Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2019, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 16.05.2019, Qupperneq 6
Að þessu sinni langaði okkur að forvitnast um starfið hans Óskars Ívars- sonar en hann starfar hjá Hreinsunardeild Reykjanesbæjar. „Ég byrjaði að vinna hjá bænum árið 1982 þegar ég var 21.árs gamall en þá hafði ég verið að vinna í fiski í Stóru milljón. Pabbi minn, Ívar Magnússon, var þá einnig að vinna í því frysti- húsi en pabbi vildi frekar að ég færi að vinna hjá bænum því karlarnir í frystihúsinu voru oft leiðinlegir við mig og treystu mér ekki. Þeir leyfðu mér heldur ekki að vinna yfirvinnu. Svo við pabbi hættum báðir að vinna þarna og fórum frekar að vinna hjá bænum.“ Gott að vinna hjá bænum „Við bjuggum í Garðinum þá og ég keyrði okkur í vinnuna á morgnana til Keflavíkur. Við vorum með nesti í hádeginu en fengum heitan mat á kvöldin sem mamma eldaði en hún var að vinna í fiski hjá Nesfisk í Garði á daginn. Foreldrar mínir eru báðir látnir en mamma hét Ursula Magnús- son og var þýsk. Ég er hálfur Þjóðverji og kunni meira í þýsku þegar mamma var á lífi. Ég fór oft með foreldrum mínum til Þýskalands á bíl með Nor- rænu en ég á ættingja þar. Mér líkar mjög vel við karlana sem ég er að vinna með hjá Reykjanesbæ. Þeir eru stundum að gogga í mig og ég gogga í þá á móti því þetta er allt í gríni. Mér finnst gaman í vinnunni, sérstaklega á sumrin þegar það er svona bjart úti, þá er ég einnig hressari á morgnana eins og allir hinir. Ég vinn frá klukkan sjö á morgnana til klukkan þrjú á daginn en á föstudögum vinn ég bara til klukkan hálf eitt.“ Fólk má ganga betur um „Mér finnst gaman að sjá bæinn okkar hreinan. Fólk spyr mig stundum hvernig í ósköpunum ég nenni þessu en ég svara með því að mér líkar betur að vinna úti en að vera innilokaður á skrifstofu. Ég fæ hreyfingu og ferskt loft í vinnunni, það er bara gott. Fólk má alveg ganga betur um bæinn, stundum er mikið rusl í um- hverfinu. Það er ekki gott þegar fólk er að skrúfa niður bílrúður og henda rusli út um gluggann, það er hræðilegt og ekki hægt að líða. Við viljum öll hafa hreint í kringum okkur og landið okkar fagurt. Það hefur ekki mikið breyst umgengnin síðan ég byrjaði hér árið 1982 en stundum finnst mér túristar sóða meira út. Þeir koma á húsbílum og tæma í ruslakassana sem yfirfyllast sem er ekki gott.“ Gaman í Boccia „Stundum er ég þreyttur þegar ég kem heim á daginn en samt fer ég í Boccia einu sinni í viku og spila með Íþróttafélaginu NES. Það er gaman. Ég var að keppa um helgina með þeim á Akureyri og vann tvo leiki í einstaklingskeppni og tapaði einum. Í sveitakeppni gekk okkur ágætlega og komum heim með gull.“ Nýverið var stór dagur hjá kvenfélagskonum í Grindavík. Tilefnið var að Kvenfélag Grindavíkur var gestgjafi nítugasta aðalfundar Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) og 90 ára afmælis sambandsins en hvort tveggja var haldið í Gjánni, Grindavík. 