Víkurfréttir - 16.05.2019, Síða 11
Ingimar Sumarliðason er
einn af frumkvöðlum í ferða-
mennsku á Suðurnesjum.
Þekking í þína þágu
MSS auglýsir
eftir verkefnastjóra
MSS óskar eftir öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa.
Verkefnastjórinn er hluti af MSS teyminu sem skipuleggur og heldur utan um
nám fyrir íbúa Suðurnesja. Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að
vinna í teymi, er jákvæður, skapandi, getur hugsað í lausnum og hefur áhuga
á skólaþróun og kennslufræði.
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2019.
Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir,
forstöðumaður, á netfangið ina@mss.is
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki
og skipulagshæfni í vinnubrögðum
• Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka
sér tækninýjungar
• Færni í teymisvinnu
Helstu verkefni
• Skipulag og framkvæmd á íslenskunámi
fyrir innflytjendur
• Skipulag og framkvæmd námsskeiða
• Þróun tækni í kennslu
Frístundasvæði
í Nátthaga varð til
„Svo þróuðust málin á þann veg að
bæjaryfirvöld ákváðu að búa til frí-
stundasvæði í Nátthaga. Hér þarf samt
að ríkja náttúruvernd vegna fjölskrúð-
ugs fuglalífs. Almenningur gat byggt
sér sumarhús hér og fleiri skemmti-
legar hugmyndir fæddust sem virðast
hafa sofnað í kerfinu. Gamla vigtar-
húsið í Sandgerði var flutt í Nátthaga
og átti að verða þjónustuhús fyrir
tjaldsvæðið. Ég tók það á leigu í upp-
hafi en keypti það svo af þeim. Árið
2002 var ég komin með þrjú hús en
í dag eru þau fimm. Það eru fjögur
ár síðan þau urðu fimm talsins. Ég
endurbyggði sjálfur gömlu vigtina og
stækkaði hana. Einnig byggði ég þrjú
hús til viðbótar frá grunni. Ég leigði
fyrst fast þessi fyrstu hús þegar fáir
túristar voru og stóð þannig undir
kostnaði en þetta var basl í byrjun.
Ég var í mörg ár á hnjánum að skúra
gólf og þreif öll húsin en þvotturinn
er heilmikill sem fylgir þessu. Þetta
hefur ekki alltaf verið dans á rósum
og það þurfti þrautseigju til að lifa af
fyrstu ellefu árin en eftir að ég fór inn
á vefinn árið 2013 með allar bókanir
hjá mér, inn á booking.com, þá snar-
jókst traffíkin hjá mér.“
Tímamót hjá Inga
„Í dag eru 99% útlendingar sem gista
í Nátthaga. Nú er ég loksins að upp-
skera allt streðið og gat ráðið til mín
manneskju til að þrífa húsin fyrir
tæpum tveimur árum í hálft starf.
Það er þvílíkur munur en ég sé samt
ennþá um allan þvottinn. Þetta eru
yfirleitt einnar nætur gistingar, er-
lent fólk sem er að fara í flug eða
koma hingað til lands. Nú er nýting
húsanna flesta mánuði yfir 90% allt
árið. Í dag er þetta fyrirtæki hjá mér
í fullum rekstri og gengur mjög vel.
Þrátt fyrir það ætla ég að segja þetta
gott enda orðinn sjötugur. Nú þykist
ég orðinn gamall maður og finnst
tími til kominn að hætta. Ég er mjög
líklega búinn að selja sumarhúsin til
íslenskrar manneskju sem mun reka
gistinguna áfram með svipuðu sniði.
Ég óska henni farsældar í þessu frá-
bæra starfi en ég hef haft mjög gaman
af því að kynnast öllum þessum ferða-
mönnum. Öll þessi ár hafa verið eril-
söm en óskaplega skemmtileg því
maður kynnist svo mörgum hliðum
á mannlegri tilveru.“
Bæjaryfirvöld áttu fallegan
draum um Nátthaga
„Ég er voðalega stoltur af bæjaryfir-
völdum í sambandi við vegamál hérna
í Nátthaga því nú eru komin tvö ár
síðan þeir hefluðu vegina hérna síðast
og þar áður voru það þrjú ár. Vegurinn
sem bærinn á að sjá um í Nátthaga
er hræðilegur. Bæjaryfirvöld mættu
stórbæta sig. Vegagerð ríkisins fær
mikla gagnrýni í þjóðfélaginu en þeir
hafa staðið sig vel í Nátthaga og séð
um sinn part af veginum. Þegar ég
byrjaði á sínum tíma hér út frá voru
allir vegir hér undirbúnir fyrir bundið
slitlag, það var allt klárt þá og er í raun
ennþá. Því miður kom kreppa árið
2008 og hún virðist halda velli. Það
væri gaman núna að sjá nýja bæjar-
stjórn Suðurnesjabæjar taka til hendi
í Nátthaga og sjá sóma sinn í að bæta
vegina hérna. Í dag er vegurinn holótti
ekki góð bæjarkynning fyrir þá 5000
ferðamenn sem gista í Nátthaga á ári.“
Hvað er framundan hjá Inga?
„Nú langar mig sjálfum að taka upp
veiðistöngina og ferðast eitthvað. Ég
hef ekki tekið mér frí í tvö og hálft
ár. Ég hugsa að þetta verði voðalega
skrýtið, að hætta að vinna og vera ekki
að bíða eftir næstu gestum í Nátthaga.
Langflestir gestir hafa sýnt ánægju
sína af veru sinni í Nátthaga. Þeim
fannst nálægðin við sjóinn og kyrrðin
vera aðalaðandi, heitur pottur og að
geta eldað sjálfir, það líkar þeim sem
gistu hjá mér.“
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
11MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM