Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.07.2012, Blaðsíða 11
11Fréttir / Fimmtudagur 19. júlí 2012° ° Stúkan Fólk var svolítið feimið og vissi ekki alveg hvar það átti að setjast, einhver spurði hvar er Hóllinn? Einn mætti í KR-búningi, það sett - ist enginn í sömu sætaröð, enginn í röðina fyrir aftan eða framan. Hugrakkur KR-ingur. En smátt og smátt þéttist í stúkunni og nánast setið í hverju sæti þegar leikurinn hófst. Það var góð stemmning og ágætis kór sem lét heyra vel í sér þegar dómarinn flautaði einhverja vitleysu eða flautaði alls ekki. Það er erfitt að vera knattspyrnudómari. Hóllinn Svo kom hálfleikur. Ég gekk út úr stúkunni að vestanverðu. Samferða mér voru nokkrir sem alltaf hafa verið á Hólnum, en fluttu sig í nýju stúkuna. Það var ekkert hik á því, Hólverjar sem stóðu vaktina, hver í sinni holu, sem mótast hafa eftir áratuga stapp og stríðsdans, öskr - uðu upp í stúkuna til fyrrverandi Hólverja : „Svikarar, svikarar“ og hnefinn á lofti. Það er greinilegt að stór hópur dyggra stuðningsmanna ÍBV ætlar að halda hópinn á Hólnum og halda tryggð við þau menningarverðmæti sem Hóllinn er. Hóllinn er líklega þekktasta stuðn ingsmannagreni á knatt - spyrnuvöllum á Íslandi og mörg dæmi um að „leiðbeiningar“ af Hólnum hafi ruglað dómara við dómgæslu. Kveður svo rammt að þessu að það eru margir dómarar sem fara aldrei inn á vallarfjórðunginn næst Hólnum. Það verður greinilega tekist á um það í sumar hvort standa eigi á Hólnum eða sitja í stúkunni. Þar sem þessi fyrsti leikur tapaðist, þá á ég von á að allir Hólverjar sem prófuðu stúkuna skili sér til baka á Hólinn í næsta heimaleik. Bekkurinn Annar mjög fastheldinn stuðnings- mannahópur sem sækir heimaleiki ÍBV eru spekingarnir í horninu ves- tan við varamannaskýli aðkomu - liðanna. Sami hópurinn hefur staðið þarna vaktina á heima - leikjum í áratugi, en settu upp ágætis bekk þegar þeir fóru að reskjast. Bekkjarnir hafa tekið að sér það hlutverk að ná athygli aðkomuliða, liðsstjóra og ekki síst þjálfara til þess að dreifa athygli þeirra og ein- beitingu að leiknum, auk þess að vera með kurteisar ábendingar um það sem verr megi fara í leik að - komuliðanna. Ef aðkomuliðið svarar ábending - um, þá má segja að búið sé að bjóða upp í dans og þá er gaman á bekknum. Bekkverjar eigna sér slatta af stigum sem ÍBV hefur halað inn undir lok leikja vegna einbeitingarleysis þjálfara aðkomu - liðanna! Það þekkist um allan heim, þar sem leikvöllum er breytt, þá kemur los á dygga stuðningsmenn, harð - asta kjarnann, sem verður alltaf að vera á sama stað á sínum heima - velli. Það tekur smá tíma fyrir stuðningsmenn að finna nýjan stað og væntanlega tekur allt sumarið að finna nýjan stað á vellinum, ef þeir þrjóskast ekki við og verða áfram á gamla staðnum. Stúkan festir sig fyrr í sessi, ef ÍBV vinnur leiki, því áhorfendur vilja fara aftur á sama stað og þegar leikur vannst. Hjátrúin er rík. Það þekkist líka að sumir eru svo þrjóskir að þeir hætta að mæta á völlinn, ef búið er að eyðileggja gamla staðinn þeirra á vellinum. Hóllinn á Hásteinsvelli er menn - ingarfyrirbæri sem stúkubyggingar munu eyða, ef menn gæta ekki að sér. Þetta gerist smátt og smátt. Hóllinn kemur til með að lifa í sumar, en smátt og smátt færa menn sig yfir í stúkuna og þá munu Hólverjar væntanlega setjast vestast í stúkuna, en gæta verður þess að flytja menninguna af Hólnum með sér. Þegar búið verður að byggja yfir stúkuna, þá verða fáir eftir á Hólnum. Bekkurinn aftur móti er einstakt fyrirbæri, menningarverðmæti sem KSÍ og reglugerðarbákn UEFA gera fljótlega