Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.06.2019, Síða 12

Víkurfréttir - 20.06.2019, Síða 12
Nú hefur Penninn Eymundsson flutt sig um set yfir í nýja og glæsilega verslun í Krossmóa, húsnæði sem er mjög bjart og rúmgott. Formleg opnun fer fram fimmtudaginn 20. júní klukkan 13:00 og útgáfuhóf verður sama dag í versluninni klukkan 17:00 þegar séra Fritz Már Jörgensson, kynnir nýja spennuskáldsögu sína, Líkið í kirkjugarðinum. Allir eru hjartanlega velkomnir! Bókabúðin flytur á nýjan stað Það var árið 2006 sem Penninn hf., sem í dag heitir Penninn Eymundsson, keypti Bókabúð Keflavíkur, á Sólvallagötu, af fjölskyldu Marteins Jóns Árnasonar. Gamla bókabúðin var rekin frá árinu 1965 af Marteini og fjölskyldu hans og var fyrst staðsett við Hafnargötu. Húsnæðið við Sólvallagötu var löngu úr sér vaxið fyrir allt það vöruúrval sem nútímabókabúðir bjóða upp á eða svo segir Aníta Gunnlaugs- dóttir, verslunarstjóri, þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn. „Þetta er geggjuð tilfinning, æðislega flott verslun og bara svo gaman að koma hingað í Krossmóann með allar vörurnar sem við bjóðum upp á. Í gamla húsnæðinu, vorum við svo út úr þrátt fyrir að vera nálægt miðbænum. Nú erum við komin í kjarnann þar sem fólkið er. Ég hefði aldrei trúað hvað það er mikið af fólki sem kemur hingað í Krossmóann, það er stanslaus straumur allan daginn,“ segir Aníta hæstánægð með nýja verslun á nýjum stað sem opnaði síðasta laugardag en formleg opnun fer fram þann 20. júní. Þurftu að loka í þrjá daga vegna flutninga „Bókaverslanir og þjónusta þeirra skiptir máli, það sáum við glöggt þegar við þurftum að loka gömlu búðinni í þrjá daga, á meðan við vorum að stilla upp vörum hér á nýja staðnum. Þá kom fólk til okkar, bankaði upp á og spurði hvort við gætum ekki bjargað þeim um hitt og þetta og það gerðum við þrátt fyrir að tölvukerfið okkar lá niðri. Við erum eina bókaverslun svæðisins, eina bókaverslunin á öllum Suðurnesjum og fáum fólk úr Grindavík, Vogum, Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ sem verslar við okkur. Hér er jöfn verslun allt árið því við bjóðum ekki einungis upp á bækur og tímarit heldur einnig gjafavöru og vörur til ferðalaga, ferðatöskur og fleira. Árstíðabundin verslun er þegar skólarnir byrja og þegar jólin koma og bókaflóðið en margir kaupa og lesa bækur allan ársins hring. Þá er gott að vera félagi í Vildarklúbbnum okkar en félagsmenn fá alltaf 5% afslátt og sértilboð á vildarkjörum þegar þau bjóðast. Það geta allir farið inn á penninn.is á vefnum og skráð sig í Vildarklúbbinn,“ segir Aníta og horfir yfir verslunina sem fær hana til að brosa og segja: „Í þessu húsnæði eru allar vörur að njóta sín miklu betur. Allt er sýnilegt á sömu hæð, þetta er einn stór geimur. Það háði okkur í gamla hús- næðinu að vera með vörur á tveimur hæðum, þetta er mun einfaldara og miklu betra. Hér sjá viðskiptavinir okkar allt úrvalið í einni svipan. Hér eru einnig stórir gluggar sem opna fyrir birtuna að utan.