Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.2014, Qupperneq 19
°
°
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. apríl 2014
Fótbolti:
Mikið áfall
fyrir kvenna-
lið ÍBV
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu varð
fyrir miklu áfalli á dögunum þegar í
ljós kom að hollenski varnarmaður-
inn Kim Dolstra sleit krossband í
landsleik. Kim gekk í raðir ÍBV í
vetur og hugðist spila með liðinu í
sumar en hún var nýkomin inn á í
landsleiknum þegar hún varð fyrir
meiðslunum, eftir því sem fram
kemur á heimasíðu ÍBV. „Ekki hef-
ur verið ákveðið hvort annar leik-
maður verði fenginn í staðinn en það
gæti reynst afar erfitt þar sem leik-
menn eru yfirleitt búnir að binda sig
á þessum tíma,“ segir í tilkynning-
unni.
Þar segir að góðu fréttirnar séu að
Sigríður Lára Garðarsdóttir, sem
einmitt sleit krossband síðasta sum-
ar, er farin að spila á ný en hún hefur
tekið þátt í öllum æfingum liðsins
síðan í mars.
ÍBV tapaði fyrir Breiðabliki á
sunnudaginn í A-deild Lengjubik-
arsins. Lokatölur urðu 3:1 en Sha-
neka Gordon jafnaði metin í fyrri
hálfleik. ÍBV endaði í fjórða sæti
A-deildar eftir tvo sigurleiki og þrjú
töp og komst ekki í úrslit.
Íþróttir
Framundan
Þriðjudagur 22. apríl
Kl. 19:45 ÍBV-Valur
Úrslit Olísdeildar karla.
Olísdeild karla:
Mæta Val í undanúrslitum
- Fyrsti leikur í Eyjum á þriðjudag en vinna þarf þrjá leiki - Töpuðu með einu gegn
Haukum í Hafnarfirði - Grétar hættir eftir tímabilið
Karlalið ÍBV hefur leik í undan-
úrslitum Íslandsmótsins á þriðju-
dag en strákarnir voru búnir að
tryggja sér annað sætið þegar
tveimur umferðum var ólokið í
deildarkeppninni. Með því að
enda í öðru sæti, fær ÍBV heima-
leikjarétt í undanúrslitunum en á
sunnudaginn varð ljóst að ÍBV
mætir Val í undanúrslitunum.
Fyrsti leikur liðanna verður því í
Eyjum á þriðjudaginn og hefst
klukkan 19:45.
Síðustu tvær umferðarnar fóru fram
í síðustu viku. Eyjamenn byrjuðu á
því að leggja Val að velli með sann-
færandi hætti í Eyjum á fimmtudag
31:27 eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 14:14. Á mánudag sóttu Eyja-
menn svo deildarmeistarana í Hauk-
um heim og úr varð hörkuleikur,
þrátt fyrir að í lið ÍBV vantaði lykil-
mennina tvo, Magnús Stefáns-son
og Andra Heimi Friðriksson. Í hálf-
leik var staðan 13:11 en lokatölur
urðu 23:22 eftir spennandi loka-
mínútur. Leikirnir tveir höfðu í raun
og veru enga þýðingu fyrir ÍBV upp
á stöðu liðsins í deildinni því Eyja-
menn höfðu þegar tryggt sér annað
sætið og Haukar voru búnir að
tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
Hins vegar hefur það gefið liðinu
sjálfstraust að vinna Val eftir að
Hlíðarendaliðið hafði farið illa með
ÍBV í hinum tveimur leikjum lið-
anna í deildinni í vetur. Þá sýndu
strákarnir að bilið milli ÍBV og
Hauka er sáralítið, ef nokkurt, þótt
Haukar hafi unnið alla þrjá leiki lið-
anna í vetur en tveir af þeim fóru
fram í Hafnarfirði og fyrsti leikur
liðanna var í fyrstu umferð, þegar
Eyjaliðið var enn að móta sinn leik.
