Fréttablaðið - 10.08.2019, Side 74
Í tilefni Hinsegin daga 2019 verður opnuð hinsegin myndlistarsýning í Neskirkju í Reykjavík á sunnudaginn. Á sýningunni sem ber yfirskriftina „Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár“ verða kynnt
verk eftir listamennina Logn Draum
land, Viktoríu Guðnadóttur og Hrafnkel
Sigurðsson.
Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur Nes
kirkju, segir þema verka listamannanna
byggja á regnbogaþræði sem er hinsegin
leiðsögn á grunnsýningu Þjóðminja
safnsins, „Þjóð verður til“, sem var
opnuð haustið 2018. „Þar þótti skorta
á sýnileika hinsegin fólks. Eini aug
ljósi minnisvarðinn um tilvist hinsegin
fólks var regnbogafáni sem að lokum var
fenginn fastur samastaður á færiband
inu sem er táknmynd þjóðarsögunnar
síðustu 119 árin,“ segir Skúli.
Niðurstaðan var samstarf Sjónlista
ráðs Neskirkju og Þjóðminjasafnsins
um að bjóða listafólki að vinna ný verk
sem byggja á þemum í regnbogaþræð
inum. Nýr meðlimur sjónlistaráðsins,
Ynda Gestsson, átti frumkvæði að sýn
ingunni.
Tengir þjóðkirkjuna við hinsegin fólk
Skúli segist afar spenntur fyrir sýn
ingunni en þar er unnið út frá ýmsum
stefjum sem tengjast baráttu hin
segin fólks, eins og regnboganum,
fordómum og þöggun. „Verkunum er
ætlað að veita innsýn í reynsluheim
og tilfinningar hinsegin fólks gagn
vart valdastofnunum þjóðfélagsins
ásamt því að fagna fjölbreytileika
sköpunar og mannlífs,“ segir hann.
Skúli segir listkynningarnar mikilvægar
fyrir safnaðarstarfið. „Við getum lagt út
af þeim verkum sem eru í sýningu hverju
sinni. Ég er að vonast til að byggja betri
tengingar þjóðkirkjunnar við hinsegin
fólk,“ segir sóknarpresturinn.
Hrafnkell: Myndeind frá Hubble
Hrafnkell Sigurðsson sem lauk meist
aranámi í myndlist á Englandi árið
2002 hefur sýnt verk sín bæði á Íslandi
og erlendis. Verk hans eru í einka og
opinberum söfnum víða um heim.
Í verki Hrafnkels „Upplausn“ er varp
að fram þeirri hugmynd hvort hægt sé
að leysa upp veruleikann og mannlega
tilveru. Hann velur myndeind úr ljós
mynd sem tekin var með Hubblegeim
sjónaukanum og hefur verið stækkuð
upp að ystu mörkum. Þar tekur ímynd
unaraflið við og til verður f lókinn raf
textíll sem er vísir að stafrænu mál
verki. Með því að horfa sífellt dýpra inn
í myndina er áhorfandinn leiddur lengra
en nokkur hefur komist áður: að innstu
myndeindinni, að kjarna regnbogans,
tákni hinseginleikans.
Logn: Hinsegin feitir líkamar
Logn Draumland lauk háskólanámi
í myndlist á Englandi árið 2015. Hán
hefur sýnt bæði á Englandi og Íslandi
og eru verk háns í einkasöfnum í báðum
löndunum. Einnig hefur Logn annast
sýningarstjórnun hérlendis sem og á
Englandi þar sem hán hefur unnið fyrir
myndlistarsamvinnuhópinn „(Inspire) d
Wo(me)n“
Verk Logns ber titilinn „Hinsegin
feitir líkamar, staðfesting á tilvist“.
Verkið segir sögu skammar í íslenskri
menningu heiðni, kristni og ríkjandi
hugmyndafræði hvers tíma. Í kynningu
á sýningu segir: „Til að snúa dæminu við,
ef la samtakamáttinn og valdef la þá
valdalausu tef lir Logn fram líkömum
sem tengjast órjúfanlegum böndum
þegar þau geysast fram og útúr römm
unum til að skila skömminni þangað
sem hún á heima í samfélagi fordóma,
of beldis og kúgunar.“
Viktoría: Þöggun
Viktoría Guðnadóttir lauk meistara
námi í myndlist í Hollandi árið 2002.
Hún hefur sýnt bæði á Íslandi og í Hol
landi og eru verk hennar í einkasöfnum
í báðum löndunum.
Í verkinu „Þöggun“ veltir Viktoría
fyrir sér konu sem grafin er undir gleri
í gólfi Þjóðminjasafnsins. Tengsl Vikt
oríu við hina látnu konu byggjast á
vangaveltum um kynhneigð hennar og
samsömun kvenna á ólíkum tímum.
Viktoría segir að fátt hafi veitt sam
kynhneigðri konu skjól við upphaf
Íslandsbyggðar. Söguheimildir sýna
að kirkjulegum yfirvöldum hafi verið
kunnugt um samkynja ástir. Í skrifta
boðum Þorláks biskups frá 12. öld segir
að það teljist synd ef „konur eigast við
þangað til er þeim leysir girnd“. „Þessu
flókna samspili þöggunar, kærleika og
kúgunar kemur Viktoría á framfæri með
djúpa samkennd að leiðarljósi án þess að
ganga fram hjá sorg og sársauka,“ segir
enn fremur í kynningu.
Sýningin á Hinsegin myndlist í Nes
kirkju, Reykjavík stendur frá sunnudegi
11. ágúst til loka októbermánaðar.
david@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055.
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Ég er að vonast til að byggja
betri tengingar Þjóðkirkj -
unnar við hinsegin fólk.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Sigurður Guðmundsson
vélstjóri,
Leirubakka 28,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
2. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 13.
Kristín María Westlund
Herdís Dögg Sigurðardóttir Kristinn Johnsen
Kristín Eva Sigurðardóttir Ingvar Pálmarsson
og barnabörn.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Hinsegin list í Neskirkju
Á sýningu sem ber yfirskriftina „Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár“ eru kynnt verk
eftir listamennina Logn Draumland, Viktoríu Guðnadóttur og Hrafnkel Sigurðsson.
Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju, segir þema verkanna byggja á regnbogaþræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 0 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
0
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:0
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
9
1
-0
C
8
8
2
3
9
1
-0
B
4
C
2
3
9
1
-0
A
1
0
2
3
9
1
-0
8
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
9
6
s
_
9
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K