Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Síða 15
°
°
Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014 1515
Landflutningar :: Sverrir tekur við á Selfossi:
Flytjum allt frá minnstu pökk-
um upp í margra gáma partí
:: Getum ekki kvartað :: Síðasta ár það stærsta hjá okkur hér í Eyjum frá upphafi
Sverrir Unnarsson, rekstrarstjóri
Landflutninga í Vestmanna-
eyjum, er að færa sig um set og
tekur við rekstrarstjórastöðu
fyrirtækisins á Suðurlandi með
aðsetur á Selfossi. Hann á
langan feril hjá Landflutningum
að baki í Vestmannaeyjum en
hann hlakkar til að takast á við
starfið á nýjum vettvangi sem
hann segir gjörólíkan því sem
gerist í Vestmannaeyjum. Hér
hafi flutningar einkennst af
miklum framkvæmdum
undanfarin ár og miklum
umsvifum í útgerð og fisk-
vinnslu. Snúist um flutning á sjó
og landi en á Suðurlandi eru
það einungis landflutningar sem
hann hefur á sinni könnu.
„Ég er búinn að vera 15 ár hjá
Samskipum hér í Vestmannaeyjum
og þar af átta ár sem rekstrarstjóri.“
segir Sverrir þegar hann er spurður
um starfsferilinn. „Við erum í allt
sex til sjö sem störfum hérna, ég og
Kaja á skrifstofunni, Geir Reynis
sem er búinn að vera hér lengi og
svo aðrir sem hafa verið styttri
tíma,“ bætir hann við. „Landflutn-
ingar er félag innan Samskipa og
sér um flutninga innanlands en allur
inn- og útflutningur er í nafni
Samskipa og við þjónustum hvoru
tveggja.“
Mikið framkvæmt í Eyjum
Eðlilega hefur gangur mála í
sjávarútvegi sitt að segja í rekstr-
inum og tekur Sverrir sem dæmi að
árið í ár skeri sig úr síðustu árum
því loðnuveiði var miklu minni á
vertíðinni en undanfarin ár. „Þar af
leiðandi var minna að gera í
útflutningi en flutningar eru alltaf
að aukast innanlands. Hér hafa
verið miklar framkvæmdir síðustu
ár og voru um tíma svipaðar hér og
samtals á öllum þeim stöðum sem
við flytjum vörur til út um land.“
Sverrir segir að Landflutningar
standi undir nafni og flytji allt sem
koma þarf á milli staða innanlands.
„Já, við flytjum allt frá minnstu
pökkum upp í margra gáma partí.
Við getum ekki kvartað því síðasta
ár var það stærsta hjá okkur hér í
Eyjum frá upphafi. Dreifing á olíu
og bensíni er aukabúgrein hjá
okkur. Við sjáum um að útkeyrslu
og birgðahald fyrir Olís og N1. Við
samnýtum bæði mannskap og tæki,
Samskip er t.d. ekki með dráttarbíla
og notum við bílana sem Olíudreif-
ing er með.“
Fiskflutningur stærstur
Nútímasamfélag krefst öruggra og
fljótra flutninga og reyna Land-
flutningar og Samskip að standast
kröfur sem til þeirra eru gerðar af
viðskiptavinum. „Fiskurinn er
okkar stærsta verkefni bæði í
flutningum innanlands og utan.
Fiskvinnslufyrirtæki uppi á landi
sem kaupa fisk á Markaðnum hér
vilja fá hann inn á gólf til sín
morguninn eftir. Hingað flytjum við
mest af dagvöru og svo er nokkuð
um að vörum sem framleiddar eru á
fastalandinu sé trukkað hingað í veg
fyrir skip á leið til Evrópu. Það
sem kemur lengst að er frá
Bolungarvík.“
Þegar Sverrir lítur til baka yfir árin
15 í flutningabransanum segir hann
að mikið hafi breyst. „Í fiskútflutn-
ingi hefur þetta breyst úr því að
flytja út ferskan óunninn fisk í
ferskan unninn fisk. Hann fer mest
á Frakkland í gegnum Bretland með
lestum og bílum sem dreifa honum
til hinna ýmsu borga í Frakklandi.“
Landeyjahöfn er höfuðverkur
Landeyjahöfn hefur bæði verið
lausn og höfuðverkur frá því hún
var tekin í gagnið í júlí 2010. Það
þekkir Sverrir flestum betur. „Það
versta við hana er óvissan,“ segir
Sverrir. „Þegar Herjólfur siglir í
Þorlákshöfn erum við að sjá aðeins
eina ferð með vörur fyrir skip sem
fer frá okkur til Evrópu. Þegar
Landeyjahöfn er opin er þetta allt
annað mál og auðveldara. Herjólfur
er okkar flutningatæki og við eigum
eins og aðrir í Eyjum mikið undir
greiðum samgöngum. Við erum
einn stærsti kúnni Herjólfs og
stoppið í verkfallinu bitnaði t.d. illa
á okkur. Við vorum að flytja
kannski átta til tíu kör á dag í
staðinn fyrir einn og hálfan gám.
Þar af leiðandi gátum við flutt lítið í
veg fyrir millilandaskipin okkar og
því hafði verkfallið gríðarleg áhrif.