Förum í alla leiki til að
vinna
Grétar Þór Eyþórsson hefur átt við
smávægileg meiðsli að stríða undan-
farið en það hefur þó ekki stöðvað
hann í að spila. Grétar hefur ákveð-
ið að leggja skóna á hilluna eftir
tímabilið og stefnir á sjómennsku í
kjölfarið. Hann slær þó ekki slöku
við og þegar blaðamaður kíkti við
upp í Íþróttamiðstöð í gær, var Grét-
ar á fullu í lyftingasalnum, þótt frí
hefði verið gefið frá æfingu sem átti
að vera þann daginn.
„Mér líst ágætlega á að mæta Val.
Við erum í raun og veru búnir að
undirbúa okkur fyrir Val enda bjugg-
umst við alltaf við því að við mynd-
um fá Val í undanúrslitunum,“ sagði
Grétar þegar hann var spurður út í
komandi rimmu gegn Val. „Ég er á
því að Valur henti okkur vel og það
var mjög mikilvægt fyrir okkur að
vinna þá í síðasta leik. Við eigum
mikið inni þótt við höfum unnum þá
í þeim leik því markverðirnir hittu á
slakan leik, vörnin var ekki alvega
100% allan leikinn, Maggi Stef. var
ekki með og Andri handleggsbrotn-
aði í leiknum. Sóknarleikurinn var
mjög góður í þeim leik enda hafði
hann verið algjör klúður í þessum
tveimur leikjum sem við höfum tap-
að gegn þeim. En það sýndi sig
gegn Haukum að okkur vantaði
Andra og Magga. Ég var eins og
gamall karl á miðjunni gegn Hauk-
um en þrátt fyrir þetta er að ganga
ágætlega og það munaði ekki miklu
að við hefðum unnið Hauka, sem er
í raun og veru fáránlegt miðað við
ástandið á liðinu. Við erum búnir að
vinna öll lið nema Haukana, þannig
að við stefnum auðvitað á að vinna
alla leiki. Ef það gengur upp, þá
hljótum við að enda sem Íslands-
meistarar.“
Öllu til tjaldað
Nú er fyrsti leikurinn gegn Val á
þriðjudag en vinna þarf þrjá leiki til
að komast í úrslit. Er ekki öll press-
an á ykkur í fyrsta leiknum þar sem
tap þýðir að heimaleikjarétturinn er
farinn fyrir lítið?
„Við erum ekkert að spá í það. Við
erum bara að fara í þennan leik á
þriðjudaginn og ég held að við þurf-
um ekkert að hvetja fólk til að mæta,
höllin verður bara full. Það verður
öllu tjaldað en við erum bara að fara
í þennan leik til að vinna hann. Við
erum ekkert að hugsa um næstu
skref enda hefur Arnari og Gunnari
tekist vel í að fá menn til að horfa
bara á næsta leik. En auðvitað er
mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og
taka frumkvæðið í þessu. Liðið sem
gerir það, er með þetta í hendi sér.
En eins og stuðningurinn hefur ver-
ið, þá er ekki hægt annað en að vera
100% klárir í slaginn. Ef einhver er
það ekki, þá er það stuðningurinn
sem kemur viðkomandi í gírinn. Við
eigum orðið algjöra ljónagryfju
hérna og nú þurfum við að gera allt
vitlaust.“
Gaman að gera betur en
2005
Grétar hefur verið í liði ÍBV lengi en
hann rétt náði því þegar ÍBV lék til
úrslita í Íslandsmótinu veturinn
2004 til 2005. Hann hefur ákveðið
að tímabilið nú verði hans síðasta
með ÍBV. „B-liðið er allavega að fá
þvílíkan liðsstyrk. Það verður öllu
til tjaldað hjá þeim í bikarnum á
næsta ári,“ sagði Grétar og hló þegar
hann var spurður út í málið. „Ég var
að byrja, líklega á öðru ári þegar við
spiluðum gegn Haukum í úrslitum.
