Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 28
barn, var aldrei send í sveit sem barn og þurfti að læra réttu hand- tökin. Tökurnar fóru svo að mestu fram þar síðasta vetur og reyndu á líkamlega. Ég þurfti að læra mikið, það var kalt og ég var alltaf í þess- um kraftgalla. En þetta var magnað tímabil og kærleiksríkt með sam- heldnu fólki sem mér þykir vænt um. Ég var mikið ein og það kom mér á óvart hvað það reyndist mér vel. Ég bjó í litlu húsi í Búðardal sem stóð við hafið. Og þar var ég mest ein, í nærri tvo mánuði. Mér fannst þetta mjög gott fyrir fókus- inn. Auðvitað saknaði ég fjölskyldu minnar og fór heim í páskafrí og svona. En ég á alveg magískar töfra- stundir innra með mér þar sem ég sat snemma á morgnana og seint á kvöldin við gluggann og horfði út á hafið. Mér finnst ég aldrei hafa séð jafn fallegan himin. Meira að segja Úlf hildur dóttir mín sem kom til mín í heimsókn í húsið ásamt eigin- manni mínum, Eiríki Stephensen, sagði við mig um daginn, mamma, eigum við ekki að fara einhvern tímann aftur í þetta hús í Búðar- dal? Hún fann þetta líka, alveg einstaka fegurð, einbeitingu og ró.“ Og hvernig myndir þú lýsa aðal- söguhetjunni, Ingu? „Inga er kúabóndi og rekur stórt kúabú í einhverjum firði á Íslandi. Börnin eru orðin stór og farin í skóla. Hún og maðurinn hennar eru þarna ein en hann deyr þarna í byrjun myndarinnar. Í þessu sorg- arferli þá uppgötvar hún ýmislegt. Til dæmis spillingu í samfélaginu og hún fer í baráttuham. Þetta er í raun klassísk saga lítilmagna sem rís upp gegn yfirvaldinu og hún er svolítil jaðarmanneskja þarna í bændasamfélaginu sem er mest karlar. Hún er að minnsta kosti ekki alveg normið þarna í sveit- inni.“ Ástin getur verið innantóm Högni hefur verið á tónleikaferða- lagi um landið. Hann hélt ellefu tón- leika á tveimur vikum. Finnst þér gott að vera úti á landi? Finnur þú fyrir einbeitingu og friði eins og systir þín? „Ég íhuga meira í náttúrunni. Það verður til samhengi við náttúruna. Að fylgjast með tímanum líða út frá sjónarhóli trés. Eða hugsa um það hvernig jörðin snýst út frá óra- víddum geimsins. Mér finnst verð- mætt að fá tíma til þess að vera einn. Maður finnur einhvern sannleika og þarf tíma og fókus til þess. Ég hugsaði svolítið um hlýnun jarðar í sumar og hvaða meðvitund fólk þarf til þess að takast á við vandann. Og praktískar lausnir á því. Við þurfum að standa við Parísarsáttmálann. Ég hugsaði líka um ástina og kærleik- ann. En hún getur verið svo innan- tóm og afvegaleiðandi, því án vits komumst við ekki áfram. Ástin er ekki nóg, það þarf að gera eitthvað.“ Systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman og nú semur Högni tónlistina fyrir aðra kvikmynd sem Arndís fer með hlutverk í, Ölmu, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur en Snæfríður Ingvarsdóttir, unnusta Högna, leikur aðalhlutverkið. Kvik- myndin er í vinnslu og verður lík- lega sýnd á næsta ári. „Það er gott að tengjast líka sem vinnufélagar, þá hitti ég þig líka meira,“ segir Arndís. „Þetta er magnað verk Kristínar og ég hlakka til þegar landsmenn fá að sjá kvikmyndina. Ég væri ann- ars til í að semja sinfónískt verk um þig, svona ævintýri þar sem þú ert skessa!“ segir Högni og Arndís hlær. Laxasalat og línuskautar Högni, segðu mér eitthvað um Arn- dísi sem lesendur hafa ekki minnsta grun um. „Hún elskar rækjusalat. Nei, laxa- salat, sem er svo miklu verra,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Ég meina hver borðar eiginlega laxasalat?