Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 52
Skólastjóri Fossvogsskóla Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Fossvogsskóla lausa til umsóknar. Fossvogsskóli er hverfisskóli í Blesugrófar- og Fossvogshverfi, stofnaður árið 1971. Í skólanum eru um 340 nemendur í 1.-7. bekk. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í Fossvogsdalnum en þaðan eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í útivistarperlur borgarinnar, Elliðaárdal og Nauthólsvík. Áhersla er á umhverfis- og lýðheilsumál og hefur skólinn tekið þátt í Grænfánaverkefninu frá árinu 2000 og í verkefni um Heilsueflandi skóla. Mikil hjólamenning er í skólanum og nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu kennara og verið er að innleiða leiðsagnarnám. Einkunnarorð skólans eru …vertu til að leggja hönd á plóg … og vísar til þess að menntun barnanna er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins. Skólinn hefur á að skipa kraft- miklu og áhugasömu starfsfólki, stöðugleiki er í starfsmannahaldi og öflugt foreldrafélag starfar við skólann. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsnæði skólans á þessu ári. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi. Helstu verkefni og ábyrgð: • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðal- námskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutil- högun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Stjórnunarhæfileikar. • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. nóvember 2019. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir tvær stöður lausar til umsóknar Mannvirkja- og gæðafulltrúi Leitað er að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf mannvirkja- og gæðafulltrúa. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með byggingaframkvæmdum og uppbyggingu inn- viða auk þess að sinna öryggis- og gæðamálum. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Skaftafelli, en vinnan fer að mestu fram á Jökulsárlóni. Staða yfirland- varðar á Breiðamerkursandi er tilvalin fyrir einstakling sem hefur áhuga á að gera landvörslu að heilsársstarfi. Vinna við deiliskipulag á Jökulsárlóni, og stjórnunar- og verndaráætlun Breiðamerkursands, er í fullum gangi og hefur yfirlandvörður tækifæri á að taka þátt í mótun og skipulagningu á einstakri náttúruperlu Íslands. Um Vatnajökulsþjóðgarð Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Hjá Vatnajökuls- þjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki. Nánari upplýsingar um stöðurnar má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs, https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/ og á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019. ÚTILÍF ER ÖFLUGT SMÁSÖLUFYRIRTÆKI Á SVIÐI ÍÞRÓTTA OG ÚTIVISTAR. Fyrirtækið rekur í dag tvær stórglæsilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni og Smáralind. Útilíf er gæðafyrirtæki þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á liðsheild í skemmtilegu og eftirsóknarverðu starfsumhverfi þar sem samvinna er lykilatriði. Hjá Útilíf fá nýir starfsmenn þjálfun til þess að takast á við starf sitt og við veitum þeim grunnþekkingu og fræðslu um vörumerki og deildir fyrirtækisins. Lykillinn að velgengni í starfi hjá Útilíf er framúrskarandi þjónustuhæfileikar og góð mannleg samskipti. Við leggjum metnað okkar í að mennta starfsfólk á þessum sviðum. VerSlunarstjóri öflugur liðsmaður ÓSkast til að taka að sér verslunarstjórn í annarri af verslunum ÚTILÍFS Hæfniskröfur: Tölvukunnátta og menntun sem nýtist í starfinu. Reynsla af sölustörfum og stjórnun. Áhugi á íþróttum og útivist. Umsóknir og frestur: Áhugasamir sendi starfsumsókn ásamt ítarlegri ferilskrá til Harðar Magnússonar, hordurm@utilif.is, fyrir 21. ágúst 2019. Starfið felst í stjórnun á líflegum vinnustað þar sem allt byggist á ánægjulegri upplifun allra viðskiptavina. Verslunarstjóri þarf því að vera skipulagður, samviskusamur, heiðarlegur, jákvæður, lipur í mannlegum samskiptum og þjónustulundaður. KRINGLUNNI · SMÁRALIND uti l i f. is 20 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 0 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 9 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 1 -3 8 F 8 2 3 9 1 -3 7 B C 2 3 9 1 -3 6 8 0 2 3 9 1 -3 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.