Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 2
°
°
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is.
blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is,
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Gígja Óskarsdóttir, - gigja@eyjafrettir.is.
ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent.
ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
veffang: www.eyjafrettir.is
EyjafrÉTTir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt
í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, ísjakanum, Kjarval og Skýlinu.
EyjafrÉTTir eru prentaðar í 2000 eintökum.
EyjafrÉTTir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Boltinn er
hjá Sjó-
mannafé-
laginu
:: segir Ólafur
William Hand,
upplýsinga-
fulltrúi Eimskips
Fundað var í kjaradeilu undirmanna
á Herjólfi hjá Ríkissáttasemjara í
gær en Sjómannafélag Íslands fer
með samningsumboð fyrir undir-
menn Herjólfs á meðan Samtök
atvinnulífsins semja fyrir hönd
Eimskips. Haft er eftir Jónasi
Garðssyni á mbl.is að á fundinum
hafi verið „rúllað yfir stöðuna“ án
þess að neitt nýtt kæmi fram.
Ólafur William Hand, upplýsinga-
fulltrúi Eimskips segir hins vegar að
lagt hafi verið fram formlegt tilboð
sem Jónas hafi umsvifalaust hafnað
en hann situr einn við samninga-
borðið fyrir hönd áhafnarinnar og
hefur Eimskip m.a. bent á að
æskilegt væri að einn af undir-
mönnunum myndi sitja fundina.
„Við höfum ítrekað kallað eftir
því að fulltrúar áhafnar séu við
borðið, þannig að þeir fái upp-
lýsingar um tilboðin strax á sama
tíma og hann. Þeir hafa ekki orðið
við því, en við teljum að það myndi
auðvelda allar samningaviðræður,“
segir Ólafur í samtali við mbl.is.
Þar segir jafnframt að tilboðið sem
Eimskip hafi lagt fram hafi m.a.
snúið að dagvinnu undirmanna, sem
yrði stytt frá því að vera 8 til 17 í 8
til 16. Þá hafi verið komið til móts
við kröfur um álagsprósentu að
sögn Ólafs.
„Menn verða að koma til samn-
ingaborðsins með samningsvilja.
Við vinnum að því hörðum höndum
að leggja fram tilboð. Nú lítum við
svo á að boltinn sé hjá Sjómannafé-
laginu að koma með gagntilboð,“
sagði Ólafur.
Skýrslan um Sparisjóðina :: Sparisjóður Vm rekinn með hagnaði til 2007:
Fylgdi með í falli félaga
sem hann átti hlut í
:: Heildareignir fyrir hrun 12,2 milljarðar :: Um 2% af heildareignum
sparisjóðanna :: Voru um 614 milljarðar króna :: Hvarf eins og dögg fyrir
sólu 2008 og 2009 :: Aðilar innanbæjar hlupu undir bagga ásamt ríkinu
til að rétta hann við
Skóladagur GRV - Barnaskóla
verður miðvikudaginn 23. apríl frá
kl. 17:00—19:30. Starfsfólk og
nemendur skólans vonast eftir því
að þátttaka verði mikil og góð eins
og undanfarin ár. Fjölbreytt dagskrá
verður í boði sem nemendur og
gestir geta tekið þátt í. Nemendur 9.
bekkjar verða með kaffihlaðborð og
rennur andvirðið í ferðasjóð þeirra.
Skemmtidagskrá verður í salnum.
Þrautir og leikir verða víðs vegar
um skólann og úti á skólalóð.
Verkefni nemenda frá starfi
vetrarins munu hanga uppi í
bekkjarstofum og víða um skóla-
húsið.
Gaman væri ef allir þeir sem áhuga
hafa á skólastarfi komi og geri sér
glaðan dag með okkur, sýni sig og
sjái aðra á þessum mjög svo
skemmtilega degi.
GRV:
Skóladagur í
Barnaskóla
23. apríl
Hagnaður sparisjóðanna jókst
stöðugt frá 2001 og náði
hámarki árið 2006 er hann nam
samtals 21,4 milljörðum króna.
Allan tímann var samt tap af
kjarnarekstri fyrir skatt og
verulegt tap varð af rekstrinum
árin 2008 og 2009. Tapið 2008
nam tæpum 143 milljörðum
króna sem jafngilti um 23% af
heildareignum sparisjóðanna í
árslok 2007. Lætur nærri að á
árinu 2008 einu hafi þeir tapað
nærri tvöföldum samanlögðum
hagnaði næstliðinna tíu ára,
umreiknuðum til sama verðlags.
