Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 6

Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 6
VESTFIRÐIR „Það að laga þennan veg er ekki eina leiðin til að komast að framkvæmdasvæði Hvalárvirkjun- ar. Þótt landeigendur reyni að koma í veg fyrir vegabæturnar þá mun það engu breyta varðandi virkjunina,“ segir Ásgeir Margeirsson, stjórnar- formaður VesturVerks. Hluti landeigenda í Seljanesi í Árneshreppi leitaði álits lög- fræðinga vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við veg á landi þeirra. Framkvæmdirnar eru fyrsti hluti framkvæmda við Hvalárvirkjun og er fyrirhugað hlutverk hins nýja vegar að ferja vinnuvélar og önnur tæki að virkjunarsvæðinu. Land- eigendurnir segja Vegagerðina hafa skráð veginn sem þjóðveg án þess að hafa til þess heimild og hafa þar af leiðandi ekki leyfi til að hefja fram- kvæmdir á svæðinu. Vegagerðin segir að samkvæmt lögum teljist vegir sem viðhaldið hefur verið með almannafé um ára- tugaskeið tilheyra íslenska ríkinu þrátt fyrir að eignarheimild liggi ekki formlega fyrir. „Lokaniðurstaðan er þannig að Vegagerðin hefur á engan hátt fært sönnur á það að þeir eigi veginn og hafi tekið hann yfir á þjóðvegaskrá með réttum hætti, það kemur bara klárlega í ljós,“ segir Guðmundur Arngrímsson, fyrirsvarsmaður landeigendanna. „Vegagerðinni er heldur alls ekki heimilt samkvæmt lögum að fram- selja þetta veghald sem þeir hafa framselt,“ segir Guðmundur og á þar við að Vegagerðin hafi framselt fyrirtækinu VesturVerki ehf., sem sér um framkvæmdir á svæðinu, afnot af veginum. Vegagerðin tekur fram að stofn- unin hafi veitt 2,4 milljónir af fjár- heimildum sínum í lagfæringar á veginum á árunum 2003-2004 og hafi það verið gert í góðu samkomu- lagi við landeigendur. „Þeir komu með einhverja möl þarna 2004 en þessi vegur er miklu, miklu eldri,“ segir Guðmundur. „Aldrei nokkurn tímann var haft samráð við landeigendur um yfir- töku á þessum slóða,“ bætir hann við. Í álitsgerðinni sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að framkvæmdaleyfið sem gefið var út af Árneshreppi til Vestur- Verks veiti leyfi til lagfæringa á vegi með allt að tólf metra breiðu fram- kvæmdasvæði. Vegurinn í Seljanesi er einungis fjögurra metra breiður og verði framkvæmdasvæðið nýtt að fullu sé því um að ræða eignaupp- töku á þrisvar sinnum stærra land- svæði en nú er nýtt undir veginn. „Við munum ekki taka því þegj- andi og hljóðalaust að það verði farið með jarðýtur og beltagröfur þarna inn í landið og allt stór- skemmt, það verður aldrei. Ekki fyrr en allur vafi er aftekinn um að rétt sé farið með og að rétt sé farið að. Fyrr en það verður gert þá fara þeir ekki inn í Seljanesland,“ segir Guðmundur. Ásgeir segir þetta ekki skipta máli varðandi virkjunina. Það komi til greina að reisa bryggju í Ófeigsfirði og nota sjóleiðina, veg frá Ísafjarðar- djúpi eða frá Steingrímsfjarðarheiði. „Við erum að vinna samkvæmt samningi við Vegagerðina. Við erum að nota þessa leið að fengnum ábendingum frá yfirvöldum um að þetta sé heppilegasta leiðin. Ef aðrar leiðir eru farnar þá verða engar sam- göngubætur í sveitarfélaginu,“ segir Ásgeir. „Það eru þrjár aðrar leiðir að virkjunarsvæðinu og þessi aðgerð kemur ekki í veg fyrir virkjunina ef menn ætla sér það. Og ef fólk fer að stöðva framkvæmdirnar þá er það komið hinum megin við lögin.“ birnadrofn@frettabladid.is arib@frettabladid.is Þjóðvegurinn breytir litlu varðandi virkjun Landeigendur í Seljanesi hafa leitað álits lögfræðinga í tilefni af vegagerð vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Stjórnarformaður VesturVerks segir þrjár aðrar leiðir í boði að framkvæmdasvæðinu og mótmæli breyti engu. Vegurinn sem um ræðir er inni á landinu í Seljanesi og er einungis fjórir metrar á breidd. Fari svo að hann verði breikkaður í tólf metra, líkt og til stendur, er því um þreföldun hans að ræða. MYND/GUÐMUNDUR ARNGRÍMSSON GRILLJÓN ástæður til að grilla www.kronan.is ... því það er partý í kvöld Njóttu þess að hlakka til Tel Aviv, Jerúsalem og Eilat 18. til 29. október 2019 Ferðakynning hjá VITA Kynningarfundur um ferð til Landsins helga þann 15. ágúst kl. 17:30 á skrifstofu VITA, Skógarhlíð 12. Bílastæði og inngangur neðan við húsið. Fararstjóri: sr. Þórhallur Heimisson ÍS L E N S K A / S IA .I S V IT 9 2 3 8 9 0 8 / 19 HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook SKIPULAGSMÁL Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið segir að erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, eiganda lóðarinnar Aðalstrætis 12b á Akureyri, hafi verið tekið til efnis- legrar meðferðar í ráðuneytinu og eingöngu sé verið að fylgja að lögum um minjavernd. Hjörleifur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, hefði hundsað erindi sitt og hann sæti uppi með lóð sem ekki megi byggja á nema kosta fornleifa- uppgröft. Ráðuneytið segir í bréfi til Frétta- blaðsins að erindi Hjörleifs frá því í fyrra hafi verið svarað í janúar. Það fari ekki á milli mála að minjar eldri en 100 ára, sem teljist þá til forn- minja, sé að finna á lóðinni og því þurfi að fara fram rannsókn. Samkvæmt lögum beri fram- kvæmdaaðila að greiða kostnað við rannsóknir á fornleifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Minja- stofnun hafi bent Hjörleifi á að leita sér tilboða í verkið og sækja um styrk fyrir því í fornminjasjóð. Það hafi hann ekki gert. Í bréfinu segir einnig að ráðuneyt- ið hafi skrifað vottorð, sem fylgdi svarinu til Hjörleifs, þess efnis að aðili sem ætlaði að byggja sér íbúðar- hús á lóðinni ætti rétt á að sækja um styrk í fornminjasjóð. Er það skiln- ingur ráðuneytisins að einstaklingar sem þurfa að láta framkvæma forn- leifarannsókn á lóðum sínum eigi þess kost að sækja um styrk til þess úr fornminjasjóði. Það á hins vegar ekki við um aðila sem byggja fjölbýli í hagnaðarskyni. – ab Ráðuneytið búið að svara Hjörleifi Lilja Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra. Ef aðrar leiðir eru farnar þá verða engar samgöngubætur í sveitarfélaginu. Ásgeir Margeirs- son, stjórnarfor- maður Vestur- Verks 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 0 -F 3 D 8 2 3 9 0 -F 2 9 C 2 3 9 0 -F 1 6 0 2 3 9 0 -F 0 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.