Fréttablaðið - 10.08.2019, Síða 26
ÉG VISSI STRAX ÞÁ AÐ ÉG
YRÐI AÐ ÞORA AÐ VERÐA
LISTAMAÐUR OG LÍKA AÐ
ÞAÐ GÆTI ORÐIÐ HÆTTU-
LEGT. MAÐUR GETUR AUÐ-
VITAÐ ENDAÐ SEM GALINN
MAÐUR Á STOFNUN.
Það er bjart yfir systkin-unum Arndísi og Högna sem koma til fundar við blaðamann í blómum prýddum Alþingisgarð-inum. Högni hefur verið
á tónleikaferðalagi um landið og
undirbýr tónleika með Hjaltalín
í Eldborg. Og í næstu viku verður
frumsýnd ný íslensk kvikmynd,
Héraðið, í leikstjórn Gríms Hákonar-
sonar þar sem Arndís fer með aðal-
hlutverk.
Þó að það sé sextán ára aldurs-
munur á þeim eru þau Arndís og
Högni bundin sterkum böndum og
eru náin.
„Ég hef mikla móðurtilfinningu
gagnvart Högna og tvíburabróður
hans, Andra. Þeir eru yngstir en við
erum fjögur systkinin, ég er elst, þá
er það bróðir okkar hann Hrafnkell
sem er fimm árum yngri en ég. Áður
en Högni og Andri fæddust misstum
við bróður okkar,“ segir Arndís frá
en Egill Högni lést eftir skammvinn
veikindi aðeins fimm ára gamall.
„Þetta var eins og náttúruham-
farir sem komu yfir fjölskyldu
okkar. Mamma varð ólétt að Högna
og Andra ári eftir að hann dó. Þá var
ég sextán ára gömul og mér fannst
ég þurfa að passa þá gagnvart heim-
inum. Ég var í MH á brjáluðu tímabili
og að ganga í gegnum unglingsárin
en var á sama tíma haldin þessari
ríku ábyrgðartilfinningu,“ segir
Arndís frá og Högni tekur undir að
missirinn hafi komið yfir fjölskyld-
una eins og hamfarir.
Missti trúna á hið góða
„Allir skilja það að fjölskyldan
okkar missti trúna á hið góða þegar
litli strákurinn þeirra var tekinn frá
þeim. Foreldrar okkar skildu og það
varð erfitt á heimilinu,“ segir Högni.
Þau taka það samt bæði fram að þau
hafi fengið mjög kærleiksríkt og
hvetjandi uppeldi enda foreldrar
þeirra gott fólk. En skilnaður tekur
á alla fjölskyldumeðlimi og er aldr-
ei auðveldur. Ég upplifði ekki fráfall
bróður míns, en tómarúmið sem
ríkti á eftir,“ segir Högni og segist
ríkur að hafa átt sterka systur sem
var honum mikil fyrirmynd.
„Ég bý við endalausan kærleika
frá systur minni og hún var mér
sterk fyrirmynd. Hún var töff og
með fjólublátt hár, hún hlustaði
á góða tónlist, franska og gamla
slagara og átti f lippaðan mynd-
listarkærasta. Hún flutti til Parísar
um tvítugt í nám og við fengum að
heimsækja hana þangað nokkrum
sinnum. Ég varð fyrir miklum
áhrifum af Arndísi og ég leit upp til
hennar.“
Systkinin voru bæði listelsk frá
unga aldri. „Þú varst alltaf að teikna,
ég man eftir því að þú teiknaðir afar
listrænar og f lottar myndir aðeins
tíu ára gamall,“ segir Arndís og
Högni rifjar upp ferðalag til Flórída
með pabba þeirra.
„Ég man eftir þessu. Við fórum í
frí með pabba til Flórída. Hann vildi
fara í svona týpískt fjölskylduferða-
lag og bjóða okkur í Disneyland. Við
borðuðum svo mikið af hamborg-
urum, þú sagðir að við hefðum öll
komið eins og tunnur til baka,“
segir Högni og Arndís skellir upp
úr og segist handviss um að það
hafi ekki verið hún sem hafði þau
orð um ásigkomulagið á þeim eftir
hamborgaraátið í Flórída heldur
mamma þeirra.
