Fréttablaðið - 10.08.2019, Page 36

Fréttablaðið - 10.08.2019, Page 36
hagvangur.is Upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. FÉLAGSMÁLASTJÓRI Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra frá 1. september 2019. Starfið Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málaflokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr í verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndar- málum samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum. Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið. Starfið kallar því á talsverða teymisvinnu og samskipti við fagfólk og aðra á svæðinu auk sjálfstæðra vinnubragða. Helstu hæfniskröfur • Meistarapróf í félagsráðgjöf • Stjórnunarreynsla æskileg • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vilja og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru: Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra hagvangur.is Upplýsingar veita: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856 4302 - kjartan@dvalarheimili.is Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. HJÚKRUNARFORSTJÓRI Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á öldrunarmálum og vilja til að takast á við krefjandi verkefni. Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forystu og ábyrgð á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu. Að auki stjórnar hjúkrunarforstjóri faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Menntunar- og hæfnikröfur • Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi • Menntun eða starfsreynsla á sviði öldrunarhjúkrunar eða stjórnunar er skilyrði • Reynsla og þekking á rekstri á sviði öldrunarmála er æskileg • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er áskilin sem og hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega Á Höfða eru 74 íbúar, 61 í hjúkrunarrýmum, 4 í biðhjúkrunarrýmum og 9 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið eru á www.dvalarheimili.is. 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 1 -2 F 1 8 2 3 9 1 -2 D D C 2 3 9 1 -2 C A 0 2 3 9 1 -2 B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.