“ Aníta segir opnunartímann breytast, að þjón- ustan verði aukin í nýrri verslun og fleiri góðar breytingar verða. „Við verðum með mun lengri opnunartíma. Mánudaga til miðvikudaga opnum við klukkan 9:00 á morgnana og höfum opið til klukkan 18:00. Fimmtudaga og föstudaga verðum við með opið frá 09:00 til 19:00 og laugardaga frá klukkan 11:00 til 18:00 og sunnudaga frá klukkan 13:00 til 17:00. Þetta er mun meiri þjónusta en við höfum áður boðið upp á og það gefur viðskiptavinum okkar möguleika á að kaupa það sem vantar um helgar til dæmis en áður var lokað hjá okkur um helgar. Við erum með virka fyrirtækjaþjónustu alla virka daga en um helgar getum við aðstoðað ef þeim vantar til dæmis pappír í posann eða ef fólki vantar bækur til gjafa, tækifæriskort og fleira. Jú, jú tækifæriskort eru líka til annars staðar en verslun okkar býður miklu meira úrval. Hjá okkur færðu einnig þjónustu og þekkingu starfsfólks þegar þú vilt kaupa til dæmis bók en þá getum við ráðlagt fólki því við þekkjum bækurnar,“ segir Aníta og heldur áfram: „Við tökum einnig virkari þátt núna í öllu viðburðar- haldi, tilboðum og uppákomum sem fara fram í Krossmóa. Nú verðum við beinir þátttakendur því hérna erum við í alfaraleið og tökum þátt í viðburðum eins og kósýkvöldi, haustdögum og fleiru skemmtilegu sem Krossmói skipu- leggur fyrir viðskiptavini. Við verðum einnig með notalegt kaffihorn hjá okkur þar sem fólk getur látið fara vel um sig, fengið sér kaffi og kíkt í blöðin. Þar seljum við alvöru kaffi og einn- ig kalda drykki.“ Að lokum vill Aníta benda á allskonar opnunartilboð þessa daga og hvetur fólk til að líta við og gera góð kaup í Penninn Eymundsson. Glæsileg bókaverslun opnar í Krossmóa Hvað segir starfsfólk um nýja verslun? Rut Sumarrós Eyjólfsdóttir: „Þetta er mikil tilbreyting og stórglæsileg vinnu- aðstaða. Kominn tími til að uppfæra búðina. Hér erum við á þægilegum stað og hér er fullt af fólki sem fer í Nettó og kíkir hingað í leiðinni.“ Hrönn Guðmundsdóttir: „Mjög gott að vera hér og það fyrsta sem ég tek eftir er loftið sem mér finnst betra hér, betri loftræsting. Hér er mun meiri traffík viðskipta- vina og bara gaman að koma í vinnuna á svona fallegum vinnustað.“ Ása Guðmundsdóttir: „Mér finnst búðin æði, geggjuð, þetta er svona alvöru bókabúð annað en holan þarna niðurfrá á gamla staðnum. Þegar ég stend hérna inni þá lokka bækurnar mig til sín en ég kom til að skoða skólatöskur fyrir haustið.“ Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir: „Ég fékk svona VÁ tilfinningu þegar ég kom hingað inn. Frábær verslun og tímabær breyting, kominn tími á að uppfæra sig. Ég er viss um að þessi staðsetning eigi eftir að auka viðskipti fyrir alla aldurshópa, það er svo gaman að koma inn í flotta bókabúð og sjá allt úrvalið. Ég hlakka til þegar þeir opna kaffihornið hérna.“ Tómas Júlían Knútsson: „Mér finnst þessi nýja verslun björt og falleg, mér leið strax vel þegar ég kom hingað inn. Ég fann líka strax það sem ég var að leita að og fékk góða þjónustu hjá stúlkunum eins og alltaf.“ NOKKRIR VIÐSKIPTAVINIR VORU GRIPNIR GLÓÐVOLGIR OG SPURÐIR HVAÐ ÞEIM FYNDIST UM NÝJA VERSLUN Aníta Gunnlaugsdóttir, verslunarstjó ri Penninn Eymundsson. 12 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.