„En alla vega þá teiknaði ég
dramatískar myndir. Sat í bílnum
á hraðbrautinni og teiknaði sólina
með svörtum kolum. Teiknaði
myrkrið í lífinu þarna í Flórída,“
segir hann brosandi.
„En það er rétt hjá Arndísi að ég
var strax á þessum aldri staðráðinn
í að verða listamaður og var haldinn
þessari óslökkvandi forvitni og þrá.
Ég vissi strax þá að ég yrði að þora
að verða listamaður og líka að það
gæti orðið hættulegt. Maður getur
auðvitað endað sem galinn maður
á stofnun,“ segir hann og gerir
grimmt grín að sjálfum sér. Högni
lýsti fyrir nokkrum árum reynslu
sinni af því að greinast með geð-
hvörf og hefur tekið virkan þátt í að
opna umræðuna um þýðingu þess
að takast á við djúpar geðsveif lur
og varpa burt skömm og alls kyns
mýtum sem fylgja því.
Geðhvörf og tungumálið
Hefur það einhvern tímann verið
byrði að nærri allir landsmenn vita
hvað þú ert að takast á við?
„Nei, það held ég það ekki. Þetta
er bara svona,“ segir Högni. „Það
skiptir miklu máli að vinna að
betri samfélagslegri meðvitund
um geðheilbrigðismál og opna á
umræðuna.“
Finnst þér þá skipta máli að þeir
sem eru með geðhvörfin lýsi reynslu
sinni til að rétta af myndina?
„Já, það er til dæmis ennþá talað
um að fólk sé veikt þegar það er í
maníu. Ég er ekki sammála því að
nota tungumálið á þennan hátt um
geðhvörf. Ég gæti farið í rándýra
greiningu á geðhvörfum og rætt um
andatrú, goðsögur, menningarsögu,
drauma og það hvernig hugmyndir
hafa mótast um hugarburð okkar.
En ég bíð aðeins með það. Það sem
skiptir máli er hins vegar að inn-
sæi og reynsla okkar sem erum að
takast á við þetta skiptir máli. Ég er
um þessar mundir að ljúka við gerð
heimildarmyndar um þessi mál-
efni ásamt Andra Snæ Magnasyni,
um heimsókn mína til fílaprinsess-
unnar í Nepal sem er einnig með
geðhvörf.“
Myndin sem Högni segir frá ber
vinnutitilinn Þriðji póllinn og segir
frá fílaprinsessunni Önnu Töru sem
kallar til sín Högna til að kveða
niður skömmina sem fylgir geð-
hvörfum með því að halda saman
tónleika í Katmandú.
Einveran í Búðardal magísk
Þau sitja ekki auðum höndum,
systkinin, og þess er ekki langt að
bíða að landsmenn fái að horfa á
nýjustu kvikmynd Gríms Hákonar-
sonar, Héraðið. Hún verður frum-
sýnd 14. ágúst og fjallar um kúa-
bóndann Ingu sem Arndís leikur.
Tökur fóru að miklu leyti fram við
Erpsstaði í Dalasýslu og Arndís
þurfti að undirbúa sig undir hlut-
verkið og réð sig í sveit til Heiðu
Guðnýjar fjallabónda til að læra
réttu handtökin.
„Helga og Þorgrímur, bændurnir
á Erpsstöðum þar sem myndin er
tekin upp, hjálpuðu mér líka að
finna taktinn í bústörfunum og
kenndu mér á traktora og alls
kyns f leiri tryllitæki. Ég er borgar-
Vinátta
listelskra
systkina
Högni og Arndís eru miklir vinir. Arndís segist hafa móðurtilfinningu gagnvart honum og tvíburabróður hans, Andra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Systkinin Arndís
og Högni Egilsbörn
tala um fjölskyldu-
söguna og vináttuna
sem einkennir sam-
band þeirra. Listin
færir þau enn nær
hvort öðru og stund-
um fá þau tækifæri
til að vinna saman.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
1
-0
C
8
8
2
3
9
1
-0
B
4
C
2
3
9
1
-0
A
1
0
2
3
9
1
-0
8
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
9
6
s
_
9
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K