Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 14
Meistaramót Golfklúbbs Vestmanna - eyja fór fram í síðustu viku. Byrjað var að spila á þriðjudag þegar barna- og unglingaflokkar hófu leik. Flokkar fullorðinna byrjuðu á mið - vikudag, en þeir léku fjóra 18 holu hringi og öldungar á fimmtudag og léku þrjá hringi. Um 30 þátttakendur voru í barna- og unglingaflokki en í keppni full - orðinna voru keppendur rúmlega sextíu sem er svipaður fjöldi og verið hefur á síðustu árum. Hið ágætasta veður var alla móts- dagana, utan þess að hvasst var af norðvestri á föstudag og gerði það keppendum nokkuð erfitt fyrir enda er norðvestanáttin sú alerfiðasta á golfvellinum, mjög misvinda, og ekki á vísan að róa með í hvaða átt vindurinn blæs. Þann dag sáust líka nokkuð háar tölur í flestum flokkum. En úrslit urðu þessi í mótinu: Kvennaflokkur Þar sem örlögin hafa hagað því þannig til að aðeins örfáar konur hafa skráð sig til keppni í meistara - mótinu á undanförnum árum, hefur verið brugðið á það ráð að leika aðeins í einum kvennaflokki, með og án forgjafar. Reyndar tóku sex konur þátt í mótinu í ár sem er 100% aukning frá fyrra ári og eru gleðitíðindi. Í kvennaflokki var keppt bæði með og án forgjafar og úrslit þessi: Með forgjöf: 1. Katrín Harðardóttir 299 högg 2. Katrín Magnúsdóttir 321 högg 3. Karin H. Hafsteinsdóttir 323 högg Án forgjafar: 1. Katrín Harðardóttir 387 högg 2. Karin H. Hafsteinsdóttir 391 högg 3. Katrín Magúnsdóttir 405 högg Það var einkar ánægjulegt að Katrín Harðardóttir, dóttir þeirrar ágætu golfkonu, Sjafnar Guðjóns - dóttur, skyldi hreppa kvennameist - aratitilinn, 20 árum eftir að móðir hennar sigraði í þessari keppni, en Sjöfn heitin gerði það einmitt árið 1992. Katrín var vel að þessum sigri komin, lék áberandi best þeirra þriggja sem blönduðu sér í baráttuna um efstu sætin. Öldungaflokkur, 70 ára og eldri Í þessum flokki er keppt bæði með og án forgjafar og þessir efstir: Með forgjöf: 1. Ólafur M. Kristinsson 223 högg 2. Sigurgeir Jónsson 239 högg 3. Ársæll Lárusson 243 högg Án forgjafar: 1. Ólafur Kristinsson 247 högg 2. Ársæll Lárusson 261 högg 3. Sigurgeir Jónsson 275 högg Sá gamalreyndi kylfingur, Ólafur Kristinsson, sem mun vera elsti virki fél agi í GV, gekk í klúbbinn 1954, átti ekki í miklum erfiðleikum með að innbyrða sigurinn, þrátt fyrir háan aldur, enda er hann í mjög góðri æfingu, leikur nánast á hverj - um degi allan ársins hring. Öldungaflokkur 55 – 69 ára Í þessum öldungaflokki er sömu - leiðis keppt bæði með og án forgja- f ar. Með forgjöf: 1. Bergur M. Sigmundsson 217 högg 2. Gunnar K. Gunnarsson 222 högg 3. Ragnar Guðmundsson 224 högg Án forgjafar: 1. Atli Aðalsteinsson 242 högg 2. Magnús Þórarinsson 245 högg 3. Ríkharður Hrafnkelsson 250 högg Atli, sem er með lægstu forgjöfina af öldungum í GV, var nokkuð öruggur með þennan sigur, þó svo að Magnús saumaði að honum undir lokin. 3. flokkur karla 1. Ágúst Emil Grétarsson 347 högg 2. Sigfús G. Ágústsson 361 högg 3. Sævald P. Hallgrímsson 373 högg Ágúst Emil, sem er kornungur kylfingur, sigraði þarna með tals - verðum yfirburðum, lék reyndar ekki vel fyrsta daginn en mjög vel hina dagana þrjá og sigraði verð - skuldað. 2. flokkur karla 1. Ólafur Guðmundsson 347 högg 2. Benóný Friðriksson 352 högg 3. Sigurður Óli Guðnason 359 högg Ólafur var í forystu frá fyrsta degi, lék best allra í rokinu á föstudag og átti sigurinn fyllilega skilið. 