Víkurfréttir - 16.05.2019, Síða 13
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vin-
áttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu
ÞÓRU S. GUNNARSDÓTTUR
Baugholti 3, Keflavík
sem lést 22. mars s.l.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs
og starfsfólki á Selinu, fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Gunnar Ólafur Schram Ellisif Tinna Víðisdóttir
Stefanía Helga Schram Birgir Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn
Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir deildarstjóra
Heilsuleikskólinn Krókur er sjálfstætt starfandi og
staðsettur í Grindavík. Skólinn er fjögurra deilda með
um 100 börn, 27 starfsmenn og starfar eftir Heilsu-
stefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi
leikskóla. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða
og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdóms-
samfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Unnið er
með heilsueflingu, jákvæð og uppbyggjandi samskipti,
frjálsan leik í flæði, umhverfismennt, jóga og núvitund
með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.
Því leitum við að samstarfsfólki sem:
• Er tilbúið að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir
skólans
• Er samvinnufúst og hefur góða hæfni í sam-
skiptum
• Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun
• Er stundvíst, samviskusamt, jákvætt, sýnir
frumkvæði og hefur ánægju af því að vinna með
ungum börnum
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Uppeldismenntaður starfsmaður
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
með ungum börnum er æskileg
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Um er að ræða tímabundna stöðu í a.m.k. eitt ár. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur
til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun
Nánari upplýsingar veita Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri
Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru:
Hamravellir í Hafnarfirði, Skógarási á Ásbrú í Reykjanesbæ,
Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
FSingur vikunnar:
„Sigurður Skagfjörð kemur
mér alltaf í gott skap“
Segir Jón Ragnar Magnússon, 18 ára Njarðvíkingur, sem er FSingur
vikunnar að þessu sinni. Hann segir helsta galla sinn vera þann að
hann getur ekki viðurkennt gallana sína en hann á auðvelt með að
kynnast fólki, sem honum finnst vera helsti kostur sinn.
Nú þegar nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru á leiðinni í
sumarfrí, lýkur þessum vikulega þætti blaðsins í bili. Við þökkum
umsjónarmönnum þáttarins fyrir samstarfið í vetur, þeim Jóni
Ragnari Magnússyni og Kristínu Fjólu Theódórsdóttur.
Hvað heitirðu fullu nafni?
Jón Ragnar Magnússon.
Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gamall?
18 ára Njarðvíkingur.
Hver er helsti kostur FS? Félagslífið,
fólkið og ekki langt frá heimilinu.
Hver eru áhugamálin þín?
Íþróttir, félagslíf og tónlist.
Hvað hræðistu mest? Nálar.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að
verða frægur og hvers vegna?
Árni Geir, betur þekktur sem Geir-
fuglinn, mun ná langt í söng og Garðar
Ingi, eða Gassi Beat mun ná langt í
lagasmíðum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Margir sem koma til greina en Sig-
urður Skagfjörð er maður sem kemur
mér alltaf í gott skap.
Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá hryll-
ingsmyndina The Curse of La Llorona.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Betra úrval af drykkjum.
Hver er helsti gallinn þinn?
Að geta ekki viðurkennt gallana mína.
Hver er helsti kostur þinn?
Á auðvelt með að kynnast
fólki.
Hvaða þrjú öpp eru mest
notuð í símanum þínum?
Snapchat, Facebook og
Instagram.
Hverju myndir þú breyta
ef þú værir skólameistari
FS?
Laga fjarvistarkerfið.
Hvaða eiginleiki finnst
þér bestur í fari fólks?
Ef því er treystandi.
Hvað finnst þér
um félagslífið í
skólanum? Mér
finnst það mjög
fínt. Það hefur
tekið breytingum
en ég sé að fólki
langar að taka
þátt og vonandi
heldur það áfram
að byggjast upp.
Hver er stefnan
fyrir framtíðina?
Eiga góða fjölskyldu og vera ham-
ingjusamur. Hitt kemur allt seinna.
Hvað finnst þér best við að búa á
Suðurnesjum? Besta við að búa í
Njarðvík er að þetta er þétt samfélag
þar sem allir þekkja alla og margt gott
fólk býr sem er alltaf tilbúið að bjóða
hjálparhönd ef þörf gerist.
Uppáhalds...
...kennari? Bogi Ragnars.
...skólafag? Afbrotafræði.
...sjónvarpsþættir? Peaky Blinders
og Vaktirnar.
...kvikmynd? Forrest Gump.
...hljómsveit? Queen, Led Zeppelin
og Dire Straits.
...leikari? Benedict Cumberbatch.
Vel heppnaðir
hreinsunardagar á Ásbrú
Árlegir hreinsunardagar á Ásbrú fóru fram á föstudag og laugardag.
Verkefnið gekk vonum framar og voru fyrirtækin á svæðinu mjög dugleg
að hreinsa upp rusl í kringum sig og á opnum svæðum.
Sem dæmi þá hreinsuðu Ásbrú
íbúðir upp 420 kg af rusli úr um-
hverfinu. Skrifstofa fyrirtækisins
lokaði á meðan hreinsunarátakið
stóð yfir og var svo opnuð að nýju.
Keilisfólk var með um 200 kg. BB
hótel tíndi upp rusl og fegraði í
kringum sig og enduðu með því
að grilla. Íslandshús gerði hreint
hjá sér og leikskólinn Völlur tók til
hendinni á föstudeginum ásamt
Heilsuleikskólanum Skógarási.
Á laugardeginum mættu um 40
manns við Heilsuleikskólann
Skógarás og gengu um svæðið.
Hreinsunarfólk fann m.a. fána-
stöng, slökkvitæki og teppi. Á eftir
var svo pizzuveisla í boði Langbest
og Isavia.
Meðfylgjandi myndir fengum við
sendar úr hreinsunarverkefninu.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
13MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.