upptækt, ef menn gæta sín ekki. Bekkurinn er að vísu á afgirtu áhorfendasvæðinu, en í sömu línu og varamannabekkirnir. Það tíðkast hvergi í heiminum að hafa 3 varamannabekki á knatt - spyrnuvelli. Það er alltaf þannig að áhorfendur eru fyrir aftan vara- mannabekki, aldrei í sömu línu. Eini möguleiki Bekkverja til að halda áfram samræðum og leið - beiningum til aðkomuliða er að taka frá sætin beint fyrir ofan vara- mannabekk aðkomuliðsins í stúkunni, en þá missa þeir augna - kontakt við þjálfara og varamenn, þannig að það verður erfiðara að ná athygli. Eina leiðin til að varðveita menningu Bekkjarins er að hann fái að vera áfram á sínum stað. Til þess að varðveita Bekkinn, þá þurfa Bekkverjar að vera á undan KSÍ og UEFA og sækja um friðun bekkjarins sem menningarverðmæti til UNESCO. Það þarf að rökstyðja svona umsóknir vel, þannig að það yrði að fylgja með videoupptaka af heilum leik og þýðing á öllu því fjölskrúðuga orðavali sem notað er á Bekknum og að sjálfsögðu svörum aðkomuliðsmanna. Vestmannaeyingar, ÍBV, Hólsarar og Bekkverjar, til hamingju með nýju stúkuna. Stúkan verður fljótt 12ti maðurinn í ÍBV liðinu. Jónas Sigurðsson. Bekkurinn aftur móti er einstakt fyrirbæri, menningarverðmæti sem KSÍ og reglugerðarbákn UEFA gera fljótlega upp- tækt, ef menn gæta sín ekki. Bekkurinn er að vísu á afgirtu áhorfendasvæðinu, en í sömu línu og varamannabekkirnir. ” ÍBV-arinn og KR-ingurinn Jónas skrifar um nýja stöðu á Hásteinsvelli: Menningarverðmæti að glatast? -Það var gaman að setjast í nýju stúkuna við völlinn á sunnudaginn áttunda júlí sl. og sjá uppáhaldsliðin sín leika opnunarleikinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastýra for- varnahóps ÍBV: Viljum bleika fílinn út Við búum í samfélagi, og þetta samfélag er á vissan hátt fjöl - skylda okk - ar. Þessi fjölskylda getur verið okkur góð, stutt okkur þegar við eigum um sárt að binda, staðið saman í erfið leikum og látið okkur finnast við ekki vera ein. Við sem erum svo lánsöm að eiga heima hér vitum þetta. Smábæir hafa kosti og galla, en einn þeirra stærsti kost ur er samheldnin. En eins og í öllum fjölskyldum eru vandamál í samfélagi okkar. Sumir eru veikir og sýna öðrum fyrirlitningu og valdníðslu. Og líkt og margar fjölskyldur heldur samfélag okkar að eina ráðið sé að horfa framhjá vandamálinu, það sé ekki að gerast. Þetta er oft kallað að neita að ræða um bleika fílinn í stofunni. Vanda málið er bleiki fíllinn en af því þetta er jú fíll, er hann risastór og erfitt að horfa framhjá honum, það vita því allir af honum. Við reynum að lifa lífinu í kringum bleika fílinn, reynum að styggja hann ekki, og tiplum á tám í kringum hann, venjumst honum smám saman þó að alltaf líði okkur illa að vita af honum. En við vitum ekki hvernig við eigum að losa okkur við þetta ferlíki úr stofunni okkar svo besta ráðið er að láta bara eins og hann sé ekki til staðar. Samfélag okkar líður fyrir þetta en það versta er að saklausir ein- staklingar líða enn meira fyrir þennan gunguskap í okkur hinum .Það er bleikur fíll í sto- funni okkar, hann heitir nauð- gun, og við erum komin með kjaftnóg af að tipla á tám í kringum hann. Við viljum hann út. Við neitum að varpa ábyrgðinni á þá sem fyrir barðinu verða - við neitum að sýna lengur á nokkurn hátt einhverja hegðun sem hægt er að lesa sem þögult samþykki. Ef þú nauðgar, ert þú nauðgari. Þú ert að sýna valdníðslu og ekkert réttlætir það sem þú gerðir. Ekkert. Ef þú ert bleiki fíllinn hefur þú fengið aðvörun. Við viljum þig út. Jóhanna Ýr Jónsdóttir. Forvarnahópur ÍBV stefnir að því að vinna