Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Blaðsíða 6
° ° 6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014 Tilkynning frá Ferðamálasamtök- um Vestmannaeyja: Samtökin eru hags- munasamtök aðila í ferðaþjónustu :: Ný stjórn kosin Lögregla: Slapp með skrekk- inn eftir veltu :: Einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum :: Tími nagladekkja liðinn Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og þá sérstaklega vegna umferðar- mála. Helgin fór ágætlega fram og lítið um útköll á skemmti- staði bæjarins. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis um liðna helgi og var hann sviptur ökuréttindum í framhaldi af því. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en hann mældist á 94 km/klst. á Strembugötu, en eins og ökumenn eiga að vita þá er hámarkshraði innanbæjar 50 km/ klst. nema annað sé tekið fram. Rétt er að geta þess að sekt þessa ökumanns vegna þessa akstursmáta nemur kr. 50.000,-. Tvær kærur liggja fyrir vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að aka án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín. Síðdegis þann 10. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi lent utan vega á Hamarsvegi, sunnan Dverghamars. Þarna hafði ökumaður, sem var að taka framúr bifreið, misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni, var fluttur á sjúkrahús Vestmanneyja til aðhlynningar en meiðsl hans voru ekki alvarleg og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Talið er að farið hefði verr ef ökumaðurinn hefði ekki verið með öryggisbeltið spennt þegar óhappið átti sér stað. Bifreiðin er töluvert skemmd, ef ekki ónýt. Tvö önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki. Lögreglan vill benda ökumönnum og eigendum ökutækja á að tími nagladekkjanna rann út 15. apríl. Hins vegar verður ekki byrjað að beita sektum vegna aksturs á nagladekkjum, þar sem enn getur brugðið til beggja vona varðandi veðurfar, en lögreglan mun senda út tilkynningu þegar að því kemur að farið verður að beita sektum. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn 1. febrúar 2014 í Höllinni. Sigur- mundur Einarsson formaður flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir starfi samtakanna á liðnu starfsári. Gunnlaugur Grettisson fundarstjóri fór yfir reikninga félagsins í fjarveru gjaldkera. Lögð var fram tillaga að nýrri stjórn og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ný stjórn samtakanna er kjörin á fundinum og á stjórnarfundi strax að loknum aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum eins og lög félagsins kveða á um. Stjórn ferðamálasamtaka Vestmannaeyja er nú skipuð eftirfarandi fulltrúum: • Páll Marvin Jónsson, Þekkingar- setur Vestmannaeyja, formaður. • Magnús Bragason, Hótel Vest- mannaeyjar, varaformaður. • Erla Halldórsdóttir, Penninn, Eymundsson/Upplýsingamiðstöð ferðamála, gjaldkeri. • Gunnlaugur Grettisson, Eimskip/ Herjólfur. • Sigurmundur Einarsson, Viking Tours. Til vara: • Elsa Valgeirsdóttir, Golfklúbbi Vestmannaeyja, ritari. • Einar Björn Árnason, Einsi Kaldi veitingastaður. Á fundinum var lögð fram tillaga að endurskoðuðum lögum samtakanna og var góð og uppbyggileg umræða um breytingarnar. Tillagan var að lokum samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum. Undir liðnum önnur mál var verkefnið Markaðsátak ferðamála rætt en verkefnið er styrkt af SASS, Samtökum sunnlenskra sveita- félaga. Markmiðið með verkefninu er að styrkja ímynd Eyjanna sem áfangastað ferðamanna með því að byggja upp vefsíðu og markaðsefni til notkunar í markaðs og kynn- ingarmál. Samtökin eru hagsmunasamtök aðila sem starfa innan ferðaþjónust- unnar. Árgjald samtakanna var ákveðið kr. 10 þúsund og eru samtökin opin fyrirtækjum eða félögum sem tengjast að einhverju leyti ferðaþjónustu sem og einstaklingar sem vegna menntunar, sjálfstæðs starfs og/eða áhuga tengjast greininni. Þeir sem óska eftir því að gerast aðilar og skráðu sig ekki á aðalfundi samtakanna eru beðnir að senda gjaldkera sam- takanna, Erlu Halldórsdóttur, tölvupóst á netfangið erla@ penninn.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og starfsemi. Þeir sem vilja kíkja út fyrir hússins dyr um páskana ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem í boði er, er hin árlega Páskaganga, gosmynd og málverkasýning Kristleifs Magnússonar í Safnahúsi, tónleikar með Magnúsi og Jóhanni á Háalofti, að ótöldum sýningum á rokksöngleiknum Don‘t stop believin. Á skírdag, 17. apríl verður sýningin á málverkum Kristleifs Magnússon- ar opin 13 til 16 en sýningin verður einnig opin laugardaginn 19. apríl. Páskagangan verður svo á páska- dag, 20. apríl klukkan 14:00 en gönguna leiða þau Kristján Egilsson og Kristín Jóhannsdóttir. Gangan hefst á bílastæði. Leikfélag Vestmannaeyja heldur áfram sýningum á hinum frábæra rokksöngleik Don‘t stop believin. Sýnt verður í kvöld, miðvikudag, á morgun skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn 19. apríl. Upp- lýsingar og miðapantanir eru í síma 852-1940. Sæheimar verða opnir á laugardaginn 13 til 16 en í Sagn- heimum verður opið bæði skírdag og laugardaginn 19. apríl 13 til 16. Þar verður einnig boðið upp á sýningu á heimildarmynd Heiðars Marteinssonar, Gosið og uppbygg- ingin og hefjast sýningar klukkan 13 báða dagana. Þá verður hægt að skjótast í sund og verður sundlaugin opin frá 9 til 17 skírdag, laugardag og annan í páskum en lokað á föstudaginn langa og páskadag. Á Háaloftinu verða tónleikar með Magnúsi og Jóhanni en á Páskadag verður ball í Höllinni með Skímó, sem einmitt verða einnig á þjóð– hátíð í sumar. Á Vinaminni verður boðið upp á lifandi tónlist laugar- daginn 19. apríl. Fannar verður svo á Volcano í kvöld en DJ Gaui frá miðnætti föstudagsins langa og frá miðnætti páskadags verður boðið upp á 80‘s stemmningu með DJ-Hlyn. DJ Höddi verður svo á Lundanum alla helgina. Nóg um að vera yfir páskana :: Tónleikar með Magnúsi og Jóhanni, Páskaganga og sýningar á Don't stop believin Verkstjórar Aðalfundur verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn föstudaginn 25. Apríl nk. Kl. 19.00 í kaffistofu Godthaab í Nöf. Dagskrá 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Súpa og brauð. 3. Léttar veitingar. Mætum vel Stjórnin Sökum mikillar aðsóknar bætum við sýningum á ástarsögunni um Önnu í Stóru-Borg Laugardaginn 19. apríl kl. 20:30 Uppselt Mánudaginn 21. apríl kl.15:00 Uppselt Mánudaginn 21. apríl kl. 20:30 Þriðjudaginn 22. apríl kl. 20:30 Föstudaginn 25. apríl kl. 20:30 Uppselt Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:30 Föstudaginn 2. maí kl. 20:30 Laugardaginn 3. maí kl.15:00 Allra síðasta sýning Tónleikar Föstudaginn langa kl. 20:00 í gömlu höllinni. Ljúfir tónar um kvöl Krists á krossinum. Fram koma: Árni Óli, Unnur og Simmi, Helgi Tórshamar, Jenný, Elísabet, Karen og fleiri. Hvítasunnukirkjan

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.