1 l kr./500 g298 Gott í kaffið Auðvelt að flóa Fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur á þaki Arnarhvols prýða miðbæinn og vekja verð- skuldaða athygli. Tákn, listaverk Stein-unnar Þórarinsdóttur á þaki Arnarhvols við Ingólfsstræti, setur sannarlega skemmti-legan svip á miðbæ- inn, en þarna er um að ræða ellefu fígúrur úr steyptu áli. „Þessar fígúrur voru upphaf- lega gerðar fyrir sýningu í sögu- safni þýska hersins í Dresden sem er mögnuð bygging frá 18. öld með viðbót eftir Daniel Liebeskind frá árinu 2013. Verkin voru staðsett á ákveðnum stöðum á þessari bygg- ingu sem geymdi á sínum tíma vopnabúr þýska hersins. Þar höfðu áður verið klassískar styttur af karlmönnum með skildi og sverð, en þær hurfu í stríðinu 1943 og fundust aldrei aftur. Grunnhug- myndin var að setja á sömu staði mínar kynlausu fígúrur og skapa þannig andstæður við gömlu verkin og hugmyndina um stríð og of beldi,“ segir Steinunn. Nú prýða þessar sömu fígúrur Arnarhvol. Steinunn er spurð hvað hún vilji að þær tákni. „Þær eru eins og öll mín verk ákveðinn óður til mennskunnar í okkur öllum, óháð kyni og litarhætti. Þær eru líka tilvísun í þá fornu hefð höggmynda sem prýða gamlar byggingar víða um heim og eru oft staðsettar á þökum eða ofarlega á byggingum þannig að áhorfand- inn horfir upp til þeirra. Meðan ég vann að verkinu þá dvaldi ég í Róm á gestavinnustofu norrænna lista- manna sem er nánast við hliðina á Vatíkaninu en þar má einmitt víða sjá dæmi um þessa fornu hefð. Hér á Íslandi var bara ein bygging svo vitað sé með slíkum fígúrum uppi á þaki en það var gamla apótekið við Austurvöll sem nú er horfið. Á því voru tvö verk eftir Thor- valdsen. Það er líka áhugavert að setja hluti í nýtt samhengi, eins og ger- ist þegar þetta verk var sett upp á Arnarhvol í nágrenni við Arnarhól, þann táknræna stað. Um leið horfa fígúrurnar yfir hinn nýja miðbæ. Í þessari innsetningu má á vissan hátt nema samruna hins gamla og nýja en það er tema sem ég hef lengi verið upptekin af. Í heild hefur verkið í mínum huga margar raddir, rétt eins og margradda kór. Hver og ein fígúra er einstök og á sitt lag en saman mynda þær heild sem er stærri og meiri en einstaklingarnir sjálfir.“ Eins konar kennileiti Sýningin er hluti af dagskrá Lista- safns Reykjavíkur á ári listar í almannarými og til stendur að verkin verði tekin niður í byrjun september. Fari svo er víst að margir munu sakna þeirra en fígúrurnar hafa vakið gríðarlega athygli. Áhug- inn á þeim hefur ekki farið fram hjá Steinunni. „Ráðuneytisfólk í Arnar- hvoli segir mér að það sé mikið um það að fólk komi inn og spyrji um þær og endalaust er verið að mynda verkið. Það er orðið að eins konar kennileiti og mér finnst frá- bært hvað því hefur verið vel tekið. Þessi sýning er heljarinnar inngrip í umhverfi sem við erum vön að sjá og upplifa á einn hátt eða erum kannski hætt að taka eftir.“ Finnst henni nægilega mikið hugað að list í almannarými hér á landi? „Að mörgu leyti erum við þokkalega stödd miðað við mörg önnur lönd í þeim efnum ef við eigum að nota það sem viðmið,“ segir hún. „Listin er gríðarlega mikilvægur hluti af umhverfinu og hún hreyfir við fólki og fær það til að horfa á umhverfið öðruvísi en það er vant að gera. Hver manneskja tengist svo við verkin á sinn per- Óður til mennskunnar „Listin er gríðarlega mikilvægur hluti af umhverfinu og hún hreyfir við fólki,“ segir Steinunn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sónulega hátt, sem er líka skemmti- legt.“ Þessa dagana er Steinunn að vinna verk fyrir svissneskan safn- ara. „Þetta er fígúra sem er unnin sérstaklega fyrir garðinn hjá honum og mun horfa yfir til svissnesku Alpanna. Ég er líka þessa dagana að gera tillögu að verki fyrir lagadeild Háskólans í Vancouver í Kanada.“ Verk sem heilla alla Steinunn er eftirsóttur listamaður og reyndar svo mjög að verkum hennar hefur verið stolið oftar en einu sinni, síðast í fyrra í Bandaríkj- unum. Verk hennar heilla jafnt börn sem fullorðna og sjálf hefur hún orð á því með bros á vör að hundar sýni þeim oft sérstakan og lifandi áhuga. „Þeir eru áberandi hissa því þeir eru vanir að sjá fólk hreyfa sig og þegar þeir sjá þessar hreyfingarlausu verur verða þeir bæði hræddir og spenntir.“ Spurð hvað hún haldi að geri að verkum að fólk tengi svo vel við verkin segir hún: „Ég held að það sé mennskan og að hluta til líka það að verkin eru hlutlaus og verða eðli- legur hluti af mannlegu umhverfi. Þannig geta allir samsamað sig við þær. Svo er líka mikið til í frasanum að maður sé manns gaman. Við erum forvitin um okkur sjálf.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞESSI SÝNING ER HELJARINNAR INNGRIP Í UMHVERFI SEM VIÐ ERUM VÖN AÐ SJÁ OG UPPLIFA Á EINN HÁTT EÐA ERUM KANNSKI HÆTT AÐ TAKA EFTIR. „Í heild hefur verkið í mínum huga margar raddir, rétt eins og margradda kór.“ 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 9 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 D -0 B 1 C 2 3 7 D -0 9 E 0 2 3 7 D -0 8 A 4 2 3 7 D -0 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 8 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.