Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 4
° ° 4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 Eyjamaður vikunnar Símon Þór Sigurðsson er tíu ára Eyjapeyi. Hann kíkti við á ritstjórn Eyjafrétta í byrjun vikunnar og vildi koma á framfæri spurningu til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra en hann spurði Elliða hvort það væri ekki hægt að koma upp umferðar- ljósum við gatnamót Heiðarvegar og Kirkjuvegar. Elliði svaraði honum þannig að hann hefði óskað eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjallaði um ábendingu Símons Þórs. Þessi ungi maður sýndi þarna frumkvæði og áhuga fyrir sínu nánasta umhverfi. Símon Þór er þess vegna Eyjamað- ur vikunnar. Nafn: Símon Þór Sigurðsson. Fæðingardagur: 29. apríl 2004. Fæðingarstaður: Vestmanna- eyjum. Fjölskylda: Pabbi er Sigurður Þór Símonarson og mamma er Guðrún Kristín Sigurðardóttir Ég á tvö systkini, Jón Berg og Bergþóru. Draumabíllinn: Ford F 150 og kranabíll. Uppáhaldsmatur: Píta og fýll. Versti matur: Humar. Uppáhalds vefsíða: bilasolur.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gills með lagið Louder og svo lagið Don‘t stop believing. Aðaláhugamál: Trommur, handbolti og bílar. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Langar svo að hitta Gills. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bílaverkstæðið Bragginn. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Grétar Þór Eyþórsson og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Handbolta og hjóla mikið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Top Gear. Ætlarðu að vera á þjóðhátíð: Já, hef aldrei verið og hlakka mikið til. Hvað ertu búinn að vera að gera í sumar: Hjóla og leika mér með vini mínum, honum Ragnari Orra. Af hverju viltu fá umferðarljós á gatnamót Kirkjuvegar og Heið- arvegar: Af því að ég sá árekstur þar og það eru svo oft árekstrar þar. Heldurðu að Elliði bæjarstjóri sé til í að setja upp umferðarljós: Kannski en ég vona það. Heldurðu að krakkar á þínum aldri séu mikið að pæla í umferð- inni: Já, eitthvað held ég. Eitthvað að lokum: Ég vona að þetta verði gert. Fallegasti staðurinn er Bílaverk- stæðið Bragginn Eyjamaður vikunnar er Símon Þór Sigurðsson >> smáar Til sölu Þjóðhátíðartjald til sölu, með innbúi. Upplýsingar í síma: 846-4713 Bjarnveig og Hrönn Sjonna. ------------------------------------- Vantar íbúð Óska eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu frá 1. september nk. Hildur s: 662-1976 ------------------------------------- Auglýsingasíminn er 481 1300 Landakirkja Sunnudagur 27. júlí Kl. 11.00. Messa á 6. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Mikið verður um að vera í Landakirkju, Thelma Hrönn verður fermd og tvö börn verða borin til skírnar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar, sr. Guðmundur Örn þjónar. Miðvikudagur 30. júlí Kl. 19.30. Fundur OA-samtakanna í Safnaðarheimilinu uppi. Viðtalstímar prests eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Vatktsími: 488-1508. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 24. júlí Kl. 20:00 Skoðum og ræðum kafla 16 - 20 úr bókinni „Tilgangsríkt líf“ sem beinir athygli okkar að markmiðum Guðs í lífi okkar. Sunnudagur 27. júlí Kl. 13:00 Samkoma. Guðni Hjálmarsson prédikar, almenn þátttaka viðstaddra í söng og fl. kaffisopi og spjall eftir á. Miðvikudagur 30. júlí Kl. 17:15 Bænastund fyrir Krists- deginum í september. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur 26. júlí Kl. 12:00 Samvera. Gestir helgar- innar Erling B.Snorrason og fjölskylda. Allir velkomnir. Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Matgæðingur vikunnar Ég vil byrja á að þakka Árna kærlega fyrir áskorunina og kann ég honum miklar þakkir fyrir. Ég ætla að bjóða upp á einfaldan og góðan hversdagsmat. Mjög einföld og góð frönsk lauksúpa fyrir 4 400 g laukar (stórir) Smjör til steikingar ½ tsk. sykur 1,2 l nautasoð Salt og pipar 4 sneiðar franskbrauð 2 tsk. Dijon sinnep ca. 50 g rifinn ostur Skerið laukinn í sneiðar og brúnið í smjöri og sykri. Bætið soðinu við, látið sjóða í 30-40 mínútur og smakkið til með salti og pipar Ristið brauðið og smyrjið það með sinnepinu, stráið ostinum yfir og bræðið undir grilli í ofni. Skiptið súpunni í skálar og látið brauðsneið fljóta ofan á hverri skál. Pepperoni fiskur Þessi réttur er mjög einfaldur og vinsæll á mínu heimili 800 gr ýsa/þorskur 100 gr sveppir 100 gr laukur 100 gr pepperoni 1/4 l rjómi 3 tsk. tómatpuré ostur hveiti salt, pipar eða krydd að eigin vali olía til steikingar Veltið fiskinum upp úr hveiti og kryddi, steikið hann á pönnu og setjið í eldfast mót. Steikið lauk, sveppi og pepperoni á pönnu í olíu og bætið tómatpuré og rjóma út í. Hellið yfir fiskinn, setjið ost yfir og steikið í 180 C ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn. Ég ætla að lokum að varpa boltanum yfir á mikinn matgæðing sem mér skilst að fái allt of sjaldan að láta ljós sitt skína í eldhúsinu en það er nafni minn og vinur Sindri Viðarsson. Efast ég ekki um að hann galdrar fram eitthvað stórkostlegt. Einfaldur og góður hversdagsmatur Matgæðingur vikunnar er Sindri Ólafsson Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 a4 ljósritun- arpappír Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.