“ bætir hann við og Arndís reynir ekki að verja þessa athugasemd hans þrátt fyrir ást sína á laxasalati. En hvað um hann Högna? Spyr blaðamaður og gefur Arndísi tæki- færi til að svara fyrir sig. „Fólk heldur að það viti allt um Högna. En það gerir það alls ekki. Hann er ofsalega barngóður, mjög góður og skemmtilegur við stelpuna mína og mér þykir rosalega vænt um það. Hann er líka alveg fárán- lega góður á línuskautum,“ segir Arndís. „Ég elskaði að fara á línuskauta sem krakki. Fór á Ingólfstorg og stökk á þeim úr tröppunum. Æðsti draumur minn þá var að komast á spons hjá Intersport. Nú væri ég meira til í spons frá Bang & Olufsen. Annað sem fáir vita um mig er að ég er gríðarlegur keppnismaður og legg mikið á mig til að verða góður í því sem ég geri. Að spila tónlist. Ég æfi mig mikið. Fólk hefur stundum skrýtnar hugmyndir um músík, að hún komi til manns á einhvern dularfullan hátt. En hún snýst um hárfína og nákvæma, mikla vinnu. Hún er gáfa sem þarf stöðugt að vera að vinna í og tengja við. Tónskáld er maður sem vaknar á morgnana, burstar tennurnar, horfir á spegil- mynd sína og hugsar, ég nenni ekki að fara að vinna í dag. En gerir það samt. Því músík er þess virði, hún er svo merkileg. Hún er ósýnilegt andrúmsloft tíðna heimsins. Allt sem við sjáum er tíðni, tónlistin er leikur að tíðninni og magnað afl.“ Frílanslífið taugatrekkjandi Stór verkefni eru fram undan hjá þeim báðum í vetur. Arndís er að fara að leika í verkinu Engillinn í Þjóðleikhúsinu sem er byggt á gjörningum og leikritum Þorvaldar Þorsteinssonar og Högni undirbýr tvenna stórtónleika Hjaltalín sem verða í Hörpunni í september. „Þegar maður er frílans þá koma reglulega stundir þar sem maður hugsar, æi, ég fæ engin hlutverk. Ég á bara eftir að leika þessa bóndakonu og svo verður ekkert meir.“ Högni kannast vel við þennan hugsunarhátt. „Já, maður hugsar bara með sér, æi, nú pakka ég bara saman og fer að læra fiskihagfræði og sel fisk. Ég er ömurlegur lista- maður.“ „Þetta er bara hluti af manni, kannski taka sumir skarpari dýfur. Frílanslífið getur verið taugatrekkj- andi en það er líka gott,“ segir Arn- dís. „Þú hefur engan til að verja. Ert frjáls, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga ekki kost á þessu frelsi. Frelsið er dýrmætt öllum lista- mönnum,“ segir Högni. „Mér finnst eðlilegt að efast reglu- lega um hvað maður hefur fram að færa. Þú ert eiginlega algjör fáviti ef þú efast ekki nokkurn tímann,“ segir Arndís. Högni minnir á að það megi þó ekki staldra lengi við í sjálfsgagn- rýni. „En samt er engin dyggð að efast. Það á enginn að smækka sig. Þú átt að þora að taka þér það pláss sem þú þarft og það er skylda þín sem manneskja að gera það sem hugur- inn stendur til.“ Frílanslífið getur verið taugatrekkjandi og efinn fylgir því að skapa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FÓLK HELDUR AÐ ÞAÐ VITI ALLT UM HÖGNA. EN ÞAÐ GERIR ÞAÐ ALLS EKKI. HANN ER OFSALEGA BARNGÓÐUR, MJÖG GÓÐUR OG SKEMMTILEGUR VIÐ STELPUNA MÍNA OG MÉR ÞYKIR ROSALEGA VÆNT UM ÞAÐ. HANN ER LÍKA ALVEG FÁRÁNLEGA GÓÐUR Á LÍNUSKAUTUM. S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Á réttri leið Hádegisfundur með þingflokki sjálfstæðismanna Í dag, laugardaginn 10. ágúst kl. 11:00 stendur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fyrir opnum fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Á fundinum mun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, ræða stjórnmálaviðhorfið og sitja þingmenn síðan fyrir svörum. Kaffiveitingar og allir velkomnir! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 0 -F 8 C 8 2 3 9 0 -F 7 8 C 2 3 9 0 -F 6 5 0 2 3 9 0 -F 5 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.