90 ára afmæli Það er afar blómlegt félagsstarf innan kvenfélaga á landsvísu. Aðildarfélögin innan KSGK eru tíu, Kvenfélag Grinda- víkur, Kvenfélag Keflavíkur, Kvenfélag- ið Fjóla í Vogum, Kvenfélagið Gefn í Garði, Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði, Kvenfélag Garðabæjar, Kvenfélag Álfta- ness, Kvenfélag Mosfellsbæjar, Kven- félag Kjósarhrepps og Kvenfélagið Sel- tjörn, Seltjarnarnesi. Félögin skiptast á að halda aðalfundinn. Alls eru 616 konur í félögunum tíu. Mikið líf og fjör hjá kvenfélögum Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kven- félags Grindavíkur og Ágústa Magnús- dóttir, formaður KSGK sögðu frá starfi félagskvenna. „Margir viðburðir voru á liðnu ári hjá kvenfélögunum, svo sem kaffi- sala, basar, bingó, jólasala, fjáröfl- unarkvöld, þorrablót og að efna til skemmtanna í bæjarfélögunum, svo fátt eitt sé nefnt. Félögin heimsækja hvort annað, skiptast á að skipu- leggja sameiginlega vorgöngu á sínu svæði á hverju ári, konur kynnast og sumar verða kærar vinkonur. Kvenfélögin eru mjög dugleg að styrkja nærsamfélögin. Má nefna að á síðasta ári veittu félögin saman- lagt styrki til ýmissa verkefna, alls 7,5 milljónir. Í tilefni 90 ára afmælis KSGK samþykktu Kvenfélögin að styrkja „Sumarbúðir fatlaðra barna í Reykjadal“ að fjárhæð kr. 900 fyrir hverja félagskonu og verður and- virði söfnunarinnar notað til kaupa á tækjum í samráði við forstöðumann,“ segir Sólveig. „Tvær góðar kvenfélagskonur, þær Ása Atladóttir og Sigríður Finnbjörns- dóttir voru sæmdar nafnbótinni „Heiðursfélagi Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu“. Báðar höfðu þær gegnt formannsstöðu og öðrum trúnaðarstörfum í KSGK og Kvenfélagasambandi Íslands en KSGK er stofnaðili að KÍ,“ segir Ágústa. Að aðalfundi loknum bauð Kven- félag Grindavíkur til móttöku og dýrindis veitinga. Boðið var upp á söngatriði, þar sem Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir söng stórkostlega. Bæjarstjórahjónin Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir mættu til að samfagna og fræddi bæjarstjóri konurnar um bæinn Grindavík. Að lokum var honum þakkað innilega og formaður Kvenfélagsins, Sólveig Ólafsdóttir, færði þeim hjónum gjafir, m.a. buff sem merkt er félaginu og benti hún bæjarstjóra á að næst þegar hún sæi hann á göngu þá ætti hann að vera með buffið á höfðinu. Við viljum öll hafa landið okkar fagurt Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL STARFIÐ MITT Fó lk má ga ng a b et ur um og ek ki he nd a r us li ú t u m bíl glu gg an n. Kvenfélögin dugleg að styrkja nærsamfélögin T.v. Ágústa Magnúsdóttir, formaður KSGK, og t.h. Sólveig Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur, með heiðursfélagana á milli sín, þær Ásu Atladóttur og Sigríði Finnbjörnsdóttur. Bæjarstjórahjónin í Grindavík, Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, mættu til að samfagna með Kvenfélagskonum. Kvenfélagskonurnar í Keflavík skemmtu með rappsöng. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfismiðstöð – tveir starfsmenn Háaleitisskóli – íþróttakennari Heiðarskóli – íþrótta- og sundkennari Heiðarskóli – grunnskólakennari Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Háaleitisskóli – starfsfólk skóla Leikskólinn Hjallatún – deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Sumar í Reykjanesbæ - vefurinn kominn í loftið Vefurinn Sumar í Reykjanesbæ er kominn í loftið. Kynntu þér fjölbreytt íþrótta- og tómstundatilboð á sumar.rnb.is Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 16. maí kl. 11-12: Foreldramorgunn. Fræðsluerindi frá Siggu Dögg kynfræðingi um að vera kynvera og foreldri. Þriðjudagurinn 21. maí kl. 20-21: Leshringur bókasafnsins hittist og ræðir bókina Í trúnaði eftir Héléne Grémillon. Duus Safnahús - Listahátíð barna er að ljúka Listahátíð barna lýkur sunnudaginn 19. maí. Fallegar sýning- ar í öllum sölum. Opið alla daga 12-17. Aðgangur ókeypis. 6 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.