1. flokkur karla 1. Vignir Stefánsson 298 högg 2. Brynjar S. Unnarsson 299 högg 3. Bjarki Guðnason 323 högg Í þessum flokki voru hvað mestar sviptingar. Brynjar Smári var með forystu eftir fyrstu þrjá hringina, eftir ótrúlega góðan hring á 2. degi, 69 högg, einu undir pari vallarins. Gaf svo eftir í lokin og hinn stór - efni legi kylfingur, Vignir Stefáns - son, landaði eins höggs sigri. Þá var ekki síðri baráttan um annað sætið þar sem Bjarki var einu höggi betri en Hlöðver Guðnason. Meistaraflokkur Í þessum flokki keppa þeir sem eru undir 4,4 í forgjöf og að þessu sinni voru keppendur sex talsins. Reyndar mega þeir kylfingar, sem eru undir 7 í forgjöf keppa í meistaraflokki, en að þessu sinni ákváðu þeir að reyna sig í 1. flokki. Örlygur Helgi, sem hefur hampað meistaratitlinum undanfarin ár, var ekki í teljandi vandræðum með hann að þessu sinni, sigraði mjög sannfærandi og undirstrikaði yfirburði sína á síðasta degi þegar hann lék á 67 höggum, eða 3 undir pari vallarins. En um annað sætið varð mikil barátta. Hallgrímur Júlíusson var með fjögurra högga forystu á Helga Anton Eiríksson, kylfing úr GR sem einnig leikur með GV, en tapaði henni niður á síðasta degi og voru þeir jafnir að leik loknum á 295 höggum. Urðu því að fara í bráða- bana þar sem Hallgrímur hafði betur, og úrslitin því þessi: 1. Örlygur Helgi Grímsson 285 högg 2. Hallgrímur Júlíusson 295 högg 3. Helgi Anton Eiríksson 295 högg Mjög margir kylfingar eru með svokallaða aukaaðild að Golfklúbbi Vestmannaeyja, sem þýðir að þeir eru félagar í öðrum golfklúbbi en greiða einnig ákveðið árgjald til GV, sem veitir þeim rétt til þátttöku í mótum félagsins. Þetta skýrir þann fjölda kylfinga sem eru skráðir sem félagar í öðrum golfklúbbum en taka þátt í meistaramótinu, sem fullgildir meðlimir í GV. Þessi tilhögun eykur mjög á keppni í meistaramótum sem og öðrum mótum og hefur jákvæð áhrif á allt keppnishald. Að sjálf- sögðu njóta kylfingar úr GV sömu réttinda séu þeir skráðir með aukaaðild að öðrum golfklúbbum uppi á fastalandinu. Sigurgeir Jónsson sigurge@internet.is ° ° Fréttir / Fimmtudagur 19. júlíí 201214 Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja 2012: Örlygur meistari enn og aftur - Katrín HarÝardóttir meistari kvenna - Elsti félagsmaÝur GV sigraÝi í Öldungaflokki 70 ára og eldri Úrslit í barna- og unglingaflokkum: Strákar 13 til 14 ára 1. Daníel Ingi Sigurjónsson 2. Lárus Garðar Long 3. Franz Sigurðsson Strákar 10 til 12 ára 1. Steinþór V. Óskarsson 2. Guðlaugur G. Guðmundssson 3. Daníel M. Sigmarsson Strákar yngri en 10 ára 1. Karl Örlygsson 2. Hannes Haraldsson 3. Arnar Gauti Egilsson Stelpur 13 til 14 ára 1. Ásta B. Júlíusdóttir 2. Elínborg E. Sigurfinnsdóttir 3. Hulda S. Hilmarsdóttir Stelpur 10 til 12 ára 1. Silja Gunnarsdóttir 2. Eva Aðalsteinsdóttir 3. Inga Birna Sigursteinsdóttir Nokkrir af verðlaunahöfum í barna- og unglingaflokki ásamt þjálfurum sínum, Óskari Jósúasyni, Hallgrími Júlíussyni og formanni GV, Helga Bragasyni. VESTMANNAEYJAMEISTARINN Örlygur Helgi Grímsson, ásamt þeim Hallgrími Júlíussyni, sem varð annar, Helga Antoni Eiríkssyni, sem varð þriðji og Helga Bragasyni, formanni GV. Með þeim á myndinni eru svo dætur Helga Antons.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.