Árið 2009 var einnig mikið tap af
rekstri þeirra. Sparisjóðirnir
töpuðu á þessum tveimur árum
rúmum 203 milljörðum króna.
Þetta er niðurstaða rannsóknar-
nefndar Alþingis um aðdrag-
anda og orsakir erfiðleika og
falls sparisjóðanna. Hún var
skipuð í ágúst 2011 og skilaði af
sér í síðustu viku skýrslu í sjö
bindum, samtals hátt í 2000
blaðsíður og kostaði rúmar 600
milljónir króna.
Þetta er í hnotskurn saga flestra
sparisjóða í landinu og var
Sparisjóður Vestmannaeyja þeirra á
meðal. Hlutur hans er þó lítill í
heildardæminu en skellurinn var
það mikill að aðilar innanbæjar
þurftu að hlaupa undir bagga eftir
hrunið ásamt ríkinu til að rétta hann
við.
Viðsnúningur 2008
Annars er fátt nýtt sem kemur fram
í skýrslunni um Sparisjóð Vest-
mannaeyja en um hann er fjallað á
tæplega 100 síðum. „Sparisjóður
Vestmannaeyja var rekinn með
hagnaði öll árin frá 2001 til 2007.
Árin 2005 og 2006 jókst hagnaður
einkum vegna hlutdeildar í afkomu
hlutdeildarfélaga. Árið 2007 nam
hagnaður sparisjóðsins 343
milljónum króna og skipti þar
mestu gengishagnaður af fjár-
eignum upp á 404 milljónir króna.
Verulegur viðsnúningur varð árið
2008 þegar sjóðurinn tapaði 1,5
milljörðum króna. Skýrðist það
fyrst og fremst af 1,6 milljarða
króna tapi af fjáreignum og 266
milljóna króna framlagi í afskrift-
areikning útlána. Rúmlega milljarðs
króna tap varð árið eftir og skýrðist
aðallega af 1,1 milljarðs króna
framlagi í afskriftareikninginn og
áframhaldandi gengistapi af
fjáreignum. Fjárhagsleg endur-
skipulagning á árinu 2010 leiddi til
1,5 milljarða króna tekjufærslu í
rekstrarreikningi sem varð til þess
að árið kom út með nærri 900
milljóna króna hagnaði. Enn varð
svo tap árið 2011. Samanlagður
hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja
á tíu ára tímabili fyrir efnahag
hrunið, á árunum
1998 til 2007, var rúmir tveir
milljarðar króna miðað við
meðalverðlag ársins 2011. Hins
vegar tapaði Sparisjóðurinn samtals
tæpum 2,3 milljörðum króna á
árunum 2008-2011 á meðalverðlagi
ársins 2011,“ segir í skýrslunni og
allt hefur þetta komið fram áður.
Þá segir að skoðun óháðs
endurskoðunarfyrirtækis á eignum
sparisjóðsins hafi sýnt verri stöðu
en áður var talið og var talið að
framlag úr ríkissjóði myndi ekki
duga til að endurreisa hann þannig
að lagaskilyrði um lágmarkseigin-
fjárhlutfall yrði uppfyllt. „Spari-
sjóðurinn þurfti því á aðkomu
kröfuhafa að halda til að fjárhagsleg
endurskipulagning væri möguleg.
Niðurstaða fékkst og undirrituðu
Sparisjóður Vestmannaeyja og
Seðlabanki Íslands samkomulag um
fjárhagslega endurskipulagningu
sparisjóðsins 10. desember 2010.
Krafa Seðlabankans á hendur
Sparisjóðnum nam 2,2 milljörðum
króna. Í samkomulaginu fólst að
afskrifaðar voru 787 milljónir
króna, 310 milljónum var breytt í
víkjandi lán, 564 milljónir króna
voru endurlánaðar til fimm ára og
555 milljónum króna var breytt í
stofnfé í sparisjóðnum. Eftir
fjárhagslega endurskipulagningu
sparisjóðsins fór Bankasýsla
ríkisins með 55,7% stofnfjárhlut í
sjóðnum, en almennir stofnfjárhafar
áttu um 10%, Lífeyrissjóður
Vestmannaeyja 14,2%, Vestmanna-
eyjabær 10%, Vinnslustöðin hf. 5%
og aðrir 5%.“
Féll með þeim stóru
Þegar orsakanna er leitað var það
fall félaga sem Sparisjóðurinn átti í
sem drógu hann með í fallinu.