Það er skemmtileg tilviljun að í upp-
hafi vorum við meðal þeirra bestu og
svo hætti ég þegar liðið er komið í
þessa stöðu aftur. En ég er búinn að
ákveða að hætta eftir þetta tímabil
og stefni á að fara á sjóinn. Ég vil
auðvitað ná eins góðum árangri og
hægt er. Það væri draumur að kom-
ast í úrslitin en síðast töpuðum við
3:0 í úrslitunum og það var leiðin-
legur endir. Það væri gaman að geta
gert betur en þá,“ sagði Grétar að
lokum og ítrekaði að það þyrfti ekk-
ert að hvetja fólk til að mæta. „Það
mæta allir. Ef einhver kemur ekki á
leikinn, þá...“ sagði Grétar og lét
vera að klára setninguna.
Snóker:
Kristján Íslandsmeistari öldunga
Kristján Egilsson gerði sér lítið
fyrir um helgina og vann
Íslandsmótið í snóker fyrir 67 ára
og eldri. Kristján er annar
Eyjamaðurinn sem leikur þennan
leik en í fyrra varð Páll Pálmason
Íslandsmeistari í sama aldurs-
flokki.
Kristján lagði Óskar Kristinsson að
velli í úrslitaleiknum, 2:1 eftir að
hafa lent 0:1 undir. Kristján varð
jafnframt efstur að lokinni riðla-
keppni, þannig að hann hefur haft
nokkra yfirburði í mótinu. Í fyrra
fóru þrír Eyjamenn, þeir Kristján og
Páll og Jóhann Ólafsson en allir
spila þeir snóker í Kiwanisklúbbn-
um Helgafelli. Þeir Páll og Jóhann
tóku ekki þátt í mótinu um helgina
en þess má til gamans geta að þeir
Kristján og Páll spila mjög
reglulega snóker, æfa nokkrum
sinnum í viku og árangurinn lætur
ekki á sér standa.
Lengjubikarinn:
Jafntefli
gegn Hauk-
um
Karlalið ÍBV gerði jafntefli gegn
Haukum í síðasta leik 3. riðils A-
deildar Lengjubikarsins. Lokatölur
urðu 1:1 en Víðir Þorvarðarson kom
ÍBV yfir á 70. mínútu en Haukar
jöfnuðu í lok leiks. ÍBV endaði í
þriðja sæti riðilsins með 11 stig eftir
3 sigra, 2 jafntefli og 2 töp og komst
ekki í úrslit Lengjubikarsins.
„Á 85. mínútu fengum við á okkur
mark eftir hornspyrnu sem er gríðar-
lega svekkjandi og var í raun eina
færi Hauka í leiknum og það þýðir
að við förum ekki áfram í 8-liða úr-
slit Lengjubikarsins. Við munum því
setja upp æfingaleiki til að undirbúa
okkur sem best fram að móti,“ skrif-
ar Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV á stuðningsmannasíðu
ÍBV á facebook.
Lengjubikarinn:
KFS efstir í
C-deild
KFS er í efsta sæti 2. riðils C-deildar
eftir fjóra sigurleiki í röð. Nú síðast
lögðu Eyjamenn Kóngana að velli
8:0 eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 5:0. Mörkin gerðu þeir Gauti
Þorvarðarson (3), Pétur Geir Svav-
arsson (2), Ingólfur Einisson, Jó-
hann I. Þórðarson og Jónas Berg-
steinsson. KFS dugir jafntefli í
síðasta leik gegn Víði til að komast í
úrslit C-deildar.
Olísdeild karla
Haukar 21 16 2 3 551:472 34
ÍBV 21 15 0 6 579:530 30
Valur 21 11 2 8 582:506 24
FH 21 10 1 10 546:528 21
Fram 21 10 0 11 475:503 20
Akureyri 21 8 2 11 506:534 18
ÍR 21 9 0 12 562:572 18
HK 21 1 1 19 477:633 3
Grétar í leiknum gegn Val í síðustu viku.