En auðvitað eru verkföll til þess að
hafa áhrif í baráttu fólks fyrir
bættum kjörum.“
Grimm samkeppni
Landflutningar og Samskip annars
vegar Flytjandi og Eimskip hins
vegar eru turnarnir tveir í flutn-
ingum innanlands og á milli landa.
Sverrir segir að samkeppnin milli
þeirra sé grimm en gangi aldrei það
langt að skynsemin ráði ekki för.
Komi eitthvað upp á hjá öðrum er
hlaupið undir bagga hjá hinum.
„Samkeppnin er grimm og á stað
með eins mikil umsvif og eru í
Vestmannaeyjum er nauðsynlegt að
hafa tvo aðila. Það er hægt að
hagræða mikið þegar við getum
nýtt Landeyjahöfn en þegar það er
Þorlákshöfn höfum við minni
flutningsgetu. Tíðnin skiptir líka
máli. Þá er miklu auðveldra að
verða við kröfu viðskiptavinar sem
vill fá fiskinn sem hann kaupir í dag
inn á gólf til sín klukkan sex í
fyrramálið.“
Hann segir hlutdeild félaganna á
milli ára mismunandi og sá sem
rekur Herjólf njóti alltaf góðs af
því. Ekki að verið sé að mismuna
aðilum, heldur tengja margir
reksturinn á skipinu við flutninga til
Eyja. Það er Eimskip sem rekur
skipið í dag en Sverrir kvartar ekki.
„Þetta er breytilegt að milli ára en
við vorum ívið stærri í fyrra í út-
flutningi. Vorum stórir í makrílnum
en í heildina er þetta svipað á milli
ára þegar horft er til lengri tíma.“
Hlakkar til
Sverrir byrjar í nýja starfinu í júní
en hann gerir ráð fyrir að hann
muni þvælast á milli Selfoss og
Eyja á meðan hann er að koma sér
inn í starfið og skila af sér hérna.
„Þetta er talsvert mikið öðru vísi. Á
Selfossi snýst þetta eingöngu um
landflutninga frá Hveragerði, um
allar uppsveitirnar og austur að
Klaustri. Það eru margir bílar sem
keyra frá Selfossi og þú þarft að
hafa áhyggjur af færð á landi en
ekki sjó. Fragtin er miklu meiri í
aðra áttina en ekki báðar eins og hér
og engir sjóflutningar. Auðvitað á
ég eftir að sakna margs úr starfinu
hér í Eyjum sem miðað við
höfðatölu er langstærsta flutnings-
höfn landsins. Ég hlakka líka til að
taka við nýja starfinu og það verður
alltaf siglt á Vestmannaeyjar, sama
á hverju gengur,“ sagði Sverrir að
lokum.
Sönghópur Átthagafélags
Vestmannaeyinga á Reykjavíkur-
svæðinu (ÁtVR) heldur vortón-
leika sína í Kirkju Óháða safnað-
arins við Háteigsveg í Reykjavík,
laugardaginn 26. apríl n.k. kl. 15.
Tónleikarnir eru að stórum hluta
tileinkaðir skáldinu og lagahöf-
undinum Ása í Bæ, í tilefni af því
að þann 27. febrúar s.l. voru 100
ár frá fæðingu hans en einnig
verða flutt lög annarra höfunda.
Ási var fæddur í Litla Bæ við
Strandveg í Vestmanneyjum 27.
febrúar 1914 og lést 1. maí 1985.
Hann skrifaði margar bækur og
samdi allskyns kveðskap um lífið í
Vestmannaeyjum á síðustu öld. Á
tónleikunum verður sagt frá
lífshlaupi Ása í Bæ ásamt því að
flutt verða lög hans og textar.
Ási samdi mörg ljóð við lög
Oddgeirs Kristjánssonar á árunum
1950 til 1965 vegna Þjóðhátíðar
Vestmannaeyja. Hann samdi einnig
þó nokkuð af lögum sjálfur við
eigin texta og þar á meðal nokkur
þjóðhátíðarlög á tímabilinu
1970-1985. Á tónleikunum verða
m.a. flutt lög hans Herjólfsdalur og
Sævar í Gröf í glænýjum kórútsetn-
ingum. Með Sönghóp ÁtVR leikur
4 manna hljómsveit.
Allir eru velkomnir á tónleikana
en aðgangseyrir er 2000 krónur
fyrir manninn.
Þess má að lokum geta að
laugardaginn 10. maí n.k. kl. 14
mun Sönghópur ÁtVR einnig halda
tónleika í Sólheimakirkju, á
Sólheimum í Grímsnesi, fyrir íbúa,
gesti og gangandi og eru allir
velkomnir.
Sönghópur ÁtVR á tónleikum.
Hópurinn heldur tónleika í
Kirkju Óháða safnaðarins
laugardaginn 26. apríl.
Tónleikar Sönghóps ÁtVR:
Tónleikarnir að stórum hluta
tileinkaðir Ása í Bæ
M
ynd: B
irgir H
rafn H
afsteinsson.
Sverrir ásamt nokkrum af starfsmönnum Landflutninga í Eyjum. Frá vinstri: Aðalheiður Halldórsdóttir
eða Kaja, Sverrir, Árni Pétursson, Unnar Sverrisson, Hlynur Már Jónsson.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
hafsteinn g.
guðfinnsson
f.h. Sönghóps ÁtVr