að forvörnum allt árið og þjóðhátíðin er liður í því verkefni en þar verður barist gegn kyn - ferðislegu ofbeldi. Birkir Högna - son er fjölmiðlafulltrúi hópsins en auk hans eiga þau Jóhanna Ýr Jóns dóttir, framkvæmdastýra hópsins, Haraldur Ari Karlsson, Hilmar Stefánsson, Páll Scheving og Tryggvi Már Sæmundsson sæti í hópnum. „Við erum að vinna þetta, höfum haldið utan um starfið en svo koma fleiri að þessu. Kveikjan er eiginlega Druslugangan í lok júní þar sem Jóhanna Ýr var í forsvari og í framhaldinu komst á samstarf milli forsvarsmanna ÍBV og full- trúa grasrótarinnar. Við vorum öll sammála um að það þyrfti að gera eitthvað til að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi. Rétt eins og Páll Scheving benti á í við- tali, þegar hópurinn var kynntur, þá er til viðbragðsáætlun sem er til fyrirmyndar og fer í gang þegar skaðinn er skeður en mikilvægast er að standa fyrir forvörnum. Nei- hópurinn kom á þjóðhátíð fyrir nokkrum árum en ég held að þetta sé fyrsta stóra verkefnið í þessa átt sem heimamenn standa fyrir,“ sagði Birkir Högnason og var því næst spurður hvernig hópurinn ætlaði að koma skilaboðum með forvarn agildi á framfæri. „Við erum að láta prenta boli með bleika fílnum sem hefur sérstaka merkingu og hann verður áberandi á auglýsingaskiltum inni í Dal og það koma upp skilaboð á skjánum í Brekkunni milli atriða. Við ætlum að vera áberandi í afgreiðslu Herjólfs hér heima og í Landeyjahöfn og á flugvellinum þannig að þetta á ekki að fara framhjá neinum. Tónlistarmenn í Eyjum hafa sýnt þessu áhuga og ætla að styðja okkur í baráttunni með því að klæðast bolum. ÍBV leggur til grunnfjármagn í þetta og nokkur fyrirtæki hafa bæst í hópinn en við erum enn að leita eftir styrkjum og ef það gengur vel getum við jafnvel gert enn meira til að verða sýnilegri. Það hafa margir haft samband og vilja vera með í þessu starfi og við hvetjum alla áhugasama til að hafa sam- band við okkur.“ Áhugamaður um þjóðhátíð Hvað varð til þess að þú fórst út í þetta? „Mér hefur fundist umræðan á erfiðu plani. Mér fannst, sem áhug amanni um þjóðhátíð, að þetta væri mál sem þyrfti að bæta. Við mættum í Druslugönguna og þar kom í ljós að það var mikill áhugi innan ÍBV um að fara í samstarf og vinna að forvörnum. Með því að rjúfa þögnina og hvetja karlmenn til að tala um þetta við aðra karlmenn byrja for- varnir. Gerendur eru í meirihluta karlar og ungur karlmaður sem hefur fengið brenglaðar hugmyndir um hvað er „í lagi“ mun miklu frekar hlusta á annan karlmann og þess vegna verðum við að tala um þetta.“ Eruð þið í samstarfi við félaga - samtök sem vinna á svipuðum vettvangi? „Við höfum verið í sambandi við Stígamót, sem hafa lýst yfir ánægju með þetta framtak, og fleiri sam tök. Við höfum fengið ábendingar og ekkert nema gott um það að segja. Við vonum að forvarnir gegn kynferðislegu ofbel- di verði fastur liður en það eru fleiri mál sem hópurinn þarf að taka á. Við verðum ekki alltaf með sömu slagorðin. Miðað við allar þær hugmyndir sem hafa komið upp hjá hópnum þá eigum við efni sem við getum unnið með og útfært næstu árin. Þannig að það er af nógu að taka og ótrúlegt hvað okkur hefur tekist að koma miklu áfram á ekki lengri tíma en hópurinn var stofnaður þann 28. júní,“ sagði Birkir og er ánægður með samstarfið og bjartsýnn á framhaldið. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir- gudbjorg@eyjafrettir.is Forvarnahópur ÍBV - Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi allt árið - : Samstarf ÍBV og fulltrúa grasrótarinnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.