Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 9
° ° Fréttir / Fimmtudagur 19. júlí 2012 9 beldi ásamt góðu fólki héðan úr Eyjum sem vill leggja gott til mál - anna. Það er einkennandi fyrir okkur Eyjamenn að við viljum leysa málin sjálf enda vitum við kannski að það hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina. Við tökum vel öllum ábendingum og gerum okkur grein fyrir því, því að baráttumenn og konur gegn ofbeldisglæpum, þ.m.t. kynferðisbrotum, eru í liði með okkur. Þannig fengum við fyrir stuttu viðurkenningu frá Feminista félaginu, Bleiku steinana. Við vitum vel að viðurkenningunni fylgir brýning um að gera enn betur. En það þarf heldur ekki að brýna þá til dáða sem hafa ekkert hlutverk í baráttunni.“ Einstök hátíð „Okkar framlag er gríðarlega mikil- vægt en það er að svara þeirri eftir- spurn sem hefur verið í marga ára - tugi um útihátíð um verslunar - mannahelgi,“ sagði Jóhann. „Þar bjóðum við upp á einstaka hátíð þar sem öll aðstaða og aðbúnaður er fyrsta flokks og engin önnur hátíð kemst með tærnar í þeim málum þar sem við höfum hælana. Við tökum öllum hvatningum vel og hlustum á gagnrýni og reynum ávallt að gera betur, en ábyrgðin og ákvarðanir í þeim málum eru okkar Eyjamanna og eru að mínu mati vel þar komnar. Þjóðhátíðarnefndin hefur verið að standa sig afskaplega vel og gert margt sem hefur skilað mjög góðum árangri. Hitt er að við þurfum að kynna betur þegar breytingar verða hjá okkur. Ég bendi t.d. á fyrirkomu- lag sölu Herjólfsmiða og gistingu sem fyrirhuguð var í íþróttahúsum. Þetta voru mjög góðar breytingar og til mikilla bóta fyrir félagið sem og okkar gesti. Þá er fyrirkomlagið með sölu á Herjólfsmiðum t.d. að koma í veg fyrir að uppselt verði í þessar ferðir á tveimur sólarhring - um eins og var í fyrra og síðan eru ferðirnar í raun illa nýttar. Þá var það einnig þannig að óprúttnir að - ilar keyptu fjölda miða í þeim til - gangi að selja á uppsprengdu verði. En við kynntum þetta ekki nægi - lega vel og því var fyrsta fjöl - miðlaumræða ekki nægilega já - kvæð og raunsæ. Við þurfum að bæta okkur þarna og vera duglegri að kynna breytingar þannig að fjölmiðlaumræðan fjalli um aðal - atriðin og staðreyndir. Gistingarmálið reyndist reyndar flóknara en við hugðum og verður að bíða betri tíma, en fyrirkomulag sölu á Herjólfsmiðum hefur gengið afskaplega vel og gott samkomulag á milli okkar og Eimskips og Vega - gerðarinnar. En við bara lærum af þessu og reynum að bæta okkur þarna eins og annars staðar þar sem þörf er.“ Nýjar tekjur eða skera niður „En okkar ráð eru ekki önnur en að leita nýrra tekna eftir föngum eða skera niður,“ sagði Jóhann. „Niður - skurður er auðvitað raunsærri leið í dag en ÍBV verður auðvitað að standa klárt að sínum málum. Íþróttalegur árangur er misjafn en við erum auðvitað aðeins rétt rúm- lega fjögur þúsund manna samfélag og það verður að taka tillit til þess, sérstaklega þegar árangur yngri flokka er metinn. Varðandi þá flokka þá finnst mér mikilvægast að standa vel að öllum aðbúnaði, hafa góða þjálfara og hvetja börnin á já kvæðan hátt til þátttöku. Meistaraflokkarnir þurfa einfald - lega talsvert fjármagn til að geta verið meðal þeirra bestu, það er einfaldur sannleikur. Við eigum hugsanlega að horfa á þetta öðru- vísi og ekki að vera að gera kröfur um að okkar meistaraflokkar séu að spila reglulega í efstu deild eða meðal þeirra bestu. Það geta verið óraunhæfar kröfur enda eins og ég nefndi þá er þetta ekki stórt sveitar- félag. ÍBV leggur ekki háar fjárhæðir til meistaraflokkanna. Þeirra fjármagn kemur fyrst og fremst frá vinnu þeirra sjálfra þ.e. ráðanna og stuðn- ingsmanna sem og frá fyrirtækjum og velunnurum. Okkur finnst stund um að fé frá fyrirtækjum mætti vera meira en reyndar er það mjög misjafnt eftir fyrirtækjum. Við erum hins vegar mjög þakklátir öllum þeim sem styrkja okkur og verðum einfaldlega að leggja okkur betur fram um að sannfæra stjórn - endur og eigendur fyrirtækja um mikilvægi okkar rekstrar og nauð - syn þess að standa enn betur með okkur. Það skal tekið fram að tekjur aðalstjórnar fara að lang - mestu leyti til reksturs félagsins þ.e. skrifstofu, reka vellina og síðan til reksturs yngri flokka. En ég tek það fram að við höfum staðið gríðarlega vel að rekstri yngri flokka á undanförnum árum og fengið t.a.m. mikið hrós frá fjöl- skyldum sem hafa flust til Eyja og kynnst starfinu hér í samanburði við það sem þau þekktu til hjá öðrum félögum. Þar höfum við undantekningarlítið staðið framar með okkar starf. Þetta er hins vegar ekki sjálfgefið