Gengishagnaður árið 2007 skýrðist
að mestu af hagnaði á eignarhlut í
Sparisjóðabanka Íslands hf./Icebank
hf., SP-Fjármögnun hf. og VBS
Fjárfestingarbanka. „Á árinu 2008
varð mikill viðsnúningur á afkomu
af fjáreignum þegar tap sjóðsins af
fjáreignum nam 1,6 milljörðum
króna og skýrðist það að mestu af
niðurfærslu á hlutnum í Sparisjóða-
bankanum um 884 milljónir króna,
í Kaupþingi banka um 118 milljónir
króna, VBS Fjárfestingarbanka um
194 milljónir króna og SP-Fjár-
mögnun hf. um 150 milljónir króna.
Á árinu 2009 varð einnig tap af
fjáreignum sem skýrðist af 176
milljóna króna niðurfærslu á eignar-
hlutnum í VBS Fjárfestingarbanka
hf. og í Saga Capital um 35
milljónir króna auk niðurfærslu
vegna Sparisjóðsins í Keflavík um
21 milljón króna,“ segir í skýrsl-
unni.
Sparisjóður Hornafjarðar
Árið 2006 sameinuðust Sparisjóður
Vestmannaeyja og Sparisjóður
Hornafjarðar og nágrennis undir
nafni þess fyrrnefnda. Sparisjóður
Vestmannaeyja hafði lagt fram 220
milljónir króna í nýtt stofnfé á árinu
2003 vegna rekstrarerfiðleika
Sparisjóðs Hornafjarðar og eignast
þannig 77% hlut af öllu stofnfé
sparisjóðsins. Árið 2005 lagði
Sparisjóður Vestmanneyja 40
milljónir króna til viðbótar fram
sem stofnfé og átti þá 85,7%
stofnfjárins. Bókhaldslegur samruni
sparisjóðanna miðaðist við 1. júlí
2006 en hann var samþykktur af
Fjármálaeftirlitinu 18. janúar 2007.
Í skýrslunni segir að rekstur
Sparisjóðs Hornafjarðar hafi fyrir
aðkomu Sparisjóðs Vestmannaeyja
verið í skötulíki og erfiðlega hafi
gengið að koma böndum á hann.
Höfuðstöðvar sparisjóðsins eru í
Vestmannaeyjum en sparisjóðurinn
starfrækir útibú á Höfn. Árið 2006
var opnuð afgreiðsla á Breiðdalsvík
auk þess sem afgreiðsla Spari-
sjóðsins á Djúpavogi var stækkuð.
Þessir tveir afgreiðslu-staðir voru
undir útibúinu á Höfn. Þá hefur
hefur Sparisjóður Vestmannaeyja
starfrækt útibú á Selfossi frá árinu
2000. Undir það heyrði afgreiðsla í
Hveragerði frá árinu 2004 en henni
var lokað árið 2011.
Sparisjóðsstjóri er Ólafur Elísson
og hefur hann gegnt því starfi síðan
1999. Núverandi stjórnarformaður
er Þorbjörg Inga Jónsdóttir, kosin á
aðalfundi sparisjóðsins 23. apríl
2013, í umboði Bankasýslu ríkisins.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Á árinu 2008 varð mikill viðsnúningur á afkomu af fjáreignum þegar
tap sjóðsins af fjáreignum nam 1,6 milljörðum króna og skýrðist það
að mestu af niðurfærslu á hlutnum í Sparisjóðabankanum um 884
milljónir króna, í Kaupþingi banka um 118 milljónir króna, VBS Fjár-
festingarbanka um 194 milljónir króna og SP-Fjármögnun hf. um 150
milljónir króna. Á árinu 2009 varð einnig tap af fjáreignum sem skýrðist
af 176 milljóna króna niðurfærslu á eignarhlutnum í VBS Fjárfestingar-
banka hf. og í Saga Capital um 35 milljónir króna auk niðurfærslu
vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 21 milljón króna,
”