og hjá ÍBV eru það fyrst og fremst okkar gras- grót og sjálfboðaliðar sem skapa þær tekjur sem gerir okkur þetta mögulegt s.s. með aðkomu að mótum, þjóðhátíð og fleira,“ sagði Jóhann. Margir mikilvægari í starfinu en ég Hvernig er staðan hjá sjálfum þér, þú ert formaður félagsins en hefur verið talsvert á höfuðborgar - svæðinu vegna vinnu, kemur það niður á félaginu? „Auðvitað vildi maður þurfa að viðurkenna það að fjarvera manns kæmi niður á félaginu en kínverskt máltæki segir að ef þú heldur að þú sért ómissandi prófaðu þá að fylla skál af vatni, stingdu puttanum ofan í og kipptu honum snöggt til baka. Sjáðu holuna sem myndast. Það er nú þannig að það eru ýmsir og reyndar margir mikilvægari í starfi félagsins en ég og nefni ég kannski fyrst starfsmenn félagsins sem og kvennadeildina og þá sem starfa á mótunum. Þá verður að nefna þjóðhátíð ar - nefndina sem hefur gert einstak lega góða hluti í undanförnum árum og gert félaginu í raun mögulegt að starfa með þeim þrótti sem raun ber vitni. Líkast til er þó allra mesta vinnan á þeim sem starfa í meist - araflokksráðunum en hún er gríðar- leg og oft ekki metin að verð - leikum. Þá er aðalstjórn félagsins mjög vel skipuð dugnaðarforkum sem þekkja vel til starfsins þannig að það er langt frá því að félagið liggi á mínum herðum einvörðungu.“ Á uppleið sem lögmaður Og nú ertu orðinn hæstaréttarlög- maður? „Já. „Þakka þér fyrir að minnast á það. En það er auðvitað skemmti- legur og mikilvægur áfangi hjá hverjum lögmanni að fá réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Fyrir í Vestmannaeyjum er Jón Hjaltason með slík réttindi þannig að ég er í góðum félagsskap.“ Eitthvað að lokum. „Ekki nema það að ÍBV er auðvit - að sameign okkar Eyjamanna. Það er þannig að ýmislegt má gagnrýna og margir hafa sterkar skoðanir. Þær ákvarðanir sem eru teknar innan félagsins eru mannanna verk og þ.a.l. ekki alltaf réttar og því á gagnrýni ávallt rétt á sér. ÍBV er hins vegar félagið okkar og mín skoðun er sú að það á ávallt að styðja félagið með ráðum og dáð þó svo að einhverjar ákvarðanir séu ekki öllum að skapi. Menn koma og fara en við skulum vona að ÍBV og íþróttalífið í Eyjum starfi áfram af miklum þrótti um ókomna framtíð,“ sagði Jóhann að lokum. Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir. En starfið hjá ÍBV Íþróttafélagi, hvernig er fjárhagurinn og er ár - angur yngri flokka ásættanlegur? „Þetta eru stórar spurningar. Fjárhagurinn má vera betri. En við höfum einnig staðið í framkvæmd um sem við teljum að muni til framtíðar litið styrkja okkur. Það er mjög mikilvægt að meistara flokkarnir séu réttu megin við núllið svo að fé sem t.d. yngri flokkar þurfa til að reka sig fari ekki í greiðslu skulda. Skuldir þurfa því miður ávallt að hafa forgang um greiðslu. Það þekkja allir sem reka heimili eða fyrirtæki. Við höfum áður bent á að bærinn styrkir ekki mikið rekstur félagsins og greiðir t.d. ekki byggingarkostnað stúkunnar líkt og flest önnur sveitarfélög, samanber nú síðast hvað Reykja - víkurborg gerir hjá Fylki. Við og bærinn erum alveg sam- mála um að svona er þetta og þetta er öðruvísi en í flestum öðrum sveitarfélögum. Við erum eigin - lega hættir að velta okkur upp úr þessu enda verðum við eins og allir aðrir að spila úr þeim spilum sem gefin eru og sníða okkur stakk eftir vexti. Það ber einnig að taka fram að við eigum gott samstarf við bæinn á ýmsum sviðum s.s. vegna þjóð - hátíðar, mótanna okkar o.fl. o.fl. og fyrir það ber ávallt að þakka. Við erum auðvitað alltaf opin fyrir að fara yfir málin í heild sinni og t.d. rennur vallarsamningur út um áramótin. Auðvitað teljum við það best að ábyrgð og notkun fari saman og ræðum það við bæinn fljótlega. Þá er eignarhald okkar á mannvirkjum okkur ekkert sérstaklega fast í hendi en reksturinn skipt ir meginmáli.“ ÍBV leggur ekki háar fjárhæðir til meis t - araflokkanna. Þeirra fjármagn kemur fyrst og fremst frá vinnu þeirra sjálfra þ.e. ráð anna og stuðningsmanna sem og frá fyrirtækjum og velunnurum. Okkur finnst stund um að fé frá fyrirtækjum mætti vera meira en reyndar er það mjög misjafnt. ” Auðvitað vildi maður þurfa að viðurkennaþað að fjarvera manns kæmi niður áfélaginu en kínverskt máltæki segir að efþú heldur að þú sért ómissandi, prófaðuþá að fylla skál af vatni, stingdu puttanum ofan í og kipptu honum snöggt til baka. ” Fjárhagur félagsins mætti vera betri FRÁ SETNINGUNNI í fyrra Þjóðhátíðargestir láta ekki rigningu á sig fá, þá er bara að skella sér í pollagallann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.